Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 53
KKKING ER GOD
FJARFESTING
SÍMENNTUN í ÞÁGU
ATVINNULÍFSINS
Stjórnunarfélag íslands hefur í rúma tvo
áratugi verið brautryðjandi í stjórnunar-
fræðslumálum á íslandi. Á hverjum vetri
býður félagið fjölda námskeiða, inn-
lendra sem erlendra, auk þess að skipu-
leggja námsstefnur, ráðstefnur og sýn-
ingar.
Öll er þessi starfsemi miðuð við það að
gera þátttakendum atvinnulífsins það
kleift að viðhalda þekkingu sinni og
kynna sér nýjar hugmyndir um stjórnun
og rekstur. Um þessar mundir er að hcfj-
ast starfsemi Stjórnunarfélagsins á þess-
um vetri. Boðið er upp á fjölbreytt úrval
fræðsluefnis, eins og greint er frá hér að
neðan.
ERLEND NÁMSKEID
Erlendu námskeiðin liafa notið sívaxandi
vinsælda, og verða um 15 slík námskeið á
dagskránni í vetur. Námskeið þessi verða
fjölbreytt að efninu til, og munu taka fyrir
málefni eins og tímastjórnun, streitu, gjald-
eyrismál, erlend markaðsmál, samninga-
tækni, tölvumál, og stefnumótun.
Reynt er að vanda val á námskeiðum
þessum og nýtur Stjómunarfélagið |rar
góðs af |rví trausti sem það nýtur á er-
lendum vettvangi.
ALMENN NÁMSKEIÐ:
Almenn innlend námskeið liafa í gegnum
árin verið kjarninn í starfsemi Stjórnunar-
félags íslands. I lér er boðið upp á alliliða
fræðsiu fyrir almenna starfsmenn jafnt
sem stjórnendur og lögð er áliersla á að
nýta þekkingu íslenskra kennara og miðla
henni til þátttakenda. Undir þennan mála-
flokk falla meðal annars námskeið sem
fjalla um fjármál og fjármögnun, áætlana-
gerð, arðsemismat, skipulag verkáætlana,
sölumennsku og markaðsmál, almenn
stjórnunarnámskeið, námskeið um inn-
kaupa- og skrifstofustjórn, flutningaskipu-
lagningu, bókfærslu, gerð tollskjala, gerð
enskra viðskiptabréfa og fleira.
TÖLVUNÁMSKEID
Stjórnunarfélagið hefur nú um eins og
liálfs árs skeið iroðið upp á tölvunámskeið
sem hluta af námskeiðaframboði félags-
ins. Þessi námskeið hafa notið mikilla vin-
sa'lda og hefur framboð |x-irra nú verið
stóraukið. Að þessu sinni verður boðið
upp á byrjenda- og framhaldsnámskeið í
almennum tölvufræðum og ennfremur
verður boðið upp á notendanámskeið í
Basic, almennri forritun. Visicalc og Multi-
plan, þámskeið um liókltald tnt'ð smátölv-
um, notkun gagnabanka, námskeið um
rekstr aröryggi tölvukerfa, um skipulagn-
ingu tölvuvæðingar, ritvinnslu og DBASE
II.
NÁMSTEFNUR OG
ÖNNUR STARFSEMI
A dagskrá félagsins hefur að jafnaði verið
auk námskeiða, ráðstefnur. i ár verður
boðið upp á námstefnu um Skrifstofu fram-
tíðarinnar auk tölvusýningar undir sama
heili í samvinnu við Skýrslutæknifélag ís-
lands, spástefna félagsins verður haldin í
desember og í undirbúningi er námstefna
um gerð ársreikninga. Jafnframt þessu er
á dagskrá félagsins veiting ársskýrsluverð-
launa fyrir lrestu ársskýrslu ársins 1982.
NÁMSEININGAR
í fyrsta skipti verða nú veittar námsein-
ingar á öllum námskeiðum Stjórnunarfé-
lags íslands. Markmiðið með námsein-
ingunr er að þátttakendur geti nú safnað
.punktunr og |xtr með liaft betri yfirsýn yfir
þau námskeið og þá menntun sem það
hefur lilotið á námskeiðum félagsins.
Námseiningarnar auðvelda einnig mjög
allt mat á hæfni og magni þeirrar mennt-
unar sem hlotist hefur.
ENDURMENNTUN
Stjórnunarfélagið hefur gert samkomulag
bæði við Verslunarmannafélag Reykja-
víkur og Starfsmannafélag ríkisstofnana
þess eðlis að félagsmenn þessara félaga
geta sótt um styrk til setu á námskeiðum
félagsins.Nánari upplýsingarumfjárhæð
og þau námskeið sem styrkt eru, eru
veittar á skrifstofum viðkomandi félaga.
Allar nánari upplýsingar um tegundir og
dagsetningu námskeiða eru veittar á
skrifstofu félagsins í síma 82930.
Vakning á sér nú stað um að huga betur
að endurhæfingu og endurmenntun. Örar
jrjóöfélagsbreytingar og ný atvinnutæki-
færi sem skapast við þær veita ný tæki-
færi, sem ekki er hægt að horfa fram hjá.
Jk STJÚRNUNARFÉIAG ÍSIANDS