Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.09.1985, Qupperneq 17
_____TÆKNINÝJUNGAR_____ Skrifstofuválar kynna nýja Ijósritunarvél Skrifstofuvélar hf. kynntu ný- verið nýjar gerðir af ljósritunar- vélurn U-Bix. Mátti þar sjá vélar fyrir smærri fyrirtæki sem stærri og möguleikar á notkun voru margvíslegir. U-Bix 120 er lítil vél sem býður upp á nýjar leiðir. Hún er það lítil og létt að auðvelt er að hafa hana alltaf í seilingarfjarlægð. Sjálf- stæðar einingar innri gerðar U-Bix 120 gera eigendum þeirra kleift að annast sjálfir viðhald vél- anna. Það að bæta við pappír eða dufti er eins auðvelt og að skipta um borða í ritvél og vélin gefur merki með góðum fyrirvara ef þarf að panta í hana myndtromlu eða duft. U-Bix er þurrduftsvé! og ljósritar því á allan venjulegan pappír, glærur og einnig á bréfs- efni með haus og skilar einstak- lega góðum ljósritum með grennstu línum. Þessi tegund hentar vel fyrirtækjum nteð litla ljósritunarþörf eða í stærri fyrir- tækjum þar sem þörf er á litlum ljósritunarvélum í einstökum deildum. U-Bix 250 er meðalstór ljósrit- unarvél með góða aðlögunar- hæfni. Hún hefur alsjálfvirkan frumritamatara sem skiptir ekki aðeins um frumrit á réttum tíma hjálparlaust heldur velur hún einnig rétta afritastærð fyrir hvert frumrit og bestu mögulegu lýsingu hverju sinni. Möguleikar eru jafnt á stækkun sem minnkun og undir- strikar það hve U-Bix 250 er frá- bær lausn fyrir þau fyrirtæki sem krefjast síbreytilegra stærðar- möguleika á frumritum og afrit- um. Frumritamatarinn sér um að vinna úr allt að 50 frumritum í senn þar sem stærðir geta verið allt frá B5 upp í A3. Hann velur pappírsstærð í samræmi við frum- ritið og sér um að lýsingin sé rétt hverju sinni. U-Bix hefur sjálfvirkan raðara sem sér um að raða og flokka af- ritin í allt að 10 hólf, pappírslag- erinn geymir 1000 blöð tilbúin til vinnslu og pappírsbakkarnir tveir taka hvor um sig 250 blöð af stærðunum A4 og A3. Áfallalaus ferill vélarinnar er tryggður með sjálfvirku rafeinda- eftirliti. Á stjórnborðinu sést ávallt hvar pappírinn er staddur í vélinni og hver staða vinnslunnar er. Ef eitthvað ber út af er það samstundis tilgreint á stjórnborði. U-Bix 280 ljósritar aðra eða báðar hliðar pappírsins sjálfvirkt og hún ljósritar einnig afmarkaða hluta frumritsins sé þess óskað. U-Bix 280 er með sjálfvirkan frumritamatara og velur sjálf rétta afritastærð. Þreplaus stækkun og minnkun frá 65%— 155% U-Bix 181-Zoom Ijósritunar- vélin er vél sem gerir kleift að láta ljósritunarvélina um vinnuna og unnt er að snúa sér að öðrum verkefnum á meðan. Vélin annast sjálf lýsingu og pappírsstærðir og óþarfi er að mata hana með frum- ritum. Sjálfvirkur frumritamatari gerir vélinni kleift að taka út nýtt og nýtt frumrit úr frumritabakk- anum án þess að mannshöndin komi þar nálægt. Með innbyggð- um rafeindabúnaði er unnt að „þurrka út“ það sem ekki er ósk- að eftir að sjáist, s.s. bréfhaus, nafn, verð eða afslátt. Það þarf aðeins að gefa henni leiðbeiningar um hvað eigi að gera og hún sér um að þurrka það út. U-Bix 181 sér einnig um að raða afritunum og 10 eða 20 hólfa raðarar sjá um að allt sé í röð og reglu. U-Bix 500Z er sérstaklega vel hönnuð vél sem afkastar 50 ein- tökum á mínútu. Hún hefur sjálf- virkan frumritaraðara og annast sjálf pappírsstærðir. Auk þess er hún þannig útbúin að hún getur ljósritað beggja megin á blað sjálfkrafa og raðar einnig blöðun- um í rétta röð. Sjálfvirkur tölvu- búnaður sýnir á ljósaborði hvað skal gera næst og gefur vélin allt að 50 skilaboð. U-Bix 500Z stækkar og minnkar og getur tekið A2 frumrit eða stækkað upp í þá stærð. Mikla athygli vakti vélin U-Bix CA 1000. Þar er um að ræða stóra töflu sem skrifað er á og saman- stendur af fimm flötum og er hver flötur um sig 880x1240 mm. Þeg- ar skrifað hefur verið á fyrsta flöt- inn þarf ekki annað að gera en ýta á takka og vélin ljósritar það sem á töflunni stóð — allt upp í 99 eintök í stærðinni A-4. Með því að ýta á annan takka flyst taflan á næsta flöt og meðan skrifað er á hann ljósritar vélin það sem upp- haflega var skrifað. Vélin er útbú- in minni þannig að ekki þurrkast út það sem skrifað hefur verið nema viðkomandi þurrki það sjálfur út með svampi. Þessi vél hentar einkar vel á fundum, sýn- ingum, tískusýningum, ráðstefn- um o.s.frv. þar sem möguleiki þarf að vera fyrir hendi að af- henda ljósrit af því sem skýrt hef- ur verið út. Skrifstofuvélar hafa um nokk- urt skeið selt vélina U-Bix 180Z sem er kölluð „ljósritunarvélin sem hugsar stórt.“ Hún ljósritar í lit, gerir smátt letur að stóru og dregur stórlega úr kostnaði við ónýt afrit. Þessi vél stækkar og minnkar í 1% þrepum upp í 155% eða niður í 65% af frumriti. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.