Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 16
HAGKRONIKA vaxtamismunur 3.5—4% að engu. Þannig virðist lántaka í DEM vera alláhættusöm nú um stundir. Raunvextir, fjárfestingar og hagvöxtur Almennt er talið að vextir á langtímalánum séu einn helsti áhrifavaldur um fjár- festingar og nýja fjármuna- myndun (ásamt verðbólgu, arðsemi, nýtingarstigi fram- leiðslugetu og væntingum). Sérstaklega er álitið, að þetta eigi við um framkvæmdir, sem kallaðar eru vaxtavið- kvæmar (þ.e. eru viðkvæmar fyrir hækkunum eða lækk- unum vaxta), svo sem íbúða- húsabyggingar. Sé litið á feril vaxta á lang- tímalánum í helstu iðnaðar- löndum, sést að vextir fóru stöðugt vaxandi frá árinu 1978 fram á mitt ár 1982, en tóku þá að lækka. En sam- tímis dró líka úr verðbólg- unni og það að tiltölu meira en nam vaxtalækkuninni, þannig að raunvextir (nafn- vextir - verðbólga) hafa farið mjög hækkandi. Árið 1978 stóðu raunvextir í helstu OECD löndunum í O- punkti en eru nú í tæpum 4%. Raunvextir hafa þó á tímabili verið mun hærri, sérstaklega 1981 og 1982, en þá lágu raunvextir í um og yfir 6%. Það er álit margra efna- hagssérfræðinga, að hér sé einmitt í háum raunvöxtum að leita skýringa á því, hve lítill gangur er í nýjum fjár- festingum, en ný fjármuna- myndun er almennt talin vera grundvöllur raunverulegs efnahagsbata og stöðugs og mikils hagvaxtar. Því er það verulegt áhyggjuefni, ef raunvextir taka ekki að lækka á næstunni. Vendipunktur verðbólgunnar Verðbólgan hefur nú náð hámarki sínu, og tekur nú ört að minnka. Samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar taldist verðbólgan þá vera 103% m.v. tímabilið frá ágúst 1982 til ágúst 1983, en það er algert íslandsmet. Með þessu var þó komið að vendipunktinum og er nú dýrtíðin á hröðu undanhaldi. Verð- bólgan í september mældist 88% m.v. seinustu 12 mánuði, og 55% ef miðað er við verðlagshækkanir seinustu þriggja mán- aða, færðar til 12 mánaða verðbólgu. Því er spáð, að verðlag í október muni aðeins hækkað um 2—2,5%. Þetta þýðir að verðbólguhraðinn (þ.e. seinasta mánaðarbreyting færð til 12 mánaðabreytingar), sé tæplega 30% (sjá Hagtölur). Af þessu sést að verðbólgan er á mikilli niðurleið, burtséð frá því hvernig hún er mæld. Er því augljóst, að stefna ríkisstjórnarinnar hefur borið árangur og er með þessu miklum áfanga náð. Eitt skal þó tekið fram, að þessum mikla áfanga verður þvi aðeins viðhaldið, að gegninu verði haldið stöðugu og að launþegasamtökin sýni fullan samstarfsvilja og að ekki komi til neinna verulegra kauphækkana á næstu mánuðum. Aukin fram- leiðsla iðnaðar á 2. árs- fjórðungi Helstu niðurstöður Hag- sveifluvogar iðnaðarins á 2. ársfj. 1983 eru þessar: 1. Aukin framleiðsla al- menns iðnaðar þ.e. að áliðnaði undanskildum. 2. Söluaukning. 3. Minni birgðir. 4. Betri nýting afkastagetu og fleiri starfsmenn. J Spá um áfrar vaxandi iöna Jl Hvað varðar næstu framtíð er spáð: 1. Aukin framleiðsla og sala næstu 3 mánuði. 2. Óbreyttur starfsmanna- fjöldi. Þessar niðurstöður og túlkun þeirra benda ótvírætt til, að rekstrarstaða íslensks iðnaðar hafi verið bærileg seinustu mánuðina, allavega hvað varðar framleiðslu og sölu og bjart sé framundan. Segir þar auðvitað til sín að á II. ársfjórðungi í ár var raungengi krónunnar óvenju lágt, og því samkeppnis- staða ísl. iðnaðar að tiltölu sterk. En forvitnilegt verður að sjá niðurstöður úr hag- sveifluvog III. ársfjórðungs, 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.