Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 52
Hótel Loftleiðir reist á mettíma. Þorvaldur í Síld og fisk mótaði gerð þess hótels og sá um rekstur þess í upphafi. Hér er Þorvaldur að því verki loknu. Hann situr þarna við skrifborð blaðafulltrúa Loftleiða á þeim tíma, borð Sigurðar Magnús- sonar. „Ég kunni aldrei við mig við skrifborð og hafði ekkert slíkt meðan ég sá um reksturinn. Ég var því látinn setjast við borð Sigurðar meðan myndin var tekin,“ sagði Þorvaldur. og var gefinn út af Gunnari Jó- hannssyni alþm. frá Siglufirði. Ég var oftast söluhæstur, enda mikið á sig leggjandi til að ná því marki, því Gunnar hafði aukaverðlaun eftir hverja viku. Sölukóngurinn fékk 5 krónu aukaverðlaun. Það munaði um minna. Með aurana fór ég til mömmu, sem geymdi þá vel og ávaxtaði, svo ég fékk myndar- lega fermingargjöf — því þá var bankabókin afhent. — Manstu upphæðina? — Já, það er að segja ég man hver hún var um þaö er lauk. Ég geymdi bankabókina til 1930. Þá tæmdi ég hana og keypti bíl. Það voru 1100 krón- ur sem ég ’fékk greiddar úr bókinni og lagói í bílinn, sem kostaði 1900 krónur. Þetta var árgerð 1927 af Chevrolet, frægur bíll í fínu standi, ,,drossía“ sem Kjartan Guö- laugsson átti og var bíllinn kallaður ,,Veiöibjallan“. Þetta var Alþingishátíðarárið og margra leiðir lágu til Þing- valla. Ég tók að flytja fólk þangaö í drossíunni og vegna Alþingishátíöarinnar kostaði farið fyrir hvern mann helmingi meira en taxtinn var venjulega eóa 10 krónur. Ég keyrði dag og nótt þegar ég kom því viö og þá var ekki mikið sofið. Þegar sumarið var lióiö var ég búinn að borga bílinn upp í topp. Það var ekið austur nýja veginn, sem búið var að leggja um Mosfellsdalinn en gamla veg- inn til baka. Þetta var fyrsti hringvegurinn til Þingvalla. Og alltaf var fullskipað í öllum ferðum. — Ekki stóð þessi gullöld allt sumarið? — Nei en þó var Alþingis- hátíðarsumarið þó nokkuó langt. Svo harkaói maður á ,,Lillebil“ á kvöldin og um helgar. Þetta gaf góðar tekjur þó mikió væri fyrir haft, því þetta var gert utan fullrar vinnu hjá Sláturfélaginu. — Manstu mánaðarlaunin sem verslunarstjóri Hrossa- deildarinnar? — Ég hafði 350 kr. á mán- uói, en þaö voru bestu laun sem fáanleg voru í þá daga. Almenn laun voru 300 kr. Ég var því alltaf í sæmilega góðum launum, en þaó þurfti að vinna vel og lengi fyrir þeim. — Hvenær fórstu í niður- suðunámið? — Ég var hjá SS til 1934 aó ég fór til Þýskalands aö nema niðursuðu og niðurlagningu aðallega með það markmið að standa fyrir framleióslu á sjó- laxi. Er heim kom var fyrsta verkefnió að sjóða niður fyrir Fiskimálanefnd þorskflök fyrir ítalíumarkað. Þaö gekk vel en úr því varö þó ekki meira. Þessi niðursuðutilraun fór fram hjá Sláturfélaginu. Síðan var ákveöið að setja upp niðursuðuverksmióju fyrir rækju á ísafirði. Fiskimála- nefnd réöi mig til að setja upp og annast rekstur þessarar nýju verksmiðju. Þar var ég til 1937. Þegar viö höföum framleitt 600 kassa kom í Ijós, að láðst hafði aó skipuleggja söluna til útlanda. Ég var sendur út í söluferð, fór til sjö landa og gekk vel og grundvöllur var lagður undir framtíðar rækju- sölu. í millitíðinni — meðan ég var á ísafirði — stjórnaði ég upp- setningu rækjuverksmiðju fyrir Gísla Jónsson á Bíldudal. Réð- ist síðan til Sölusambands ísl. fiskframleiðenda er þeir ákváóu aö stofnsetja niður- suöuverksmiöju, sem fékk húsnæði við Lindargötu, þar sem Áfengisverslun ríkisins er núna. Hún tók til starfa 1938. Henni veitti ég forstöóu þar til ég hóf sjálfstæóan rekstur 1944. í millitíóinni setti ég upp niðursuðuverksmiðju fyrir Har- ald Böðvarsson á Akranesi og einnig litla humarvinnsluverk- smiöju í Vestmannaeyjum. — Áttu sérstakar minningar um kreppuárin? — Nei, eiginlega ekki. Fá- tæktin var almenn og fólk þekkti yfirleitt ekki annað en fátækt. Móðir mín og ég höfð- um alltaf atvinnu. Laun al- 44 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.