Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 59
enda leggi þeir minna á sína vöru en þau. Þegar um stærri innkaup er að ræöa er leitað tilþoða, sem skapa viðskiptavininum marga valkosti. Fyrir skemmstu leituðu þeir t.d. til- þoða í þeltavagn undir jarðýtu og er kauþandinn nú að skoða þau fimm tilboð, sem bárust. Telja þeir þessa þjónustu mjög þýðingarmikla í Ijósi þess að hér eru 100 prósent tollar af vinnuvél- um, margfalt hærri en í öllum vestrænum rikjum, svo aldrei er hægt að selja notaða vinnuvél úr landinu, eins og tiðkast annars- staðar eftir eðli verka. Hér veröur að keyra vélarnar alveg út og gefur þá auga leið að varahlutaþörfin er orðin mikil undir það síðasta. Þá er einnig hagkvæmt að geta keypt notaða og ódýra varahluti í úr sér gengnar vélar, sem eftilvill eiga ekki aö notast nema svosem eitt úthald enn, í staö nýrra hluta, sem jafnvel kostuðu á borð við vélina í heild. Auk þessa eru þeir félagar að koma sér upp ýmsum umboðum fyrir vélar og búnað og má þar nefna Edbra palla og sturtur, Power screen malarhörpur, Wibau steypistöðvar og dælur, Turbo lofthreinsa, Onspott sjálfvirkar keðjur fyrir stóra bíla og Pigway skiptifleti fyrir jarðvinnslutæki, svo eitthvað sé nefnt. Þessa dagana standa yfir viðræður við fleiri aðila um umboðsmál hér.— Þótti bíræfni að stofna sérverslun í Kópavogi þá segir Asgeir Jónsson, kaupmaöur. „Það þótti mikil bjartsýni að stofna sérverslun í Kópavogi árið 1965, enda var skóverslunin þá eina sérverslunin í bænum fyrir utan apótekið", sagði Ásgeir Jónsson, eigandi Skóverslunar Kópavogs, er FV heimsótti hann á dögunum. Það kom líka í Ijós að verslunin gekk erfiðlega í fyrstu þar sem lítið var af verslunum í nágrenninu, en eftir að verslana- kjarni tók að myndast fyrir alvöru gjörbreyttist ástandið og nú kem- ur fólk úr byggðum sunnan Kópa- vogs, úr Reykjavík og svo af heimasióð, til að versla í miðbæ Kópavogs. Verslunin er nú á rösklega 120 fermetra gólffleti að Hamraborg 3. Ásgeir gekk ekki reynslulaus inn Svínakjöt Nautakjöt Fol- aldakjöt og Lambakjöt. Góð kjör, betri kjör Kjarakjör Kársnesbraut 93 Sími 41920. Ásgeir Jónsson var brautryðjandi í sérverslun í Kópavogi. á þetta svið því hann vann áöur í 18 ár við skóframleiðslu hjá Feldi. Það var svo þegar það fyrirtæki hætti, að hann stofnaði eigin verslun. Líkt og aðrir skósalar, flytur Ásgeir nær allan skófatnað- inn inn sjálfur því áhættan í skó- heildverslun er svo mikil að enginn heildsali treystir sér til að gera meiriháttar skóinnkaup og liggja með skó á lager. Til þess að velja skó, fer Ásgeir á sýningar erlendis því velja verður af mikilli kostgæfni þar sem langur afgreiðslutími er á skóm frá framleiðendum og því mikilsvert að gera sér grein fyrir hvaða skór verða væntanlega í tísku eftir nokkra mánuði eða jafnvel meira en hálft ár. Um þróun skóframleiðslu segir Ásgeir að sér virðist sem varan sé nú almennt betur unnin en áðurog úrvalið aukist jafnt og þétt með hverju árinu. Fjölbreytnin og 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.