Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 61
— Eru þetta eftirminnileg- ustu veislurnar þínar? — Að minnsta kosti stærst- ar. Eftirminnileg er einnig veislan þegar hornsteinn Búr- fellsvirkjunar var lagöur. Þá var glímt við það verkefni að hafa fjórréttaða máltíð fyrir 200 gesti við nánast engar aðstæður. Það tókst og minningin er góð. Skipulagði þrjú stórhótel á fáum árum — En með Síld og fisk, Þjóðleikhúskjallarann og svínabúið á bakinu ertu feng- inn sem ráðgjafi við byggingu Hótel Sögu? — Já ég réðist þangað lík- lega 1960 og var þar í fjögur ár með öllu hinu. Það fóru tvö ár í hótelbygginguna og síðan rak ég hótelið fyrir þá í tvö ár. Ég sá alveg um búnaö hótelsins og skipulagningu hótelreksturs- ins. Þetta var spennandi og skemmtilegt verkefni en tölu- vert mikið álag, því auk þess sem þú nefndir var ég kominn meö veitingastaðinn Lidó. — Já, vel á minnst Lidó. Það var eitt ævintýrið þitt? — Lidó opnuðum ,,við“ 1958. Húsið byggði félags- skapur sem hét Veggur, félag nokkurra kaupmanna í Reykja- vík. Hugmyndin var að koma upp nokkrum stórverslunum. Það tókst aldrei. Þegar húsið var teiknað var gert ráö fyrir veitingastað á 2. hæð. Málin æxluðust svo, að ég keypti hæöina uppsteypta og fékk síóan að bæta við forstofunni, vönduðu og rúmgóðu stiga- húsi með góðum forsal og bar framan við veitingasalinn en hann rúmaði 500 manns í sæti. Þennan staó rak ég í nokkurár, uns ég seldi Reykjavíkurborg. Nýja staðarins, Lidó, var beöið með mikilli eftirvæntingu. Fyrsta hófið var hóf Stang- veiðifélagsins. Mikið kapp- hlaup var um að staðurinn yrði tilbúinn fyrir hófið. M.a. komu diskarnir sem borða átti af með flugvél sama daginn. Við söðgum því í gamni að borðað væri af fljúgandi diskum. Ég réð Konráð Guðmunds- son sem rekstrarstjóra og hann rak Lidó, þar til hann tók við af mér á Sögu. Þegar Saga var opnuð skorti þar mikið af vönu starfsfólki, kokka, þjóna og fleira fólk. Ég varð því að láta fólkið sem hafði öðlast reynslu á Lidó fara til Sögu. Það kom öllum vel. Borgin tók síðar við Lidó til annars reksturs. Þá tóku viö opinberir styrkir, þó ekkert væri hægt að fá undan gefið af gjöldum, ef við ætluð- um að reyna eitthvað nýtt, hvorki skemmtanaskatt né annað. Þessu var því sjálfhætt. Verkefnið að skipuleggja Hótel Sögu og sjá um búnað þess var afar skemmtilegt verkefni. Ég átti mjög góða samvinnu við Halldór Jónsson, sem teiknaði hótelið að öllu leyti, meira að segja stóla og lampa. Á samvinnu okkar hljóp aldrei snuðra. Þetta voru erfiðir tímar. Lán lágu þá ekki á lausu og sérskattur var lagður á bændur, sem nú er löngu af- numinn. Það þurfti mjög að skrapa saman í hótelbúnaðinn. Ýmislegt í eldhúsið var t.d. keypt frá varnarliðinu, en að öðru leyti var treyst á íslenskan iðnað, teppi ofin hér og stólar smíóaðir og rúm og aðrar inn- réttingar. Ámundi Sigurðsson smíðaði öll Ijós og allt slíkt. Ég held að það eina innflutta hafi verið dýnur í hótelrúmin. Bygging Sögu var ævintýri. Að vinna með þeim bændum sem þá réðu ferðinni er bæði ánægjulegt og eftirminnilegt. Allt var gert af hugsjón og meðfæddum stórmyndarskap enda allt hugsjónamenn, Þor- steinn á Vatnsleysu, Ólafur í Brautarholti, Pétur Ottesen bóndi og alþingismaður, Bjarni á Laugarvatni, Steingrímur Steinþórsson ráðherra og framkvæmdastjóri bændasam- takanna Sæmundur Friðriks- son. Allt stórkostlegir menn. Sótti um byggingaleyfi fyrir hótelið í gamni — og fékk leyfið — Þér hefur litist svona vel á hótelreksturinn, að þú leggur í byggingu Hótel Holts að ráð- gjafarárunum á Sögu loknum? — Menn kannski trúa því nú ekki, að hugmyndin aó hóteli er eiginlega enn ein tilviljunin í mínu lífi. Þá þurfti leyfi til allra framkvæmda og mikið var búið að tala um, að einstaklingar fengju ekki leyfi til hótelbygg- ingar. Kunningi minn hafði oft sótt um og alltaf fengið synjun. Þetta var 1959 og ég neitaði að trúa því að Fjárhagsráð synjaði sí og æ óskum um byggingu hótela, en hótel hafði ekki verið reist í Reykjavík síðan Hótel Borg var byggð 1930. Upp var komin mikil þörf fyrir nýtt hótel. Ég sendi inn umsókn meira í gamni en í alvöru og mér til undrunar fékk ég leyfið. Ég sótti þá um lóð í Mýrinni og fékk vilyrði fyrir lóð austan viö Um- ferðarmiðstöðina. Það vilyrði mætti ofurlítilli mótspyrnu frá ráðamönnum Landspítalans vegna hugsanlegs hávaöa og ekki var endanlega gengið frá lóðarúthlutun. f millitíðinni sótti ég um 20 milljón kr. ríkisábyrgð fyrir láni til hótelbyggingar og mér var veitt þessi ríkisábyrgð 1960. Á þeim tíma var byrjað að hefja byggingu bændahallarinnar, þar sem rísa átti hótel- og gistiaðstaða fyrir bændur og fleiri. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.