Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 58
gekk Ijómandi vel en við áttum
ekki húsnæðió.Húsið var selt
og aðrir vildu hefja þar annan
rekstur svo viö uróum aö
hætta.
Þarna byrjuðum við með
ýmsar nýjungar hérlendis.
Þarna var t.d. kjúklingagrill úti í
glugga. Fólki fannst gaman að
horfa á þetta, en tími kjúkling-
anna var ekki kominn. Fáir
vildu kaupa. Öðru sinni var ég
víst of fljótur á mér og á undan
tímanum. Þarna var líka fyrsti
vísirinn að kjörbúð í kjötvörum
eins og algengast er orðió í
dag. Margt af þessu varð vin-
sæltog búóin gekk vel. En með
annaó var ég á undan tím-
anum.
„Aðrir ekki með
tærnar, þar sem
hann hefur hælana“
í veitinga- og hótelrekstri
hefur Þorvaldur í Síld og fisk
unnið fleiri afreksverk en
nokkur annar íslendingur og
spor hans á þeim sviðum liggja
ótrúlega víóa. Hann setti upp
og rak fjölda smástaða eða
skyndibitastaði, hóf alhliða
veitingarekstur í Þjóðleikhús-
kjallaranum og rak þann veit-
ingastaó í rúm 20 ár. Hann
skipulagði og stjórnaöi upp-
setningu búnaðar á Hótel Sögu
og síðar á Hótel Loftleiðum auk
þess sem hann hóf veitinga- og
hótelrekstur í eigin nafni aó
Hótel Holti einu virtasta og
mest metna hóteli og veitinga-
húsi borgarinnar. Alls staðar
ruddi hann braut nýjungum,
sem ekki höfðu áður þekkst hér
á landi.
Við beindum talinu að veit-
ingarekstrinum.
— Það leiddi eitt af öðru
þegar þarna var komið. Atvik
eöa örlög réðu því, aö Síld og
fiskur varö ekki sá staður eða
sú verslun sem í upphafi var
ráðgert. Þegar ég var kominn
út í kjötvinnslu og kjötfram-
leiðslu og sívaxandi fram-
leiðslu veislurétta blasti við að
hefja veitingarekstur.
,,Við“ (Þorvaldur segir sjald-
an ,,ég“) settum upp lítinn
matbar, skyndibitastað á Berg-
staðastígnum. Hann var vin-
sæll og gekk vel á meóan hann
var, en verslunin varð síðar aó
fá þaó pláss. Svo kom þessi
frægi pylsubar í Austurstræti
22, þar sem BSR var áður til
húsa. Ég opnaði líka Ríó-bar í
Austurbæjarbíói 1952 og mat-
bar í kjallaranum aó Lækjagötu
6 að ógleymdum Þjóðleikhús-
kjallaranum.
— Þú sagðir „þennan
fræga pylsubar í Austurstræti
22“. Hvað áttu við?
— Ja það ætlaði allt vitlaust
að verða í bæjarstjórn Reykja-
víkur út af þessum pylsubar.
Þarna losnaði lítið húsnæði er
vissi að Lækjartorgi, þegar
BSR varð aö flytja af Torginu.
Þarna er núna úrsmiður til
húsa. Mér fannst vanta ný-
tískulegan pylsustaó þar sem
snæöa mætti inni og fá mjólk
eða annaó aö drekka með.
Leyfisumsóknin olli írafári í
bæjarstjórninni og einu sinni
var frestaö afgreiöslu fjárhags-
áætlunar borgarinnar út af
umræóum um pylsubarinn. Ég
kom ekkert nálægt þessu utan
að senda inn saklausa um-
sókn. En það var mjög hart
deilt um þetta þá.
Þorvaldur tók fram gamalt
albúm með aragrúa blaðaúr-
klippa. I þeirri úrklippubók
fylltu blaðagreinar um pylsu-
barsmálið í Austurstræti marg-
ar síður. Þar má sjá aó heil-
brigöisnefnd með lögreglu-
stjóra og borgarlækni í broddi
fylkingar höföu mælt með leyf-
inu. Meðal hörðustu andmæl-
enda var Þórður Björnsson
núverandi ríkissaksóknari, Ingi
R. Helgason og Steinþór Guð-
mundsson, en meö voru m.a.
Benedikt Gröndal, Jóhann
Hafstein og Bjarni Benedikts-
son þáverandi borgarstjóri.
Umræðurnar tóku tvo fundi
bæjarstjórnar. Helstu mótrök
voru að af þessu leiddi óþrifn-
aö og umferðatruflanir. Loks
var leyfið veitt.
Fjórum árum áóur deildu
borgarfulltrúar hart um þaö,
hvort veita ætti Þorvaldi veit-
ingaleyfi, sem hann sótti um til
reksturs matbars og skyndi-
bitasaðar með fullkomnu eld-
húsi í sambandi við Síld og fisk
á Bergstaðastræti. ( hörðum
umræðum um leyfisumsóknina
var m.a. lagt fram bréf frá Mat-
sveina- og veitingaþjónafélagi
íslands um aö ekki yröi veitt
veitingaleyfi, „nema umsækj-
andi hefði tilskilda þekkingu og
réttindi" og það hefði Þorvald-
ur í Síld og fisk ekki.
Bjarni Benediktsson sagði
,,að þótt rétt væri að hafa hlið-
sjón af tilmælum Matsveina og
veitingaþjónafélagsins væri
hér um aö ræóa svo stóran
matvælaframleiðanda, að aðrir
kæmust ekki með tærnar þar
sem hann heföi hælana". Þetta
urðu lokaorð þeirra umræöna
og samþykkt var með 9 atkv.
gegn 3 að veita Þorvaldi Guð-
mundssyni veitingaleyfið.
Þetta varö upphaf mikils veit-
ingarekstrar Þorvaldar.
Byltingin byrjaði í
Þjóðleikhúskjallaranum
— Og það var ekki löngu
eftir þennan „pyisusöluslag“
sem þú tókst við rekstri Þjóð-
leikhúskjallarans. Skipulagðir
þú þann stað?
— Nei, ekki til aó byrja meö.
Ég tók við honum haustið
1951, en frá opnun Þjóóleik-
hússins vorið 1950 hafði
aðeins verið þar kaffisala. Ég
setti þar upp alhlióa veitinga-
staö. Þar var ég í rúmlega 20 ár
50