Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 45
aðalforstjóra þess eftir tvö ár, þegar núverandi forstjori hættir fyrir aldurssakir, hvort verið væri að ala hann upp í stöðu for- stjóra? Nei, það er ekkert samband þarna á milli. Það eru engin tengsl á milli ráðningar minnar og væntanlegra forstjoraskipta hjá SIS, svaraði Axel. Dagleg yfirstjórn Hver er staða þín og hlutverk þitt sem aðstoöarforstjóri. Hlutverk aðstoðarforstjóra er dagleg yfirstjórn Sambandsins ásamt forstjóra þess. Vegna þess hversu fjölþættur atvinnu- rekstur Sambandsins er, hefur starfseminni veriö skipt á nokkr- ar aðal deildir eftir verkefnum og mörkuðum og er hver deild undir stjórn sérstaks framkvæmda- stjóra. Það er m.a. hlutverk aðstoðar- forstjóra að samræma starfsemi hinna ýmsu deilda, að hafa áhrif á markmið og leiðir með það fyrir augum aö heildarárangur starfseminnarveröi sem mestur. Við leggjum þannig áherslu á sjálfstæða starfsemi aðaldeilda Sambandsins, starfsemi sem er samræmd heildarhagsmunum fyrirtækisins og megin markmið- um Samvinnuhreyfingarinnar. Afkoman 1984 lakari en 1983 Hvernig gekk rekstur Sam- bandsins s.l. ár, hver var afkoma þess og hverjar eru horfur á þessu ári? Endanlegt uppgjör ársins 1984 liggur enn ekki fyrir en Ijóst er aö afkoman er nokkuð lakari en árið 1983 en þá var hún góð. Tekju- afgangur áriö 1983 nam 46.8 millj. kr. eftir að afskrifaðar höfðu verið 109 millj. kr. af fastafjár- munum. Heildarvelta Sambandsins árið 1984 nam rúmlega 8 milljörðum króna og vegur þar þyngst um- boðssala Sjávarafurða- og Bú- vörudeildar, samtals um 4,6 milljarðar þannig að önnur sala nam um 3,4 milljörðum. Aukning varð á árinu í fram- leiðslu og útflutningi sjávarafurða og náðist þar mjög góður árangur i erlendri markaðsöflun. Rekstr- arafkoma iðnaöarins var hins vegar afar erfið framan af árinu en lagaðist nokkuð við gengisbreyt- inguna undirárslok. Varðandi afkomu og horfur á þessu ári þá gerum við ráð fyrir þokkalegri afkomu fyrirtækisins i heild. Sambandið fer þó ekki varhluta af þeirri þróun efna- hagsmála sem hér hefur átt sér stað og að sjálfsögðu hefur t.d. samdráttur i framleiðslu og sölu landbúnaðarafurða og minni kaupmáttur ráðstöfunartekna, haft veruleg áhrif á hefðbundna starfsemi á siöasta ári. Þessu hyggjumst við mæta með aðlögun starfseminnar að breyttum aðstæðum, samdrætti i kostnaöi og sókn á nýja markaði. Sömu rekstrarskilyrði og önnur íslensk fyrirtæki Hvernig telur þú rekstrarskil- yrði fyrirtækja á íslandi vera og nýtur Sambandiö einhverra sér- stakra ivilnana á því sviði? Islenskum fyrirtækjum er að sjálfsögðu nauðsynlegt að búa við jafn góö skilyrði og sam- keppnisaöilar þeirra erlendis, ef þau eiga að geta náð verulega auknum árangri innanlands sem utan. Skattlagning, fjármögnunar- möguleikar og menntun starfs- fólks meö tilliti til þarfa atvinnu- lifsins eru dæmi um atriði sem hið opinbera getur og þarf að færa til betri vegar ef islenskum fyrir- tækjum á að takast að bæta stöðu sina og sækja i auknum mæli inn á nýja markaði með samkeppnisfærar vörur og þjón- ustu. Hástemmdar umræður stjórn- málamanna um uppbyggingu nýrra atvinnugreina verða ekki að raunveruleika nema fullur skilningur sé á nauðsyn sam- keppnishæfni og eðlilegs hagn- aðar af rekstri. Hvað Sambandinu viðvíkur þá býr það við sömu rekstrarskilyrði og önnur íslensk fyrirtæki, greiðir sömu gjöld til hins opinbera af rekstrar- og fjárfestingarvörum, er háð sömu reglum um t.d. er- lendar lántökur o.s.frv. enda er það sameiginlegt hagsmunamál einkafyrirtækja og samvinnufyrir- tækja að skapa hér nauðsynleg skilyrði til eflingar atvinnulífinu. Getur þú bent á einhver atriði sem bætt gætu rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja. Hvaö fjármögnunarmöguleik- ana varðar þá ernauðsynlegt að afnema óeðlilegar takmarkanir fyrirtækja á að afla sérfjármagns. Það á t.d. að heimila fyrirtækjum 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.