Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 44
Þessar niðurstöður eru byggðar á rannsóknum sem prófessor í félagssálarfræði við Stanfordhá- skóla í Bandaríkjunum, Philips G. Zimbardo, og samverkamenn hans hafa stundað undanfarin sex ár og ná til rúmlega 7000 manns. Zimbardo hefur skrifað nokkrar bækur um þessi mál, m.a. bókina ..Shyness: What It Is, What to Do About lt,“ og fjölda greina. Hér eru nokkur atriði sem fram komu í við- tali við hann í bandaríska tímarit- inu U.S. News and World Report: Er feimni meðfædd eða áunnin? Allt bendir til þess að feimni megi rekja til samneytis okkar við annað fólk. Rannsóknir okkar leiddu í Ijós að fjórðungur þess fólks sem var feimið á fullorðins- árum hafði ekki fundið til feimni á barnsaldri. En það var líka stór hópur manna sem var feiminn í bernsku en feimnin fór af þeim með aldrinum. Ályktun okkar er sú að feimni eigi rætur að rekja til mats á verðmætum í þjóðfélaginu og skiptingu þeirra, og einnig til atburða í bernsku — á heimilinu, í skólanum eða meðal félaga. Grundvallareinkenni feimni eru óeðlilega mikil öryggisþörf og ótti við að taka áhættu sem boðið gæti kerfinu byrginn. í þessu felst að feiminn maður sættir sig við eða kýs jafnvel frekar óbreytt ástand. Hann vill heldur búa við það sem hann þekkir en taka áhættuna af því að reyna eitthvað nýtt og óþekkt. Feimið fólk fer margs á mis með því að taka ekki áhættur í lífinu. Það lætur stjórna gerðum sínum eða þær stjórnast af aðstæðum. Feimnu fólki er svo mikið í mun að það falli öðrum í geð og sé vinsælt að það gerir sig ánægt með margt það sem það mundi ekki fella sig við meö sjálfu sér. Feimni hefur fáa kosti en marga van- kanta Feimni er ekki ókostur í þeim fáu tilfellum þar sem hún kemur þannig fram í fari manns að hann er hæglátur og rólyndur, skiln- ingsríkur og góður hlustandi. Suma gerir hún jafnvel meira að- laðandi. Feimið fólk er yfirleitt ekki ágengt. Það treður sér ekki fram í sviðsljósið heldur lætur það öðr- um það eftir. En í hópi þeirra sem við rann- sökuðum voru þeir fáir sem tíndu til þessa jákvæðu eiginleika feimninnar. Langflestir — eða rúmlega 75% manna á öllum aldri — álitu að feimni væri þeim fjötur um fót, og jafnvel persónulegt vandamál. Kemur þar margt til, m.a. eftirfarandi: Feiminn maður á erfitt með að kynnast ókunnugum, eignast vini eða njóta þess sem aðrir hafa að gefa. Feiminn maður veigrar sér viö að tala máli sínu, láta í Ijós skoð- anir sínar og álit á málefnum. Feiminn maður nýtur ekki rétt- metis meðal annarra. Feimnin aftrar því að hann geti komið fram í sínu rétta Ijósi. Feiminn maður finnur til van- metakenndar. Hann er óhóflega upptekinn af sjálfum sérog kemur það þannig út að hann hirðir minna um aðra og nær ekki sam- bandi við þá. Við höfum ennfremur komist að raun um að feimni veldur því að maður á erfitt með að hugsa skýrt og tala áheyrilega. Feimni getur jafnvel gengið það langt að hún valdi neikvæðum tilfinningum eins og bölsýni, kvíða og einmanaleika. Feiminn maður á í erfiðleikum í samskiptum sínum við sér æðri menn eins og t.d. yfirmann í starfi eða kennara. Það eru minni líkur á því að hann standi á rétti sínum eða láti í Ijós réttmæta gagnrýni, heldur tekur hann því möglunar- laust sem að höndum ber. j einkalífi á feimið fólk líka oft í miklum erfiðleikum. Reynsla þess í kynferðismálum er yfirleitt minni en hinna sem ekki eru feimnir og árangurinn er oft neikvæðari. Einnig höfum við oröið varir við erfiðleika í kynlífi hjóna þar sem annar aðili þjáist af feimni — eða báðir. Og það er ekki óraunsætt að álykta að feimni hafi áhrif á kyn- getu manna. Að komast yfir feimni Það er nauðsynlegt að þeir sem eru feimnir komist yfir það — ekki aðeins vegna þeirra sjálfra heldur og vegna þjóðfélagsins. Ef fólk nær ekki sambandi við aðra, verð- urþað undirílífinu — íviðskiptum, í ást, í daglegu lífi. Sumir eru jafnvel svo feimnir að þeir veigra sér við að leita sér- fræðilegrar aðstoðar þegar með þarf. Þeir hafa ekki hugrekki til þess að taka upp símtóliö og hringja, né geta þeir mætt á stefnumót eða fundi. Margir nýta ekki þá þjónustu sem þjóðfélagið býður, t.d. á sviði félags- og heil- brigðismála, af því að þeir hafa ekki hug til að bera sig eftir henni. Og það undarlega er að margt feimið fólk setur sér svo há mark- mið að óhugsandi er að ná þeim. Því hættir til að ofmeta sjálft sig og afleiðingin er vonbrigði þegar það nær ekki settu marki. Það er nauðsynlegt að sannfæra það um að settu marki verði ekki náð nema í áföngum, og ef það á erfitt með að tjá sig er sviðsvanur skemmti- kraftur ekki rétta fyrirmyndin, heldur einfaldlega sá sem hefur hug til að nota símann til að leita upplýsinga, svo dæmi sé nefnt. Þegar feimni gengur út í slíkar öfgar að fólk forðast samneyti við aðra og einangrast, þá er hún orðin alvarlegt vandamál. Fjöl- margar rannsóknir sem gerðar hafa verið benda eindregið til þess að einstaklingar sem búa við slíka einangrun verði frekar fyrir ýmiss konar sálrænum truflunum sem leiði til bölsýni, ofdrykkju, sálsýki, viðkvæmni gagnvart sjúkdómum, sjálfsmorða og jafnvel ótímabærs dauða. Það er margt sem foreldrar, kennarar og atvinnurekendur geta gert til aó minnka líkurnar á því að fólk finni til feimni. Feimið fólk hefur mikla van- metakennd og óttast neikvæöan dóm ef aðrir kynnast þeim eins og þeir í raun og veru eru. Þess vegna er þaö aö feimið fólk gerir allt eins 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.