Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 29
Texti: Magnús Hreggviðsson.
ferðamál
Flugleiðamenn á ráðstefnunni í Helsinki. F.v. Knut Berg, Stokkhólmi, Símon Pálsson, Reykjavík, Emil Guðmundsson,
Hótel Loftleiðum, Einar Gústafsson, New York og Skarphéðinn Árnason, Osló.
Leita ferðamanna frá
fjarlægari löndum
Eigum við eftir að uppiifa innrás japanskra ferða-
manna til íslands? Kannski ekki innrás en margt
bendir til þess að japönskum ferðamönnum hér eigi
eftir að fjölga verulega á næstu árum. Að minnsta
kosti kom fram mjög sterk vísbending um þetta á
Norrænni ferðamálaráðstefnu sem haldin var í Hels-
ingfors síðasta vor, af ríkisstjórnum Norðurlanda og
flugfélögunum þremur, Flugleiðum, SAS og Finnair.
Þessi ráðstefna var fyrst og fremst haldin fyrir þá sem
selja ferðir til Norðurlanda í fjarlægum löndum, svo
sem Suður og Norður Ameríku, Kanada og Austur-
löndum fjær og nær. Voru Japanir fjölmennastir
Austurlandabúa á ráðstefnunni.
Blaðamaður Frjálsrar versl-
unar átti kost á aó sækja þessa
ráðstefnu og hitti þar meðal
annars fyrir fulltrúa Flugleiða á
Norðurlöndum og í Norður
Ameríku. Voru það Skarphéð-
inn Árnason svæðisstjóri Flug-
leiða í Noregi, Knut Berg,
svæðisstjóri Flugleiða í Sví-
þjóð, og Einar Gústafsson,
svæöisstjóri Flugleiða í New
York. Létu þeir mikið til sín taka
á ráðstefnunni og voru í ráð-
stefnulok þeirrar skoðunar að
hún heföi gengið mjög vel fyrir
íslendinga. Margar fyrirspurnir
hefóu þorist um ísland, þeir
29