Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 19
( skrtfstofu Ármannsfells vlð Funahöfða 19. Bræðumlr Ármann öm og Guð- mundur. ríkisins er að bjóða ekki út nema ákveðinn verkþátt í einu, bjóða út sökkla sér, síðan uppsteypu, þak, múrhúðun, hvert í sínu lagi. Meö þessu er verið að komast frá hin- um rétta tóni laganna um skipan opinberra framkvæmda. Stjórn- málamönnunum er þannig ekki upp á lagt að velja á milli fram- kvæmda og skipa þeim í ákveðna röð heldur geta þeir verið að gera pínulítið af hverju út frá sjónar- miðum þrengri hagsmuna. Margt annað mætti setja á óskalistann. Til dæmis breytingar á skipulagsmálum okkar Reykvík- inga. Þar er um algjöra ofstjórn aö ræða nú orðið. Til greina kæmi að leggja niður skipulagsnefnd og byggingarnefnd eða takmarka verksvið þeirra mikið. F.V.: — Hér hafa rlslð öflug verktakafyrirtækl, sem bláslð hafa út með ótrúlegum hraða en sprunglð síðan með miklum hvelll. Menn eru farnir að halda að stækkunarmðguleikar fyrlrtækja af þessu tagi séu mjög takmark- aðir ef ekkl á að fara llla. Ármann örn: — Það þarf ekk- ert að hemja stærð þessara fyrir- tækja. Því miður hafa mjög fá fyrirtæki hérlendis náð æskilegri stærð eins og fram hefur komið í opinberum skýrslum, þar sem mælt hefur verið með stærri fyrir- tækjum og færri. Fyrirtæki hafa ekki náð að stækka og gjaldþrot hafa verið nokkuð tíð. Gjaldþrot hjá fyrirtækjum í verk- takaiðnaði eru ekkert séríslenzkt fyrirbrigði. Þetta er áhættusamur iðnaður og samkeppni er afskap- lega hörð. Þaö þarf lítið að halla undan fæti til þess að fallið veröi mikio. Hitt er annað, að litlar kröfur hafa verið gerðar til fyrirtækja af þessu tagi. Óþekkt fyrirtæki geta teKið að sér stórverk hjá hinu opinbera og engin skilyrði verið sett önnur en þau að viðkomandi fyrirtæki gæti útvegað 10% bankatryggingu. Gjaldþrotin sem hér hafa orðið, hafa ekki síður skaöað verkkaupandann en starfsmenn hins gjaldþrota fyrir- tækis. Það væri fróðlegt að gera at- hugun á orsökum gjaldþrota í þessum iðnaði. Ég hygg að í Ijós kæmu fleiri en tvær og fleiri en þrjár samverkandi ástæður. Ekki sízt er því um að kenna, að fyrir- tækjunum hefur reynzt erfitt að afla eigin fjár og stundum hefur verið til þeirra stofnað án nokkurs eigin fjár. Fyrirtæki í svona áhættusömum rekstri þurfa á miklu eigin fé að halda. — F.V.: — Nú er það nokkuð almenn regla hjá oplnberum aðll- um að taka lægsta tllboðl þó að í hlut elgi Iftt kunnir eða óþekktlr aðilar. Hvernlg er hægt að leggja traustarl grundvöll að ftarlegu matl á hæfnl bjóðenda? Ármann örn: — Það er alltaf erfitt fyrir þá sem í iðnaðinum starfa að leggja mat á hæfni starfsbræðranna. Brezkur sér- fræðingur á þessu sviði, sem hingað kom í heimsókn fyrir fáein- um árum sagðist þekkja frá heimalandinu ýmis þau vandamál, sem hér væri við aö glíma. Þá var mjög áberandi aö fyrirtæki komu og fóru. Þeir nefndu þau „kúreka- fyrirtæki". En verktakasambandiö, sem þessi maður var í forystu fyrir, hafði ráð við þessu. Það fékk blöðin til að birta stórar myndir af þeim stjórnmálamönnum, sem tóku ákvarðanir um viðskiptin við „kúrekafyrirtækin". Fyrir bragöið þurfa þeir ekki að berjast lengur við þetta vandamál. Við hjá Verktakasambandinu höfum mótað forvalsreglur, sem við mælum með að séu notaðar við öll stærri verk. Þá eru hafðar ákveðnar grundvallarreglur til við- miðunar við mat á verktökum, sem fá að bjóða í verk. Ég hef rekið mig á að menn óttast að þetta fyrir- komulag dragi eitthvað úr sam- keppni. Raunin hefur orðið sú að það er enn harðar barizt ef vitað er fyrirfram, að þaö eru ekki nema fjórir, fimm aðilar, sem keppa. Hins vegar hefur verkkaupinn væntan- lega betri tryggingu en ella fyrir því aö þessir aöilar séu hæfir til aö framkvæma verkið. Hið opinbera hefur notað þessa aðferð í nokkr- um mæli eftir að hafa fengið rass- skell nokkrum sinnum. Almennt er slíkt forval viðhaft þegar einka- fyrirtæki þurfa að láta vinna verk fyrir sig. F.V.: — Hvað er að segja um stððu vinnumarkaðarlns með tll- lltl tll þarfa verktakafyrirtækj- anna? Ármann örn: — Þó að tæknin verði stöðugt fullkomnari mun verktakaiðnaðurinn standa og falla með vinnuaflinu. Þar sem iðnaðurinn er ungur og í honum hefur verið mikill kraftur undan- farin ár, hefur sótt til okkar mikið af góðu starfsliði. Því miður hafa þó 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.