Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 37
innlen^ World Carpet stærsti teppa- framleiðandi í heiminum — Heatset aðferðin mesta bylting í teppaframleiðslu í mörg ár „Hingaðtil hef ég aðeins átt stutta viðdvöl á íslandi, en ég þekki menn, sem hafa stundað laxveiðar hér og líkað vel svo ég get vel hugsað mér að gefa mér betri tíma hér og skoða mig um“, sagði Shaheen Shaheen, forstjóri og aðaleigandi World Carpet, sem er stærsta teppaframleiðslufyrir- tæki í heimi, er FV rabbaði stutt- lega við hann á Reykjavíkurflug- velli er hann kom hér við á einka- þotu sinni á leið sinni á teppasýn- ingu í Evrópu fyrir nokkru. Saga Shaheen er ævintýri líkust. Hann er af arabískum ættum, en fæddur í Bandaríkjunum þar sem faðir hans og föðurbróðir unnu við teppaframleiðslu. Fyrir allmörgum árum var fyrirtækinu skipt upp og tók Shaheen þá við rekstri hluta föður síns og gerði hann að stór- veldi. Þess má geta að föðurbróð- urnum vegnaði ekki eins vel og hefur nýverið hætt sinni fram- leiðslu. Shaheen kom hér við á fjögurra hreyfla Lockheed einka- þotu sinni ásamt eiginkonu, syni, tengdadóttur og barnabarni. Á flugvellinum tók Ómar Kristjánsson, forstjóri Þýsk-ís- lenska hf. á móti honum, enda hefur fyrirtæki hans verið um- boðsaðili fyrir World Carpet á ís- landi í fimm ár með geysigóðum árangri. Reyndar ,,flæða‘' World Carpet teppi um alla Evrópu þessa dagana og hafa skapað mikið umrót í framleiðslu heimamanna. World Carpet er fyrsta bandaríska teppaframleiðslufyrirtækið sem snýr sér í alvöru aö Evrópumark- aðnum og hefur náð mikilli út- breiðslu. Leyndardómurinn á bak við vin- sældirnar er m.a. fólginn í svo- nefndri Heatset aðferð, sem gufu- sýður þráðinn annarsvegar og efnið hinsvegar eftir að þau hafa farið í gegnum vefstólinn þannig að efnið öðlast m.a. þá eiginleika að bælast ekki og hrindir vel frá sér óhreinindum auk þess sem það brennur ekki og er í háum gæðaflokki. Þetta er dýr vinnsla því hver Heatset vél, sem bætt er við venjulega framleiðslulínu kost- ar 7 milljónir dollara. Alls rekur Shaheen fimm verk- smiðjur í Bandaríkjunum með aðalstöðvar í Dalton í Georgíu þar sem stærsta verksmiðjan er. Hún er undir einu þaki og er nálega 20 sinnum stærri en Álverið í Straumsvík. í grennd verksmiðj- unnar hafa starfsmenn 50 hektara lands til afnota og eru þar golf- vellir, sundlaugar, veitingastaðir o.fl. Vegna mikillar sjálfvirkni í verksmiðjunum eru starfsmenn þó ekki nema þrjú til fjögur þúsund. Lágmarkslager í verksmiðjunum er 50 þúsund rúllur og er hver þeirra um 100 fermetrar. ,,Það var á teppasýningu er- lendis að glöggur vinur minn frá Sauðárkróki benti mér á þessa vöru og hafði mikla trú á henni en ég hafði í fyrstu heldur minni trú á viðskiptunum af fyrri reynslu af stórfyrirtækjum, sem afgreiða helst ekki nema stórar pantanir frá sér. Það þurfti því nokkuð áræði til að panta fyrstu 50 til 60 rúllurnar, en nú fæ ég ámóta skammt með nánast hverju skipi, sem hingað kemur frá Bandaríkjunum", segir Ómar. Líkir hann Heatset aðferð- inni vió kvartz byltinguna í úra- framleiðslunni, og sér nú ekki eftir áhættunni við fyrstu sendinguna. Þess má að lokum geta að Sha- heen virðist hafa tekið ástfóstri við ísland þvi þrátt fyrir að Ómar sé fulltrúi eins minnsta markaðarins hefur Shaheen mikil bein sam- skipti við Ómar, af öllum sínum stóru umboðsmönnum og hittir hann alltaf þegar leiðir þeirra liggja um sömu slóðir. Shaheen Shaheen og Ómar Kristjánsson við einkaþotu Shaheens á Reykja- vfkurflugvelli. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.