Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 62
Bækur
Bókvitið véfengt
Karl Birgisson
skrifar frá
Bandaríkjunum:
Sú var tíðin að eingöngu
skáldsögur og ævisögur
náðu sæti ofarlega á lista
yfir metsölubækur hér í
Bandaríkjunum. Á síðustu
árum hefur hins vegar
mátt sjá þar ritverk um
efni sem aðeins fáir út-
valdir létu sig varða áður
fyrr. Þetta eru bækur um
stjórnun og rekstur fyrir-
tækja.
Bandaríkjamenn vöknuðu upp við
vondan draum á seinni hluta síðasta
áratugar. Japanir voru að yfirtaka
markaði þar sem Bandaríkjamenn
höfðu talið sig í forystu, sérstaklega í
bíla- og hátækniiðnaði. Japanskar
vörur voru ódýrari og oftast betri en
þær bandarísku og inn í landið
streymdu vörur sem bandarískur
iðnaður átti ekkert svar við.
Það tók Bandaríkjamenn nokkur
ár að átta sig á hvað var að gerast. A
eftir fylgdi sjálfsskoðun og gagnrýni
á iðnaðinn í landinu, jafnt nýjan sem
hefðbundinn. Niðurstaðan varð í
stuttu máli sú að bandarísk fyrirtæki
væru yfirleitt illa rekin, framleiðni
væri lág og úreltar aðferðir notaðar
bæði við framleiðslu og stjórnun.
I kjölfarið kom svo heilt syndaflóð
bóka um hvað mætti betur fara hjá
bandarískum fyrirtækjum. í flestum
þessara bóka var lögð áhersla á
bættar stjórnunaraðferðir og kenn-
ingar um stjórnun urðu eins konar
tískufyrirbæri í viðskiptaheiminum
og meðal fræðimanna. Meðal vand-
aðra bóka má nefna Theory Z eftir
William G. Ouchi, sem greinir frá
japönskum stjómunaraðferðum og
hvað bandarískir atvinnurekendur
geta lært af þeim. In Search of Exell-
ence heitir önnur og er úttekt á
nokkmm best reknu fyrirtækjum
Bandaríkjanna. Nýlega kom út sjálf-
stætt framhald þeirrar bókar, A
Passion for Exellence. Allar urðu
þessar bækur metsölubækur og em
notaðar við kennslu í viðskiptadeild-
um flestra háskóla hér í landi.
Skóli líf sins
Þótt bandarískir háskólar njóti
mikillar virðingar í viðskiptaheimin-
um og keppt sé um nemendur sem
koma út úr þeim bestu, em alltaf til
nokkrir efasemdarmenn um gildi
bókvitsins. Einn þeirra er Mark H.
McCormack, forstjóri og stofnandi
International Management Group,
sem á líklega manna mestan heiður
af því að hafa gert íþróttir að „iðn-
aði“ í Bandaríkjunum. Hann hefur
nýlega gefið út bók sem stefnir hátt á
metsölulistum. Hún heitir einfald-
lega What They Don’t Teach You at
Harvard Business School eða „Það
sem ekki er kennt við viðskiptadeild
Harvard- háskóla".
McCormack hefur takmarkað álit
á skólalærdómi sem undirbúningi
fyrir störf í viðskiptalífinu. Slíkur
lærdómur veitir í besta falli undir-
stöðu, en ýtir í versta falli undir
hroka gagnvart þeim sem ekki hafa
alla sína þekkingu af bókum. Próf-
gráður geta aldrei komið í stað al-
mennrar skynsemi og tilfinningar
fyrir fólki og umhverfi, að áliti
McCormacks. Það er einmitt þetta
síðamefnda sem þarf til að ganga vel
í viðskiptum, segir hann í bók sinni.
Sjálfur er McCormack með lögfræði-
próf frá Yale.
Bókin skiptist í þrjá kafla: Fólk,
Sala og samningaviðræður og Rekst-
ur fyrirtækis. Allir eru þeir hlaðnir
stuttum sögum frá glæsilegum ferli
McCormacks og lærdómi sem af
þeim má draga.
I fyrsta kafla greinir einfaldlega
frá fólki. Það gildir einu hvað maður
er að fást við í viðskiptum, segir
McCormack. í öllum tilvikum er
fyrst og fremst verið að fást við fólk.
Einstaklingar eru hver öðrum ólíkir
62