Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Page 45

Frjáls verslun - 01.04.1983, Page 45
Skrifstofa Magnúsar L. Sveinssonar er rúmgóð, enda gert ráð fyrir að þar sé hægt að halda minni fundi. Sami léttleikinn hvílir þó þarna yfir og húsgögn eru í stíl við annað á skrifstofunum. klæddir með Alafoss-ullar- áklæði. Það var haft í huga strax í upphafi aó halda samsvörun í innréttingu hæðanna og bygg- ingarlagi hússins. Eins og sjá má að utanverðu er þaö brotið upp í einingar og eru þær ein- ingar látnar halda sér við nið- urröðun herbergjanna. í gegn- um húsið allt gengur svo steyptur kjarni, þar sem gert er ráð fyrir snyrtingum og annarri aðstöðu.“ Teppi á tæpar 300 krónur En reynum nú að lýsa örlítið nánar útliti VR-húsnæöisins. Þegar út úr lyftunni kemur blasir vió afgreiðsla skrifstof- unnar, opið svæði og jafnframt mjög hlýlegt og skemmtilegt. Þar hafa verið byggð af- greiðsluborð og milíiveggir úr viðarplötum sem klæddar eru með sandsteini. Sandsteinn er einnig á veggjum. en slík klæðning er mjög ódýr, kostaði rúmar 100 krónur á fermetra. Milliveggir eru hafðir lágir til að rjúfa ekki tengslin inn eftir skrifstofunni. Mikið er af blóm- um sem fá birtu og yl frá sér- stökum blómaljósum með fjólubláum geislum. Á bak við skilrúmin í afgreiðslunni er ætlað pláss fyrir skjala- og tölvuvinnslu. sem væntanlega á eftir að margfaldast í nánustu framtíð. Skrifstofur eru frekar litlar, en mjög bjartar og vel búnar. Þar eru veggir málaðir hvítir, húsgögn öll og innrétt- ingar úr hinum dökka afríska við sem Pétur nefndi fyrr og gardínur Ijósar, en það var skilyrði af hendi arkitekts hússins. Alls staðar er sama blómaskrúðið. Á göngum eru skjalaskápar felldir smekklega inn í veggina og láta lítið yfir sér. I steypta kjarnanum. sem klæddur er meö sandsteini. eru snyrting- arnar flísalagðar í hólf og gólf og með sérstakri aðstöðu fyrir Teppin lluttu VR-menn inn sjálfir frá Þýskalandi. Þau reyndust ótrúlega ódýr og falla mjög vel að umhverfinu. 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.