Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.04.1983, Blaðsíða 47
fatlaða. Sams konar teppi eru á allri hæöinni. gráblá meó fín- legum röndum. Þau eru afraf- mögnuð og voru sérpöntuð frá Þýskalandi. Verðið kom mjög vel út eóa tæpar 300 krónur fermetrinn. Skrifstofa formanns VR. Magnúsar L. Sveinssonar. er nokkru stærri en önnur her- bergi. enda gert ráð fyrir að þar séu haldnir minni fundir. Sami léttleikinn hvílir þó þar yfir. Á neðri hæðinni er einnig stórt stjórnarherbergi. Þar er aftur sami heildarsvipur á innrétt- ingum og húsgögnum. Sér- stakir skápar eru þar til að stilla upp ýmsum munum sem félag- inu þerast. til dæmis á stóraf- mælum. Alls staðar eru lagnir leiddar í stokkum meófram gluggasyll- um og eru allir tenglar færan- legir meö lítilli fyrirhöfn. Reyk- litað gler er í öllum gluggum hússins og deyfir það mjög sólarljósið. auk þess sem verulega dregur úr hitamynd- un. Allir gluggar eru opnanleg- ir. Frábær aðstaða til nám- skeiðahalds Á efri hæðinni sem VR hefur til umráða er stór salur auk minni herbergja. Er þessi að- staða einkum ætluö til nám- skeióahalds og funda með fé- lagsmönnum. Salurinn er nokkuð stór og rúmar vel á annað hundrað manns í sæti. Á gólfinu er eik- arparket. gegnsýrt með poly- esterefni og límt beint á stein- inn. Dregur þaó mjög úr hol- hljóði því sem oft vill myndast aó viöarklæddum gólfum. í loftinu eru stokkar eftir því endilöngu og er það gert bæði til aö dreifa hljóðinu betur og einnig til að brjóta upp hinn stóra flöt. Kemur þetta sérlega skemmtilega út. Salurinn er hvítmálaður og húsgögnin borð og stólar eru af hinn víð- kunnu Stacco-gerð.en þau hannaði Pétursem kunnugter. Stækkunin aðeins 200 fermetrar ..Við erum vægast sagt mjög hreyknir af þessu húsnæði hér og þykir hafa einstaklega vel til tekist. Og ekki spillir fyrir hversu hagstætt þetta kom út fjárhagslega. enda ekki gott til afspurnar ef verkalýðsfélög færu að eyða miklum fúlgum í að innrétta húsnæði sitt. Erum við mjög þakklátir öllum þeim sem lögðu hönd.á plóginn. Sérstaklega auðvitað arkitekt- inum okkar. en ekki síður því einvala liði iðnaðarmanna sem hér starfaði." sagði Magnús L. Sveinsson. ..Sú stækkun sem við feng- um við aö flytja starfsemina af Hagamelnum og hingað er rúmlega 200 fermetrar. en alls er húsnæðið hér um 700 fer- metrar. Það hefur þegar sýnt sig aó félagsmenn eru mjög ánægðir með sitt nýja aðsetur og er aðsókn á skrifstofuna mun meiri en var vestur frá. Einnig hafa námskeiðin og starfsgreinafundirnir sem hér hafa veriö haldnir lukkast með eindæmum vel og allir lýst yfir mikilli ánægju.“ Og við getum sannarlega tekið undir þær yfirlýsingar. því skrifstofur VR eru með þeim skemmtilegri sem sést hafa. Þær staðfesta fyllilega oró Péturs B. Lútherssonar hér í upphafi að oft er hægt að ná skemmtilegum áhrifum þó ekki sé þruðlað með fjármuni. Til hamingju VR-félagar! Langir gangar eru meðfram steypta kjarnanum. Þarna er búið að fella góðar skjalageymslur inn í veggi, þar sem lítið fer fyrir þeim. Glæsilegur samkomusalur á efri hæðinni. Þarna er hægt að halda ráðstefnur, námskeið eða aðra mannfagnaði. Hljómburður er einstaklega góður. Takið eftir stokkunum í loftinu. Þeir eiga ekki hvað minnstan þátt í góðum hljómburði. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.