Frjáls verslun - 01.06.1987, Blaðsíða 53
Fylgst meö af athygli í hita umræöna í fyrirlestrasal.
ari snertingu við raunveruleika við-
skiptalífsins, fyrirtæki fá úrlausn á
vandamálum sínum og tengsl IMEDE
við atvinnulífið eflast enn frekar. Sum
þessara verkefna eru síðan notuð sem
kennsluefni á næstu árum.
Það er því ekki að ástæðulausu að
samlíkingin við kennsluspítala er oft
notuð til að lýsa því sem fram fer við
IMEDE.
Samskiptatækni
Öllum nemendum er skipt í 10-11 um-
ræðuhópa til undirbúnings að hverju
verkefni. Á fyrri hluta námsársins er
skipan umræðuhópanna breytt í byrjun
hvers áfanga en á seinni hlutanum er
skipan þeirra óbreytt. I lok hvers áfanga
á fyrri hluta er hópunum úthlutað
áfangaprófsverkefni og þeim fengnir
tveir sólarhringar til að undirbúa lausn-
ir sínar og verja þær fyrir prófnefnd.
Hóparnir eru síðan metnir til einkunnar
eftir úrlausnum sínum og virkni hvers
einstaklings í kynningu á úrlausninni.
Það reynir því mjög á hæfileika nem-
enda í samskiptum við aðra, þ.e. að að-
lagast nýjum einstaklingum og að ná
árangri í hópstarfi undir álagi. í um-
ræðuhópunum miðla nemendur af þekk-
ingu sinni og reynslu sem er mjög dýr-
mætt með hliðsjón af mismun þeirra eft-
ir menntun, þjóðerni og starfsreynslu.
Jafnframt er lögð áhersla á funda- og
samningatækni, ræðumennsku, fram-
setningu verklausna, hnitmiðaða
skýrslugerð og tölvunotkun, enda er
hún sívaxandi þáttur í starfi stjórnenda.
Við kennslu í samningatækni og ræðu-
mennsku er m.a. notast við myndbands-
tækni til að nemendur átti sig frekar á
því sem betur má fara.
Mat á frammistöðu
nemenda
Mat á frammistöðu nemenda er eink-
um þríþætt. I fyrsta lagi metur hver
prófessor nemanda eftir frammistöðu
hans og frumkvæði í umræðum í fyrir-
lestrum svo og frammistöðu í skyndi-
prófum og liggur mat hans fyrir í lok
hvers áfanga. I öðru lagi eru umræðu-
hópar metnir í áfangalok eins og áður
greinir og í þriðja lagi þreyta nemendur
víðtækt grunnpróf í lok 3. áfanga.
Mjög vandlega er fylgst með árangri
hvers og eins nemanda frá einum
áfanga til annars og þess gætt að hann
uppfylli sífellt þær kröfur sem gerðar
eru fyrir skólavist við skólann.
Unnið undir álagi
Vinnuálag á nemendur er mikið. Hin
daglega stundaskrá með fyrirlestrum og
umræðuhópum er frá kl. 8-17 (til há-
degis á laugardögum), en síðan tekur
við undirbúningur að næsta degi, að
jafnaði 6-8 klst. Samhliða því vinna
nemendur að ráðgjafarverkefnum og at-
vinnuleit á seinni hluta námsársins.
Með þessu er nemendum ætlað að þjálfa
sig í að vinna hratt, skilja hismið frá
kjarnanum og setja viðfangsefni sín í
forgangsröð.
Eins og gefur að skilja setur þetta enn
frekari pressu á þá sem eru með fjöl-
skyldur sínar með sér en einstaka nem-
endur hafa tekið þann kost að skilja þær
eftir heima og einbeita sér að náminu. í
þessum efnum verða menn því að velja
og hafna.
Til að stytta sér stundir hafa makarn-
ir með sér formlegar og óformlegar sam-
komur, jafnframt því sem fjölskyldum er
boðið mánaðarlega til hádegisverðar í
skólanum. Auk þess hefur skólinn hald-
ið styttri námskeið fyrir maka og sam-
eiginlegt námskeið með mökum og nem-
endum.
Aðstoð við starfsval
IMEDE starfrækir sérstaka skrif-
stofu sem hefur það verkefni að koma
þeim nemendum, sem ætla að leita sér
53