Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 13
Ármann öm: „Gjaldþrot hjá fyrirtækjum í verktakaiðnaði eru ekkert séríslenzkt fyrirbæri. Þetta er áhættusamur iðriaður.1' að loöinni og teygjanlegri skil- greiningu. Erlendis hefur þetta al- mennt verið skilgreint þannig, aö verktakaiðnaður sé starfsemi viö mannvirkjagerö, þar sem beitt sé nútímatækni og nútímastjórnun. Þessi tvö hugtök breytast náttúr- lega stöðugt meö tímanum. Viö getum sagt aö bygging brú- ar yfir Þjórsá skömmu fyrir síöustu aldamót marki upphafið að verk- takastarfsemi í landinu. Þar kom brezkt verktakafyrirtæki við sögu. Fyrstu vegalög í landinu voru samþykkt laust fyrir 1920 og með starfsemi Vegageröarinnar á þeim tíma má segja að merk tímamót hafi oröið í verktakaiðnaði hér. innanlands. Þá var vissulega beitt stjórnun og tækni síns tíma. Við viljum gjarnan leggja áherzlu á hugtakið frjáls verk- takaiðnaður til aðgreiningar frá opinberum umsvifum. Þá er átt við verktakaiðnað einkaaðila. Þátta- skil urðu með lagasetningu um skipan opinberra framkvæmda árið 1970 í ráðherratíð Magnúsar Jónssonar, fjármálaráðherra. Þá fyrst skapaðist grundvöllur fyrir frjálsan verktakaiðnað við opin- berar framkvæmdir. Reykjavíkurborg hafði að vísu boðið verkefni sín út að nokkru áður, bæði byggingarfram- kvæmdir og ekki sízt hitaveitu- framkvæmdir. Lóðaúthlutanir sveitarfélaga hafa líka orðið til að treysta grundvöllinn fyrir frjálsan verk- takaiðnað, og á ég þá við ýmis önnur sveitarfélög en Reykjavík- urborg, t.d. Akureyri. F.V.: — Þú talar um nútíma- tækni og stjórnun. Hvernig standa íslenzku verktakafyrirtækin að vígi í þeim efnum miðað við það, sem gerist hjá sambærilegum fyrirtækjum í nálægum löndum? Ármann Örn: — Það er Ijóst mál, að við stöndum þeim að mörgu leyti að baki. Markaðurinn hér innanlands er lítill og fámenn- ur. Það segir líka sína sögu, að verktakasambönd á hinum Norðurlöndunum telja ekki aldur sinn í áratugum heldur jafnvel í öldum. Það voru dönsk verktakafyrir- tæki, sem byggöu upp allar virkj- anir okkar fram undir 1970 og við erum komnir skemmra á veg í þróuninni en þessi útlendu fyrir- tæki. Mér virðist hins vegar við hlutlausa skoðun, að hjá okkur séu að mörgu leyti duglegri starfsmenn en erlendu fyrirtækin hafa í þjónustu sinni og við erum afskaplega fljótir að tileinka okkur nýjungar og laga okkur að að- stæðum. Við erum vanir að berjast í aðstæðum, þar sem menn í grannlöndunum myndu þegar í stað leggja niður vinnu. Ef við berum okkur saman við nágranna okkar Svía, sem ég þekki nokkuð til, væri sennilega vinnandi innan við hundrað daga á ári í útiframkvæmdum hér á landi, ef þeirra staðlar ættu að gilda. Til skamms tíma hefur ekkert tillit verið tekiö til veðurskilyrða í ís- lenzkum staðli. Þetta var nánast eini evrópski staðallinn þar sem ekki var viðurkennt að veðurfars- skilyrði gætu tafið verk eða breytt forsendum. Nú er það þó komið inn í staðalinn að sé veðurfar áberandi verra en meðallag síð- ustu 30 ára í tilteknum mánuðum, geti það orsakað verktafir. F.V.: — Hvað er að segja um rekstrarlegu þættina, fjármögnun og önnur ytri skilyrði til að reka fyrirtækin á hagkvæman hátt? Hvernig standið þið að þessu leyti samanborið við starfsbræður erlendis? 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.