Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Page 34

Frjáls verslun - 01.04.1983, Page 34
Texti: Jóhanna Birgisdóttir bygging og búnaður VR hæðin þykir bera af Hús verslunarinnar er víst bygging sem ekki fer fram hjá neinun er leiö á um höfuö- borgina. svo myndarlega sem þaö er risið upp á einar 14 hæðir í Kringlumýrinni. Stór hluti þess hefur nú verið tekinn í notkun. þó enn sé mörgu ólokið og mörg fyrirtæki og fé- lög hafa þegar komið sér myndarlega fyrir innan veggja þess. Eitt þeirra er Verslunar- mannafélag Reykjavíkur. VR er eigandi tveggja hæöa íhúsinu. þeirra sjöundu og áttundu. Á neðri hæðinni eru skrifstofur félagsins. en sú efri er notuð til funda- og námskeiðahalds. Því hafði ekki óvíða verið gaukað að okkur hér hjá Frjálsri versl- un. að sérlega smekklega og skemmtilega hefði tekist til viö aó innrétta húsnæöi félagsins og það án þess að svo mjög kæmi við pyngjuna. Þótti því upplagt að beiðast heimsóknar hjá félaginu í því skyni að reyna í máli og myndum að lýsa þessum fallegu skrifstofum. Var slíkt auósótt og til fylgdar fengum viö Pétur B. Lúthers- son. arkitekt sem sá um útlits- hönnun. Magnús L. Sveinsson, formann VR og Svein R. Skúlason. skrifstofustjóra. S'HPPW ~ .... 5 (l 110 -K > pfjl! :Eir |þ f// p f: r 'V>'> • • htá Skilrúm eru úr spónaplötum og klædd sandsteini. Þau eru höfð frekar lág til að halda opnu inn eftir skrifstofunni. í skilrúmunum er meðal annars fata- hengjum og öðrum hirslum komið haganlega fyrir. Sveinn Skúlason, skrifstofustjóri, Magnús L. Sveinsson, formaður VR og Pétur B. Lútersson, arkitekt líta hér yfir teikningarnar. Hlýlegur og notalegur blær Það sem einkennir skrifstof- urnar fyrst og fremst er hlýleg- ur og notalegur blær sem hvílir yfir öllu. Birta er mikil og ara- grúi af blómum. En gefum Pétri Lútherssyni oróið: 34

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.