Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 69
— Telurðu einhverja mögu- leika á því að fyrirtækið fram- leiddi fyrir erlendan markað? „Já það tel ég hugsanlegt, þá kannski sérhæfðan vinnufatnað. Hér hefur verið þróaður fatnaöur sem sjálfsagt ætti erindi erlendis en í hve miklum mæli veit ég ekki. Vinnuhættir hér og loftslag hafa þróað vinnufatnað sem gæti gengið erlendis við svip- aðar aðstæður. Markaðsfulltrúi Útflutningsmiðstöóvar iðnaðar- ins í Færeyjum ætlar að gangast fyrir kynningu á fatnaði þar seinni hluta febrúarmánaðar. Ætlum við að taka þátt í þeirri kynningu og kanna hvað við getum fengiðþarfyrirokkarvöru og hvernig sá markaóur er.“ Fyrirtækin farin leggja til vinnufatnað — Telurðu að auglýsinga- starfsemi geti hjálpað til meó sölu á ykkar fatnaði? „Hún gerir það að sumu leyti, en selur ekki vöruna okkar beint í öllum tilfellum. í dag er miklu meira um það að fyrirtækin leggi til vinnufatnað á sitt starfs- lið enda gert ráð fyrir því í kjara- samningum margra verkalýðsfé- laga. Engu að síður held ég að öll auglýsing sé til þess að minna á fyrirtækið. Auglýsingin í því til- felli hefur því kannski minni áhrif á beina sölu, þó er alltaf töluvert um sölu á framleiðslu okkar í verslunum. Sumt af því sem við höfum er náttúrulega vara sem einstaklingar kaupa sjálfir, til að mynda vinnuvettlingar. Auðvitað eru auglýsingar partur af kynn- ingu á framleiðslu fyrirtækisins. Auk annars erum við með sér- saum fyrir fyrirtæki og opinbera aðila eins og lögregluna, slökkviliðið, Reykjavíkurborg og fleiri aðila þar sem við erum að sauma sérstaka frakka, úlþur og annað þess háttar. Við bjóðum fyrirtækjum einnig uppá að merkja þeim fatnað og hefur það færst mikið í vöxt. Fyrirtækin nýta sér í auknum mæli þá þjón- ustu að fá sérstaklega merktan fatnað á sitt starfslið. Mín trú er sú að þessi markaður sé að fær- ast meira yfir til fyrirtækjanna sjálfra, sem sé að það eru fyrir- tækin sem ákveða hvaó keypt er og hvað ekki. Þess vegna skiptir lifandi sölustarfsemi okkar miklu máli. Vera nógu duglegur að heimsækja fyrirtækin, láta vita hvað þaö er sem við getum boð- ið og svo skiptir verðið líka tölu- verðu máli. Annars held ég að sumt af því sem hefur verió flutt inn af ódýrum vinnufatnaði sé ekki alltaf góð vara. Auðvitað er Telhugsanlegt aðframleiða sárhæfðan vinnufatnað fyrir erlenda markaði líka alltaf spurning hversu vand- aður vinnufatnaður á að vera, en yfirleitt er vinnufatnaður fram- leiddur hér á landi mjög góð vara. Öryggissjónarmið í fyrirrúmi — Eru innfluttu vörurnar al- mennt ódýrari en þær íslensku? „Það sem mest hefur verið flutt inn erlendis frá hefur verið ódýrara en það sem íslensku framleiöendurnir hafa getað boðið. Það kemur meðal annars til af því að ísland hefur oft verið hafður sem svo kallaður ,,rest“ markaður. Stórar verksmiöjur erlendis framleiða þúsundir stykkja af hverri tegund á meðan við erum að framleiða nokkur hundruð af því sem best gengur. Það munar náttúrulega verulega í verði hvort þú ert að framleiða 10.000 stk. eða 1.000 stk. af ein- stakri tegund. Reynslan í sumum tilfellum sýnir að minnsta kosti að ýmsir sem hafa farið út í að kaupa sumt af innflutta vinnu- fatnaðinum hafa komið aftur til okkar. Starfsmennirnir hafa þá jafnvel neitað að vinna í þessum fatnaði sem ekki hefur uþpfyllt gæðakröfur þeirra." — Eru einhverjar breytingar fyrirhugaðar á vinnufatnaði frá ykkur? „Breytingar á vinnufatnaði verða ekki jafn ört og t.d. á svo- kölluðum tískufatnaði. Vinnu- fatnaður er háður öðrum lög- málum, en auðvitaö þróast hann með kröfum tímans eins og annað. Má í þessu sambandi nefna að öryggissjónarmið krefjast þess að við ýmis störf sjáist menn vel. Þess vegna verður vinnufatnaður sem t.d. er ,,orange“-litaður sífellt meira áberandi hjá þeim sem eru í slík- um störfum. Mín trú er sú að öryggissjónarmiðið varðandi vinnufatnað verði sett miklu ofar heldur en hvort buxurnar eru með einum vasa eða tveimur. Þá eru gerðar mismunandi kröfur til fatnaðarins eftir því hvers konar vinnu um er að ræða. Þó svo að um sama grunnsnið geti verið að ræða þá þarf kannski að nota mismunandi efni. Það þýóir t.d. ekki að nota nælon í fatnað þar sem menn eru í rafsuðu, það myndi þrenna upp á skammri stundu ef t.d. neisti félli á það og maðurinn væntanlga stórslas- ast. Þetta eru atriði sem hafa verður í huga við framleiðslu á vinnufatnaði." 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.