Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 67
í NÝJUM STÖÐUM Hyggjumst auka hlutdeild okkar í markaðnum — segir Þórarinn Gunnarsson,framkvæmdastjóri, Vinnufatagerðar fslands Texti: Þorgrímur Þráinsson Um síðustu áramót urðu framkvæmdastjóraskipti hjá Vinnufatagerð íslands sem starfrækt hefur verið allt frá ár- inu 1932. Stofnandi fyrirtækis- ins var Sveinn B. Valfells og sitja nú tveir synir hans í stjórn fyrir- tækisins þeir Ágúst Valfells og Sveinn Vaifells ásamt Erni Valdimarssyni. Hinn nýráðni framkvæmda- stjóri Þórarinn Gunnarsson er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóia íslands. í júní 1976 hóf hann störf í hagdeild hjá Félagi íslenskra iðnrekenda en tók við skrifstofustjórn félagsins 1977 og gegndi því starfi allt til síð- ustu áramóta. Frjáls verslun bað hann að segja frá því í hverju starf hans væri fólgið. ,,Þetta er framkvæmdastjórn og rekstur fyrirtækisins sem er í sjálfu sér ekkert frábrugöið rekstri hvers annars fyrirtækis. Þetta er fataiðnaðar-fyrirtæki sem framleiðir að langmestu leyti vinnufatnað þ.e.a.s. fatnað sem notaður er sem hlífðarfatn- aður. Fyrirtækið var í eina tíð all- stórt með yfir 100 manns í vinnu. Það var á þeim tíma þegar lítill sem enginn innflutningur var og þar af leiðandi mun minni sam- keppni. í dag er töluverð sam- keppni á þessum markaði bæði frá innlendum framleiðendum sem eru 3—4 og frá innflytjend- um sem eru allt að tuttugu tals- ins. Rúmlega 40 manns starfa hjá Vinnufatagerðinni í dag og þar af einn sem hefur unnió allt frá stofnun fyrirtækisins." Traust og góð viðskipti — Eru einhverjar breytingar fyrirhugaðar á rekstri fyrirtækis- ins með tilkomu þinni? ,,Ég er nú ekki tilbúinn að ræða það á þessu stigi, en ég reikna með að við munum reyna að auka okkar hlut í markaðnum verulega. Ennfremur að bæta reksturinn þannig að hann skili hagnaði en það er jú hlutverk hvers fyrirtækis að skila eigend- um sínum arði. Þetta fyrirtæki hefur verið tiltölulega lítið áber- andi á þessum markaði og ekki mikill hávaði í kringum það. Traust og góð viðskipti hafa verið aóall þess. Vinnufatagerð (slands er einn elsti ef ekki elsti framleiðandi á vinnufötum hér- lendis og er verksmiðjan að sumu leyti mjög fullkomin enn. Hér hefur greinilega verið mikil framsýni í ýmsu, því það er ótrú- lega mikið til af upplýsingum í fyrirtækinu en kannski skortur á að þær væru notaóar sem skildi." 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.