Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 21
er ákvöröuö þurfa allar pen-
ingastofnanir aó geta setið viö
sama borð. Þess vegna var
þetta fyrsta ákvöröun mála.
Síðan óskaði ég eftir því viö
nokkra aöila, aö þeir tækju
sæti í nefnd og endurskoðuðu
öll lög og allar reglur sem gilda
um gjaldeyrisviöskipti og viö þá
endurskoðun skyldi stefnt aö
auknu frjálsræöi.
— Gæti orðið um auknar
heimildir að ræða til eignayfir-
færslu?
— Hún er eitt þeirra atriöa
sem nefndin á að fjalla um og
ég gæti trúaó aö rýmkun slíkra
heimilda kæmi til álita í fyrstu
áfangaskýrslu nefndarinnar.
— Og hugsanlega heimildir
til að eiga eignir erlendis?
— Þetta er atriði, sem ætti
aö koma til umræðu hjá nefnd-
inni því hún mun fjalla um öll
lög og allar reglur sem um
þessi mál gilda í dag.
— Talað var um uppskurð á
bankakerfinu. Hvað liggur þar
að baki?
— Ég á von á því á næst-
unni, aö nefnd sem hefur unnið
og vann í tíö fyrri ríkisstjórnar,
þótt breytt hafi verið þar um
nefndarmenn vegna ráóherra-
stöðu minnar og Halldórs Ás-
grímssonar, skili drögum aö
nýju frumvarpi um Seölabanka
Islands, og ööru um viöskipta-
bankana. Ég hef einnig óskaö
eftir því við forystumenn spari-
sjóðanna, að það frumvarp,
sem þeir voru búnir aö semja,
verði endurskoðað og lagt fyrir
mig.
[ þessari fyrirhuguöu löggjöf
er stefnt aö auknu frelsi. Mér
finnst skömmtun útibúa ótæk.
Það hlýtur aö vera ákvörö-
unaratriði hvers banka eöa
sþarisjóðs, hvort hann vill
stofna útibú. Auðvitað veröur
að gera lágmarkskröfur til
reksturs útibúa; aö bankinn
eöa sparisjóðurinn leggi til
eigió fjármagn, og ef viókom-
andi útibú hefur ekki sannaö
tilverurétt sinn, skilað jákvæö-
um rekstri innan ákveöins tíma,
þá veröi aö leggja niöur útibú-
iö, eöa þá aó bankinn leggi því
til viðbótarfjármagn til aö
tryggja afkomu þess. Þetta
finnst mér vera meginatriði
ásamt því, að þessar stofnanir
hafi frjálsar hendur til að versla
með gjaldeyri.
— Það var líka talað um
aukna samkeppni og frelsi
bankanna?
Aukiö frelsi felst í því, aö þeir
meti sjálfir, hvar þeir megi hafa
útibú, hvar og meö hvaða hætti
þeir leiti eftir viðskiptum.
— Hvað er langt í það frelsi,
að bankar geti boðið eigin
kjör, kjör betri en aðrir bank-
ar?
Það er hugsanlegt, aö slíkar
hugmyndir verði reifaðar í þeim
drögum, sem munu koma frá
áðurnefndum bankamála-
nefndum. Þar er hinn eölilegi
vettvangur til aö skoöa slíkt mál
og meta hvort leggja beri fram
tillögur þarum. Náist verðbólga
hér á landi niöur í þaö, sem
eðlilegt þykir í nágrannalönd-
um okkar, veröa á þessum
málum sem mörgum öörum
gífurlegar breytingar.
— Með slæmri stöðu út-
flutningsverslunar sverfur að
innflutningi. Stefnir í eins mik-
inn viðskiptahalla og verið
hefur?
— Nei, horfur eru á minni
viðskiptahalla. Þaö stafar af
betri horfum en áður hjá ál-
framleiðslunni, hækkandi ál-
verði og hagstæðari útkomu
viðskiptajöfnuðar.
Olía er stærsti liður við-
skipta íslands við önnur ríki.
Hver er stefna núverandi ríkis-
stjórnar í þeim málum? Og
hverjar eru horfurnar þar?
— Þrjá áratugi hafa verið í
gildi viðskiptasamningar viö
Rússa um mjög mikil olíuvió-
skipti. Rammasamningur um
slík viðskipti hafa einnig verið
geröir viö Rússa fyrir næstu tvö
ár 1984 og 1985. Ég á von á því
aö þessum viðskiptum verði
haldið áfram, svo fremi að við
náum viðunandi og gagn-
kvæmum samningum um
vöruviðskipti. Vöruskiptajöfn-
uður viö Rússland var okkur í
hag á fyrri hluta þessa árs, en
fyrirsjáanlegt er að það breytist
því að við erum búnir aö
flytja út allt þaö sem samið var
um að þeir keyptu af okkur á
árinu. Viðræður um viðbótar-
samning fóru fram í lok ágúst-
mánaðar og byrjun þessa
mánaðar og við vonum að þær
leiði til frekari kaupa þeirra
héðan.
Olíukaupin frá Sovétríkj-
unum, sem rekja má allt til árs-
ins 1953, hafa yfirleitt verið
okkur hagstæö. Hækkun á
dagmarkaðsverðum Rotter-
dam markaðarins í seinni olíu-
kreppunni 1978/1979 veitti
okkur þó þungar þúsifjar. Á
undanförnum árum höfum við
hlutfallslega aukið bensín- og
gasolíukaup okkar frá Vestur—
Evrópu, þ. á m. frá Portúgal, en
meö því höfum við hvort
tveggja í senn dreift olíuinn-
kaupum okkar og styrkt við-
skiptahagsmuni landsins með
tilliti til útflutnings. Ég á von á
því að þessi viðskipti verði með
svipuðum hætti og verið hefur,
a.m.k. næstu tvö árin við
Rússa. Auðvitað eigum við að
kaupa olíu eins og annað þar
sem hagkvæmast er og ekki að
binda slík viðskipti að öllu leyti
til langs tíma.
21