Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 11
V Smiðjuvegur E 30-44 „Villigötur“ í Kópavogi Nafngiftarmenn í Kópavogi virðast heldur ófrjóir því þeir brugðu á það ráð aö skýra allar göturnar í iðnaðar- og verslunarhverfinu austast í bænum aðeins tveim nöfn- um, Skemmuvegur og Smiðjuvegur. Síðan koma hinar flóknustu merkingar út frá tveim aðalæðunum og um þverbak keyrir þegar tvær götur með sama nafni og númerum liggja að sama húsinu, allt eftir því hvort þú ætlar á efri eða neðri hæð- ina. Mikil umferð er um hverfið á virkum dögum en eigendur fyrirtækja þar telja aö helmingur hennar séu rammvilltir aðkomumenn að ráfa um hverfið í von um að heillastjarna vísi þeim á rétt hús. Annað raunhæfara sé ekki fyrir hendi. Mikið er um að þessir ..villingar'' gefist upp á hringsólinu og leiti aðstoðar í næsta fyrirtæki í von um tilsögn og koma þar nokkrir slíkir í hvert fyrirtæki daglega. Kveður svo rammt að þessum vandræðum að iðn- og verslunarrekendur á svæðinu eru að hugleiða að bindast samtökum og knýja á um að bæjaryfirvöld merki hverfið á skynsamari hátt og vilja þeir þá bjóðast til að leggja fram gatnanöfn, ef skortur þeirra er undirrót vandræðanna. Dagblaðið hverfur Þegar samningur var gerður um samruna Dagblaðsins og Vísis á dögunum kom nafngift hins nýja blaðs m.a. til álita. Til að freista þess að styggja hvorki kaupendur Vísis né Dagblaösins var gripið til þess ráðs að skýra barnið -Dagblaðið og Vísir'. Voru flnenn samt sammála um að það væri heldur óþjálft og var því samþykkt að eftir sex mánaða útgáfu skyldi nafninu breytt í kyrr- þey yfir í dagblaðið Vísir, eins og Vísir hét raunar fyrir samrunann. Meö því lýkur kapítula Dagblaðsins sem slíks og um leiö og þessi breyting verður gerð kann svo að fara að ekki verði heldur pláss fyrir ..frjálst og óháð," svona útlitsins vegna, eins og það verður væntanlega orðaö. verið var farið að bjóða þessum farþegum uppá að samþykkja vixla til Flugleiða fyrir heimferðinni til að komast heim aftur, og síðan verður það þeirra höfuð- verkur að innheimta þá fjár- hæð hjá Iscargo. En þegar þar að kemur þýðir ekki fyrir þá að leita til söluskrifstofu Iscargo í Austurstræti, þar sem þeir keyptu miðana, þvi henni hefur verið lokað. Heldur verða þeir að leita til höfuðstöðva Iscargo í skúrnum við Reykjavíkur- flugvöll. Hnígandi sól Jónasar Kris- tjánssonar Ýmsum þykir sem sól Jón- asar Kristjánssonar, Dag- blaðsritstjóra, hafi heldur betur hnigið við sameiningu síðdegisblaðanna. Þegar Dagblaðið fæddist gerðu þeir Sveinn R. Eyjólfsson og Jónas með sér þann sam- starfssamning að Jónas yrði einráður um stefnumótun og öll málefni ritstjórnarinn- ar. Hélt Jónas dyggilega um þau völd og gætti þess að Sveinn ræki ekki puttana í hans mál. En nú hefur Jónas glatað hvorki meira né minna en 75% útgáfuráðs því með tilkomu útgáfuráðs hins nýja blaðs, eiga fjórir menn jafn sterkan at- kvæðisrétt: Sveinn, Jónas, Ellert og Hörður. Engin mál ritstjórnar má nú afgreiða nema með samþykki meiri- hluta útgáfuráðsins og velta menn nú fyrir sér hvað hafi orðið til þess að Jónas féllst á að afhenda Herði, Heklu, Ford og öllum hinum Ijótu köllunum völd sín á silfur- fati. — 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.