Frjáls verslun - 01.11.1981, Blaðsíða 31
Skipulag orkuframleiðslu
Víkjum nú að skipulagi raforku-
framleiðslunnar. Við höfum í fyrsta
lagi Landsvirkjun, sem er stærst á
heildsölusviðinu, og þar má segja
að reynt hafi verið að mynda
ákveðnar reglur um arðgjöf, sbr.
samninga við Alþjóðabankann,
eins og fram hefur komið. Þá höf-
um við Rafmagnsveitur ríkisins,
sem í reynd hefur verið gert að
standa í ýmsum félagslegum fjár-
festingum. Ein tegund skipulags
sem er tiltölulega ný er Orkubú
Vestfjarða, bæði að því leyti að
það er svæðisfyrirtæki og eins það
að þar er nær öll orkuöflun á
svæðinu á einni hendi, bæði raf-
orka og heitt vatn. Þessi hugmynd
gæti einnig komið upp, ef Hitaveita
Reykjavíkur færi að virkja á Nesja-
völlum og framleiða bæði heitt
vatn og raforku. í Noregi fá Stats-
kraftverken sín lán með ákveðnum
vöxtum, þ.e.a.s. þeim vöxtum sem
norska ríkið tekur lán á, og síðan
er halli (sem er í reynd) greiddur
beint úr ríkissjóði. Þá dreymir
reyndar um að fá meira sjálfræði.
Verðákvörðunarreglur og
samningar um orkusölu
Þá komum við að því hvaöa
ákvörðunarreglum ætti að beita í
sambandi við verðlagningu. Inn í
þetta blandast ríkisaf skipti af
verðlagningu til neytenda og stór-
iðju, svo og félagslegar fjárfest-
ingar, en þær hafa ekki verið
færðar sérstaklega. Ég vil varpa
fram þeirri hugmynd, hvort sú
samningsgerð og þær verð-
ákvörðunarreglur, sem við höfum
búið við, séu ekki úreltar. Lítum
fyrst á stóriðjuna. Gerðir hafa verið
sérstakir samningar við álverk-
smiðjuna í Straumsvík og járn-
blendiverksmiðjuna á Grundar-
tanga og samnngarnir lagðir fyrir
Alþingi. Þetta var eðlilegt þar sem
um frumraun var að ræða, en
óhentug aðferð, þegar til lengdar
lætur. Það mundi minnka tor-
tryggni neytenda og fyrirtækja ef
sett væri almenn löggjöf um hvaða
skatta slík fyrirtæki ættu að greiða
og síöan semdu þau fyrirtæki, sem
seldu orkuna, beint sjálf við kaup-
endur. Við þekkjum öll þá tog-
streitu, sem verið hefur um það,
hvort stóriðjan eða neytendur hafa
orðið að bera hallann af raforku-
verði til stóriðju eða ekki. Sumpart
er þetta skattalegt spursmál, því
ég geri t.d. ráð fyrir að Alusuisse
hafi verið nákvæmlega sama,
hvort þeir greiddu tiltölulega meira
í raforkuverði en framleiðslugjaldi.
í öðru lagi veldur þetta togstreitu
gagnvart öðrum fyrirtækjum í
landinu. Þau líta náttúrulega á,
hvaða skattareglur gilda um þessi
stóriðjufyrirtæki, og það verður að
sjá til þess að allir sitji við sama
borð í þeim efnum. Eins gagnvart
ríkisvaldinu sjálfu, tel ég heppileg-
ast að orkusölufyrirtækjum í þess
eigu sé gert að skila ákveðnum
vöxtum af því fé, sem það leggur
fram. Þar með er sjálfsákvörð-
unarvald þessara fyrirtækja aukið
og ég held að það sé ákaflega lítil
hætta á því að ágóðinn fari að
vaxa upp úr öllu valdi, enda er
fyrirtæki eins og Landsvirkjun eign
ríkis og sveitarfélags.
En við hvað eiga fyrirtækin að
miða í verðlagningu raforkunnar? í
því sambandi skiptir viðbótar-
kostnaður eða jaðarkostnaður til
langs tíma, þ.e.a.s. einingarkostn-
aður af nýjustu virkjunum, mestu
máli. Þá má spyrja, hvað á að gera
við þær gömlu? Á að reikna verðið
frá þeim á svipaðan hátt? Einhvern
veginn verða nú fyrirtækin að ná
sér í eigið fé til þess að geta lagt
eitthvað fram. En spurningin sýnir
að grunnurinn sem reikna á arð-
semina af skiptir ekki síður máli en
sjálf hlutfallstalan. Virðist vart unnt
að tala um virka innlenda orku-
stefnu, ef fyrirtækin fá ekki að
byggja sig upp af eigin fé, en verða
að treysta á útlent fjármagn. Mér
skilst að hjá Landsvirkjun séu nú
5% eigið fjárframlag í nýjum virkj-
unum mlðað við fyrirætlun um
25%. Ég ætla aðeins að víkja að
nokkrum atriðum, sem komu hértil
umræðu í gær. Eitt af því er, hvort
taka ætti Kröflu og Byggðalínu inn
í raforkuverðið eða skattleggja
fyrir því sérstaklega. Við því er
ekkert einfalt svar. Ég fjallaði ein-
mitt um það fyrir 9 árum síðan,
hvaöa samband væri milli skatta,
verðlagningu og velferðar.
Endanlega svarið við því, hvort sé
betra frá velferðarsjónarmiði
skattur eða hærra orkuverð fer
eftir því hvaða skattur er lagöur á.
Ef við værum með hlutfallslegan
tekjuskatt, kæmi það sennilega
svipað út því að orkunotkun er það
almenn. Það var rætt svolítið um
orkuskortinn. Það hlýtur að vera
svo, að öryggi kostar fé, eins og
kom fram. Má kannski taka dæmi
af því, að það þyrfti stóran flota ef
við ættum að geta fengið leigubíl
með mínútu fyrirvara á gamlárs-
kvöld. Svo eru það reiknivextirnir,
sem var vikið að hér áðan. Öfga-
dæmið í því er að afneita öllum
vöxtum eins og Rússar gerðu á
sínum tíma og byggðu mikil vatns-
orkuver, sem þýddu mikla um-
framfjárfestingu. Þetta var greini-
leg vitleysa, þó ekki væri nema
þess vegna, að það er dýrt að vera
með ónotaðar birgðir. Auk þess
verða alltaf einhverjar tæknifrma-
farir í byggingu og frestun verður
oft til þess að framkvæmdir verða
ódýrari. Neðri mörk reiknivaxta
hljóta að vera, eins og ég var að
víkja að áðan, hvað fjármagnið
gefur af sér í öðrum framkvæmd-
um, þ.e.a.s. fórnarkostnaðurinn.
Ef ég tek saman helstu atriði sem
ég vildi koma á framfæri, eru þau
þessi.
1. Feluleikur í verðlagningu á
vöru og þjónustu eða í vaxta-
málum gengur ekki til lengdar.
2. Ákveðnari reglur um verðlagn-
ingu á orkunni eru nauðsyn-
legar samfara auknu sjálfræði
fyrirtækjanna. Þeim verði gert
að skila tilteknum vöxtum af
framlögðu fé eignaraðila eða
þá tiltekinni hámarksarðsemi
og reglur settar um hvernig hún
skuli reiknuð.
3. Sérstök löggjöf verði sett um
stóriðju að því er varðar skatt-
lagningu, eignaraðild o.fl., en
orkuseljandi (Landsvirkjun)
semji síðan beint við orku-
kaupanda. Bein afskipti stjórn-
málamanna eru ekki nauðsyn-
leg og stundum bæði þeim og
fyrirtækjunum til trafala.
4. Taka þarf ákvörðun um hvernig
skuli standa straum af kostnaði
af þeim fjárfestingum sem nú
standa utan við rekstur, þ.e.
byggðalínu og Kröflu. Miklu
máli skiptir að leið verði fundin
sem ekki eykur togstreituna
milli borgarog byggða.
Ég vona að lokum að í allri þeirri
talnaleikfimi, sem ástunduð hefur
verið upþ á síðkastið, berum við
gæfu til að koma niður á fæturna.
31