Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 57
mennt voru lág og kröfur fólks engar, en við höfðum alltaf nóg fyrir okkur. Ég leið aldrei neinn skort eða neitt vegna fátæktar. Mamma fór í fiskvinnu snemma á morgnana hjá Kveldúlfi, svo ég varð sjálfur að vakna í skól- ann, hita mér mat í hádeginu. Það gerði ég á þríkveikju, sem ég á enn. Þaö er skemmtilegur gripur sem góðar endurminn- ingar eru tengdar við. Við þetta litla eldunaráhald lærói ég svona frumdrögin í matreiðslu; hita upp saltfisk og svoleiðis. Þaó var nú ekki alltaf allt í sómanum hjá mér í þá daga við eldamennskuna, enda grillið ekki komið til. — Og 1944 ýtir þú sjálfur úr vör? — Já, þá var mikil gróska komin í allt hér og stríðsbusi- nessinn farinn að blómgast. „Fisk and Chips‘‘-búðir voru niður allan Laugaveginn á tímabili og allt fór að breytast. Ég var kyrr í niðursuðunni til 1944. Þá byggöi ég að Bergstaða- stræti 34 og opnaði Síld og Fisk. Hugmyndin var að gera þarna nýtískulega fiskbúð með úrvali rétta og alls kyns síldar- rétta. Ég lagði þarna svolítið niður, gaffalbita, kryddsíldar- flök o.fl. og fjölbreytnin í rétta- vali var mikil. En þetta hitti eiginlega ekki í mark eins og ég ætlaðist til. Ég held ég hafi verið á undan tímanum með þetta. Fólk hér heima kunni þá ekki að meta þetta, þó útlend- ingum þætti þetta lúxusvörur. Þróunin varð sú, að ég fór að þúa til ýmsa rétti, síldarsalötog hitt og þetta. Þá vatnaði snittur og smurt brauð og þá fannst mér ekki annað að gera en byrja á því. Viðskiþtavinurinn vildi fá ákveðna hluti og ég hef alltaf verið reiðubúinn að gera allt fyrir hann. Úr þessu þróuö- ust mál svo að verslunin fór að útbúa kvöldborð og veislumat. Áður en ég vissi eiginlega af var þarna komin kjötvinnsla og þá fór ég að hugsa um veit- ingarekstur. Hann byrjaði nú bara á pylsusölu og við tókum að framleiða allar vinnsluvörur. Þá vantaði svínakjötió. Af því var lítið á markaði hér og oft mjög erfitt að fá það. Ég sá ekki aðra betri lausn á málinu en setja upp eigið svínabú. Til þess keypti ég jörðina Minni—Vatnsleysu 1953 og hóf svínaræktina 1954. Ég byrjaði smátt, var meö eitthvað um 30 gyltur. Þetta átti aðeins að fullnægja þörfum verslunarinnar og vinnslunnar á Bergstaðastrætinu. En mark- aðsþörfin varó meiri og svína- ræktin hefur vaxið með aukinni þörf. Á Minni-Vatnsleysu er nú um 300 gyltu stofn. — Þaö er því tilviljun eða óvart sem þú fórst út í kjöt- vinnsluna? — Atvik og þróun réóu þessu. Ég hafði árum saman verið hjá Sláturfélaginu, kynnst öllum deildum þess og m.a. verið í kjötvinnslunni. Þetta var því ekkert nýtt fyrir mig, þó ég bætti niðursuðu og niðurlagn- ingu við inn á milli. Þegar svo kjötiðnaóur var viðurkennd sem faggrein fengum við allir, sem verið höfóum með sjálf- stæðan rekstur full réttindi, enda voru þau áunnin. Má í þeim hópi nefna Þorbjörn í Borg, J.C. Klein og fleiri auk mín. Smám saman hvarf fisk- urinn alveg úr rekstrinum hjá Síld og fisk. Það fer ekki saman að vera með kjöt og fisk á sama borðinu. Nafnið varorðið þekkt og vel virt og engin ástæða til að breyta því. — Þú opnaðir verslun í Austurstræti, sem þótti bylting þar sem allar kjötbúðir voru nær íbúðahverfum. Gekk hún ekki? — Á tímabili rak ég fjórar verslanir, í Austurstræti, á Bræðraborgarstíg 5, við Hjarð- arhaga og á Bergstaðastræt- inu. Kjötbúðin í Austurstræti sem hét Hrátt og soðið í fyrstu 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.