Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.01.1985, Blaðsíða 79
á þessu ári og um 2.5% í Evrópulöndum. Atvinnuleysið er enn mjög al- varlegt vandamál, en nú eru um 20 milljónir manna atvinnuiaus- ar í OECD löndunum, mesta at- vinnuleysi eftirstríðsáranna. Ljóst er, að ekki fæst lausn á þessu vandamáli nema með stöðugu og miklu hagvaxtar- skeiði. Nú um alllanga hríð hefur baráttan við verðbólguna og viðskiptahalla verið aðal áhersluatriði stjórnvalda í hin- um iðnvædda heimi. Sæmilega hefur tekist að halda verðbólg- unni í skefjum, og því hefur gef- ist tóm til að sinna efnahagslegu uppbyggingarstarfi. Þar er lögð megin áhersla á, að auka á sveigjanleikann og bæta aðlög- unarhæfnina í efnahagslífinu, auka arðsemi og hagnaðar- möguleika fyrirtækja, draga enn úr verðbólgu og bæta stjórn í peningamálum og fjármálum ríkis. Hagnaður fyrirtækja hefur aukist mjög hlutfallslega á seinustu árum, þó vantar enn nokkuð á, að hagnaðarprósent- an sé sú sama og var á árunum milli 1960 og 1970, en það tíma- bil einkenndist af miklum hag- vexti. Það er almennt talið vera for- senda efnahagslegra framfara, að hagnaður fyrirtækja sé næg- ur og er um þetta fullur skiln- ingur hjá stjórnvöldum að fjár- hagslega sterk fyrirtæki eru undirstaða hagvaxtar. Horfurnar á þessu ári eru góðar, þó ekki sé að vænta eins mikils hagvaxtar og var á sl. ári. Hagvöxtur var mjög mikill í Bandaríkjunum allt árið 1984, fór yfir 10% á fyrri hluta ársins, en hægði síðan á sér niður í um 4% á seinustu mánuðum liðins árs. Raunaukning þjóðarfram- leiðslu er talin verða um 3% út þetta ár og fram á árið 1986. Hagvöxtur verður áfram til- tölulega hægur í Evrópulönd- um, um 21/2%, en það nægir ekki til að minnka atvinnuleysið, enda mun það aukast lítillega á þessu ári. Verðbólgan heldur áfram að lækka á þessu ári, og kemur þar til m.a. lækkandi hráefnisverð, litlar kauphækkanir og aukning Það hefur verið sagt að fljótt skipist veður í lofti í íslenskum þjóðarbúskap. Sérstaklega hef- ur kveðið rammt að þessu sein- ustu mánuði eins og allir vita. Þegar Þjóðhagsstofnun (ÞHS) iagði fram þjóðhagsáætl- un sína í byrjun októbermán- aðar sl., ríkti mikil óvissa um komandi launasamninga og um gengi og verðlag. Það kom líka á daginn, að forsendur breyttust allar frá því sem áður var haldið, enda lét ÞHS frá sér fara leið- réttar tölur um efnahagsafkomu og efnahagsspá næsta árs í desembermánuði sl. Kemur þar fram veruleg breyting frá því sem áætlað var í októbertölunum. Ber þar auðvit- að hæst að þjóðarframleiðsla ársins 1984 er nú talin hafa numið um 67.300 m.kr., en þetta samsvarar 0.4 samdrætti þjóð- arframleiðslu frá 1983 að raun- gildi. Fyrri áætlun hljóðaði upp á 1.2% samdrátt. Áður hafði verið spáð hagvexti upp á 1.8% á þessu ári, en nú er talið að hag- vöxturinn verði minni eða um í framleiðni. Talið er líklegt að verðbólgan verði um 4.5% í ár að meðaltali yfir öll OECD löndin. 0.6%. Þetta er þó ekki vegna minnkandi framleiðsiu á þessu ári, heldur þess að framleiðslan á síðasta ári reyndist meiri en áður vartalið. Horfurnar í verðlags- og kauplagsmálum hafa einnig gjörbreyst, sem kunnugt er og mun verðbólgan í ár verða svip- uð að meðaltali og var á sein- asta ári. Reiknað er með um 20% hækkun verðlags frá upp- hafi til loka ársins 1985. Kaup- máttur verður svipaður því og hann vará árinu 1984. Nú er gengið út frá því, að gengi erlendra gjaldmiðla breytist að jafnaði um 5% á þessu ári, en auðvitað getur út- koman úr kjarasamningunum næsta haust gjörbreytt þeirri mynd. Enn munu íslendingar eyða mjög um efni fram á þessu ári, og er því nú spáð, að halli á við- skiptajöfnuði muni nema sem svarar 5.6% af verðmæti þjóðar- framleiðslunnar. Er það allmiklu meira en áður var talið. Þjóðhagsstofnun breytir fyrri áætlunum sínum verulega 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.