Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 54
Verslunin Kópavogur í eigið húsnæði og tvöfalt stærra:
Tók áhættuna
upp á stóraukna verslun
Verslunin Kópavogur að
Hamraborg 6 til 8 áttl mánaðaraf-
mæll í því nýja eigin húsnæði er
FV kom þar vlð um daginn og
rabbaði við Guðmund Jónasson,
eiganda verslunarinnar. Að vísu
var ekki um langan veg að fara
þegar lagerlnn var fluttur í nýju
verslunlna, því áður var hún að
Hamraborg 10 til 12, en þá aðeins
í 380 fermetra rými en nú í 700
fermetrum, þannig að um er að
ræða rösklega tvöföldun á plássi.
Þetta hefur að sjálfsögðu skap-
að svigrúm til aukins vöruúrvals og
þá sérstaklega í kjötvörunni, að
sögn Guðmundar. Þetta hefurhaft
þau áhrif að verslunin hefur stór-
aukist síðan opnað var í nýja hús-
næðinu. Sú aukning er kærkomin
því Guðmundur fjárfesti bæði í
nýju húsi og innréttingum, sem er
mikið stökk frá því að vera í leigu-
húsnæði með eldri innréttingar.
Sagðist hann hafa tekið þessa
áhættu í von um þá söluaukningu,
sem nú virtist ætla að verða að
raunveruleika. Hafði hann haft
hliðsjón af því aö í næsta nágrenni
er með degi hverjum að verða öfl-
ugra verslunarsvæði með þeim
afleiðingum að þangað leita stöð-
Guðmundur hefur starfað vlð verslun-
arrekstur síðan hann var 15 ára.
ugt fleiri, ekki aðeins úr Kópavogi,
heldureinnig úrbyggðunum syðra
og úr Breiðholtinu. Þá taldi hann
sig merkja þá hugarfarsbreytingu
meðal heimamanna að versla sem
mest heimavið í stað þess að leita
lengra, enda væri þeim Ijóst að
með því móti efldu þeir þjónustuna
heimafyrir, sem kæmi þeirn til góða
á mörgum sviðum. Loks gat hann
þess að með tilkomu nýju versl-
unarinnar virtist sér sem dragi úr
því að fólk verslaði nauðsynjavöru
hjá sér alla vikuna en færi svo
undirhelgarog gerði stórinnkaup í
einhverjum stórmarkaönum. Taldi
hann að einmitt það léki hverfa-
verslunina hvað verst þessa dag-
ana.
Annars varverslunin Kópavogur
stofnuð árið 1944 og er því senni-
lega með elstu fyrirtækjum í
Kópavogi. Guðmundur hefur átt
hana í sjö ár og verslaði hann fyrst
að Borgarholtsbraut 6. Sjálfur
hefur hann starfað við verslunar-
rekstur síðan hann var 15 ára og
19 ára hóf hann sinn fyrsta sjálf-
stæða rekstur. Engan bilbug er á
Guðmundi að finna þó hann vinni
að jafnaði a.m.k. 12 tíma á dag, oft
um helgar og þurfi enn að auka
álagið ef eitthvað fer úrskeiðis
svosem vegna veikinda starfs-
fólks. Nú vinna um 20 manns í
versluninni Kópavogi og til að
auðvelda viðskiptavinunum inn-
kaupin verða fjórir til fimm af-
greiðslukassar ígangi þegarmikið
álag er.
Innréttingar í nýju versluninni
eru bæði vandaðar og sérstæðar.
Það var teiknistofan Arco, sem
teiknaði allt innanstokks og tækin
eru keypt hjá Matkaup hf.
Bílahlutasalan Hedd hf:
Þar semja menn um verðið hverju sinni
Að Skemmuvegi 22, fara fram
nokkuð óvenjuleg viðsklpti, sem
einna helst mætti Ifkja við úti-
markað, eða „prúttmarkað" og
eiga kaupendur og seljendur þar í
meiri og líflegri orðaskiptum en
gengur og gerist í almennri versl-
un. Það er fyrirtæklð Hedd hf.,
sem þar rekur bílahlutasölu og
eins og nafnið bendir til, selur
ýmsa hluti úr niðurrlfnum bílum.
Kaupir fyrirtækið bíla til niður-
rifs, helst nýlega bíla, sem hafa
orðið fyrir stóráföllum og trygg-
ingafélög og einstaklingar telja
ekki borga sig að gera upp. Þegar
bílarnir hafa verið rifnir, eru allir
nýtilegir hlutir hirtir og ástand
þeirra reynt eftir föngum svo
væntanlegir kaupendur kaupi ekki
köttinn í sekknum. Það vekur strax
athygli þegar inn er komið, að þar
er þrifalegra en tíðkast hefur hjá
sambærilegum fyrirtækjum. Er
það vegna þess að allir óhreinir
hlutir eru gufuþvegnir bæði f
þrifnaðarskyni og eins til að kaup-
endur geti skoðað þá nánar.
Að sögn Ómars Friðrikssonar,
sem hefur rekið fyrirtækið í hálft
annað ár, er oft ótrúlega mikið eftir
af heilum og nýtanlegum hlutum í
stórskemmdum bílum. Þessi verð-
54