Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 22
Kreppa — peningaleysi — vanskil
Auglýsingar um nauö-
ungaruppboð á fasteign-
um eru daglegt brauð, í
þess orðs fyllstu merk-
ingu, en um þessar
mundir og undanfarna
mánuði hafa þær fyllt
síðu eftir síðu í Lögbirt-
ingarblaðinu og dagblöð-
um. Ástæðan er peninga-
leysi almennings og van-
skil einkum vegna þess
að verðtrygging er að
leggjast með fullum
þunga á lántakendur á
sama tíma og kaupmáttur
launa hefur minnkað.
Nú eru þessi mál aö komast á
alvarlegra stig en áður hefur
þekkst þar sem í mörgum til-
vikum verður ekki um frekari
frest að ræöa og selja verður
ofan af fólki. Spurningin er
hvort það verða bankar og líf-
eyrissjóöir sem munu sitja uppi
með fasteignir í stórum stíl eóa
að fjármálamenn muni komast
yfir fjölda íbúða fyrir lítió, en sú
hætta er alltaf fyrir hendi aó
fólk fái einungis hálfvirði fyrir
Nauðungaruppboð
— ef til vill fer nú a
Vanskil einstaklinga og fyrirtí
íbúðir og hús sem seld eru við
hamarshögg.
Ekkert virðist benda til aö um
neinar aðgeröir verði að ræða
af hálfu hins opinbera enda er
erfitt aó koma slíku viö þannig
að eitthvert réttlæti sé í, yfirleitt
hafa slíkar aðgerðir beinst að
því að hegna því fólki sem
hingað til hefur kallast bjarg-
álna.
Lögfræðingar sem annast
innheimtu eru ekki öfunds-
verðir þessa stundina frekar en
yfirleitt, þó eru innan um og
samanvið lögmenn sem þekktir
eru fyrir aðgangshörku og
stífni, en engir þessara inn-
heimtumanna ná miklu upp í
kröfur þessa dagana. Margir
þeirra sem nú þurfa að búa vió
það álag sem yfirvofandi
nauöungaruppboöi fylgir eiga í
erfiðleikum vegna tauga-
spennu og víóa kemur þetta
niður á fjölskyldulífi.
Þótt viðurkennt sé aó nauð-
ungaruppboð sé og eigi aó
vera síðasti kosturinn og
reyndar skuli samningar aó
eins miklu leyti og unnt er, eru
því skiljanlega takmörk sett
hvað oft síðasta uppboói
verður frestað þegar greiðslur
ná ekki dráttarvöxtum. Það
virðist vera að koma í Ijós að sú
húsnæðisstefna sem hérlendis
hefur tíðkast, að sem flestir eigi
sitt húsnæði í stað þess að
leigja, geti orsakað algjört
öngþveiti þegar slær í bak-
seglið í efnahagslífi þjóðarinn-
ar.
Reynslusaga úratvinnulífinu: MÍSSt
Við ræddum við mann
sem hefur lent í því að missa
eigur á uppboði, nafn hans
skiptir ekki máli, en hvaö
segir hann um sína reynslu?
— Hvað kom til að þú
lentir í þessum peninga-
erfiðleikum?
,,Það var nú svona eins og
gerist og gengur, við höfð-
um unnið saman tveir viö
húsbyggingar í langan tíma
og maóur hafði gert það
nokkuð gott með því aö
vinna eins og brjálæðingur,
— átti eigið hús og tvo bíla
eins og gengur. En við vor-
um farnir að þreytast á úti-
vinnunni, enda endast engir
í henni lengi án þess aö fara
meó sig og einnig spilaði
það inní að erfió veðrátta
einn veturinn gerði þetta
alltof stopult og ótryggt. Við
ákváðum því að setja upp
litla trésmiðju og framleiða
ýmsa tréhluta til bygginga.
Ég hugsa að þetta smáiðn-
aðarkjaftæói í pólitíkus-
unum hafi villt okkur sýn, við
héldum aö þetta væri hægt,
við áttum okkar hús og bíla
en ekkert meir. Til þess að
,,starta“ fyrirtækinu fengum
viö engin önnur lán en stutt
vaxtaaukalán, en við þurft-
um að kaupa vélar og koma
þessu af stað. Strax á því
stiginu áttum vió að hætta