Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 9
frá Asíu fyrri hluta ársins
eóa um 10% frá því í fyrra,
en því hafði verið spáð að
samdráttur yröi á flutning-
unum. Fyrirtækiö á þó enn í
erfiðleikum í Hong Kong,
Þar sem verulega hefur
dregið úr flutningum vegna
takmarkana, sem settar
hafa verið á flutninga ann-
arra flugfélaga en Cathay
Pacific og Lufthansa, en
þau hafa samstarf um frak-
flug til Evrópu.
brír glæsilegir veitinga
staöir í einum
í Húsi verslunarinnar viö
Kringlumýrarbraut er nú
t>úið að opna þrjá glæsilega
veitingastaði sem reknir eru
undir samheitinu Veitinga-
höllin, Það er hinn kunni
veitingamaður úr Múlakaffi,
Stefán Ólafsson, sem þarna
hefur staðið myndarlega að
verki því staðir þessir eru
allirframúrskarandi.
sælsson. Opið er í hádeginu
kl. 12—14.30 og á kvöldin
kl. 19—23.30.
Auk alls þessa er svo eitt
fullkomnasta og stærsta
eldhús landsins, þar sem
annast er um útsendingar á
mat til ýmissa fyrirtækja og
stofnana. Þetta er starfsemi
sem áður var til húsa í
Múlakaffi um árabil. Þarna
Annars vegar er um að
ræða 100 manna veitinga-
stað meö hálfri þjónustu.
(Svipað og í Lauga-ási og
Pottinum og pönnunni.) Þar
er opið frá kl. 8 á morgnana
til 23.30 og boðið upp á
matar- og kaffiveitingar. I
hádegi og á kvöldin er um
að velja 5—7 rétti, fyrir utan
súpu og glæsilegan salat-
bar, sem hvort tveggja er
innifalið. Lögð er áhersla á
9óöan og heimilislegan mat
á sanngjörnu verði. Þarna
eru einnig vínveitingar.
Inn af þessum sal er svo
annar sem tekur um 50
manns í sæti. Hér er um að
ræða klassískan, fínni veit-
ingastað þar sem þjónað er
til borðs. Sér eldhús er fyrir
þennan stað og mikið lagt
UPP úr góöri og glæsilegri
matargerð. Þarna stjórna
þeir Jón Þór Einarsson og
Bragi Agnarsson matseld-
inni, en þjónar eru Hörður
Haraldsson og Óskar Ár-
er eldað ofan í 6—700
manns daglega og getur sú
tala stundum farið upp í
1000.
Veitingahöllin er sérlega
smekklega hönnuð en um
útlit sá Helgi Hjálmarsson
arkitekt. Svissneskir hönn-
uðir höfðu hönd í bagga
meö uppsetningu eldhús-
anna og eru flest tæki keypt
frá Sviss. Starfsfólk telur
samtals um 40 manns, þar af
10 matsveina, en yfirmat-
sveinn er Diðrik Ólafsson.
Framkvæmdastjóri er
Jóhannes Stefánsson.
Frá því að staðir þessir
opnuðu á 17. júní hefur að-
sókn verið mjög góð. Fólk
virðist sækja alls staðar að í
heimilismatinn í hádeginu
enda liggur Veitingahöllin
mjög vel við fyrir fólk úr öll-
um áttum. Aðkeyrslur að
Húsi verslunarinnar eru nú
orðnar þrjár og bílastæði
yfirleitt næg.
Míkró flytur og færir út kvíarnar
Míkró hf. var stofnað fyrir
2 árum af þeim Eggert
Glaessen og Ágústi Guð-
mundssyni og hefur nú flutt
aðsetur sitt í nýtt og glæsi-
legt húsnæði í Síðumúla 6.
Frá upphafi hefur fyrir-
tækið lagt höfuðáherslu á
innflutning jaóartækja fyrir
tölvur, svo sem tölvuprent-
ara, skjái o.fl.
Míkró hf. hefur náð mjög
góðum samningum vió er-
lenda samningsaöila og
með magninnkaupum tekist
að lækka verð á tölvuprent-
urum um 40%. Tölvuprent-
arar þeir sem Míkró hf. selur
hafa undanfarin 2 ár verið
þeir mest seldu á islandi.
Mikið hefur verið um fyrir-
spurnir frá IBM notendum
um skjái og prentara, sem
hægt er að nota við IBM
2378 og System 34/38, og
sýnir það hve þörfin er brýn
fyrir þessa þjónustu. Und-
anfarið ár hefur verið unnið
markvisst að þeim undir-
búningi.
Meðal nýjunga hjá fyrir-
tækinu eru tölvuskjáir
þ.á.m. VT-100 og VT-102
skjáir, sem eru verulega
ódýrari en aðrir sambæri-
legir, auk þess að hafa
stærri sjá og mun betra lyk-
ilborð.
Míkró hf. sér um uppsetn-
ingu þeirra tækja sem það
selur og býður upp á við-
haldssamninga. Frá upphafi
hefur fyrirtækið kappkostað
að veita viðskiptavinum sín-
um sem besta þjónustu.
Istak auglýsir hjá Aröbum
Meðfylgjandi heilsíðuaug-
lýsingu frá verktakafyrir-
tækinu fstaki rákumst við á í
nýlegu hefti af World Arab
Trade. Blaðið er þekkt í Ar-
abaheiminum og skrifað á
arabísku. íslensk fyrirtæki
hafa nokkrum sinnum reynt
að komast inn á markaði í
olíuauðugum Arabaríkjum
meö misjöfnum árangri.
Skemmst er að minnast til-
rauna Véltækni h.f., sem um
skeið var undirverktaki við
lagningu kantsteina í Saudi
Arabíu. Fyrirtækið náði ekki
nægilega góðum árangri og
dró sig í hlé. Þá tóku fjöl-
mörg íslensk fyrirtæki þátt í
matvælasýningu í Bahrain
fyrir um tveimur árum síöan
en ekki er vitað til þess aö
nokkur árangur hafi orðið af
því átaki.
9