Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 60
utmnqar
Minni flugfrakt hér
á landi en erlendis
í alþjóðlegri flugstarf-
semi hefur orðið einna
mest aukning á vöruflutn-
ingum á liðnum misser-
um, mun meiri en verið
hefur á farþegaflutning-
um. Sú hefur einnig orðið
raunin hjá íslensku milli-
landaflugfélögunum,
Amarflugi og Flugleiðum
en þau eru svo til einu að-
ilarnir er stunda flug með
vörur til og frá landinu.
Flugleiðir var með um
82% af þessum markaði á
síðasta ári.
Vöruflutningar Flugleiða í
Evrópufluginu stóðu í stað milli
áranna 1985 og 1984 voru rúm
2.700 tonn bæði árin. Hjá Arnarflugi
varð aukningin í fraktfluginu um
55% milli ára. Magntölum er þó ekki
saman að jafna. Alls flutti Flugleiðir
um 4.281 tonn af frakt árið 1984
milli Islands og annarra landa og
3.958 tonn árið 1985. Hér er um
minnkun að ræða milli ára sem skýr-
ist aðallega af um 27,5% minni flutn-
ingum frá íslandi til Bandaríkjanna.
Einnig varð um 8% minnkun á flutn-
ingum frá Bandaríkjunum til Islands.
Arnarflug flutti 275 tonn árið 1983,
sem var fyrsta heila árið er haldið var
uppi áætlunarflugi milli íslands og
Hollands, 560 tonn árið eftir og
flutningarnir í ár urðu 880 tonn, sem
er meira en fyrstu áætlanir gerðu ráð
fyrir.
Mögulegt er að hlutur flugfraktar
á íslandi eigi enn eftir að aukast. Sú
hefur verið þróunin erlendis að
flugfélög annist flutninga á nálega
1% stykkjavöruflutningum. Allmikið
vantar á að því marki sé náð hérlend-
is því það er nálægt 10 þúsund tonn
á ári. Flugleiðir og Arnarflug eru svo
ti! einu aðilarnir sem stunda vöru-
flutnigna með flugi til og frá íslandi.
Cargolux hafði viðkomu hérlendis
síðastliðinn vetur á leið sinni frá
Evrópu til Bandaríkjanna, sérstak-
lega í sambandi við fiskflutninga.
Ljóst er að ekki verður af því í vetur.
Cargolux flýgur ekki fraktflug til Is-
lands í vetur.
Leiguflugfélögin hafa einnig
hlaupið undir bagga t.d. þegar
skyndilega hefur þurft að sækja
varahluti. Vöruflug áætlunarfélag-
anna er nær eingöngu bundið við
ákvörðunarstaði þeirra, en síðan
hafa þau samstarf við önnur félög
um framhaldsflutninga. Þannig
stundar Arnarflug nú aðeins vöru-
flutninga milli Amsterdam og Kefla-
víkur og mestu fraktflutningar Flug-
leiða eru milli Kaupmannahafnar og
íslands, en miklir flutningar eru
einnig frá London og Lúxemborg. Þá
er að jafnaði nokkuð um fraktflutn-
inga á þeim leiðum Flugleiða sem
aðeins er flogið til á sumrin.
Aðdrættir og
framhaldsflutningar
Bæði félögin stunda hins vegar í
nokkrum mæli aðdrætti til áfanga-
staða sinna erlendis. Er þá flogið eða
ekið með vörurnar á áfangastaðina
og þær síðan fluttar yfir hafið.
Þannig flytja Flugleiðir allmikið af
vörum frá Hollandi gegnum Lúxem-
borg og Arnarflug hefur nýlega opn-
að sérstaka skrifstofu í Kaupmanna-
höfn til að annast fraktflutninga milli
Danmerkur og Islands. Oftast fara
þessir aðdrættir fram með flugvél-
um, enda miðar flugfraktin að því að
stytta sem mest flutningatímann og
vörumeðferð er oft betri.
Flugfélögin hafa samninga við
erlend flugfélög um framhaldsflutn-
inga eða aðföng. Er þarna yfirleitt
um að ræða gagnkvæma samstarfs-
samninga. Getur Arnarflug t.d. feng-
ið vörur fluttar frá Bandaríkjunum
með KLM og fleiri flugvélögum til
Hollands og öfugt og Flugleiðir hafa
samninga við fjölda flugfélaga um
framhaldsflutninga enda eru Flug-
leiðir aðilar að IATA.
Samkeppni milli félaganna er all-
nokkur. Þannig hefur t.d. Arnarflug
tekið blómaflutninga frá Flugleiðum
frá Hollandi eftir að félagið hóf að
fljúga þangað. Engu að síður flytja
Flugleiðir ýmsan varning frá Hol-
landi gegnum Lúxemborg til íslands
og hafa þannig bætt á sig blómum.
Flugleiðir hafa í áratugi haft um-
boðsmann í Amsterdam og hefur fél-
agið nýleg skipt um mann sem mun
halda áfram sölustarfi þar í landi
enda þótt Arnarflug stundi áætlunar-
flug sitt.
60