Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 9

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 9
FRETTIR z Arnar Bjamason. YFIRMAÐUR ERLENDRA VIÐSKIPTA Arnar Bjarnason rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri erlendra viðskipta í Verslunar- bankanum. Arnar er þrí- tugur að aldri og hefur lokið viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Islands og MBA prófi frá University of Aston í Birmingham á Englandi. Arnar starfaði með námi sínu hjá IBM á Is- landi. Hann var fjármála- stjóri ferðaskrifstofunn- ar Úrvals hf. í eitt ár og fjármálastjóri Bílaborgar hf. um skeið. Sambýlis- kona hans heitir Guðný Anna Vilhelmsdóttir og þau eiga eina dóttur. Arnar segir að Verslun- arbankinn ætli nú að leggja aukna áherslu á erlend viðskipti. Til að ná til sín meiri erlendum viðskiptum verður lögð áhersla á góða þjónustu, fljótari afgreiðslu en nú viðgengst, vönduð vinnu- brögð og nýjungar sem kynntar verða síðar. AUGLÝSINGAMARKAÐURINN: SÓKN HJÁ STÖÐ 2 — MINNKAR AKINS HJÁ MORGUNBLADINU EKKIÚT Á LANDSBYGGÐINA aukning auglýsinga- magns hjá Stöð 2 í sept- ember og október sé 60- 65% miðað við sömu mánuði 1987. Hann segir að Stöð 2 láti tímamæla allar sjónvarpsauglýsing- ar beggja stöðvanna og samkvæmt þeim mæling- um sé magnsamdráttur um 15-20% hjá Ríkis- sjónvarpinu í september og október miðað við sömu mánuði í fyrra. Hjá Frjálsu framtaki hef- ur auglýsingamagn auk- ist um 15% í tímaritum fyrirtækisins í september og október samanborið við sömu mánuði 1987. í októberblaði Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kemur fram í grein eftir Þorleif Þór Jónsson að nýverið hafi Akureyrarbær auglýst eftir hagsýslustjóra. Gerð var krafa um við- skiptafræðimenntun og í boði voru góð laun, áhugavert starf og ágætir framainöguleikar. Þor- leifur segir að ekki svo mikið sem ein fyrirspurn hafi borist um starfið. Svo virðist sem við- skiptafræðingar og hag- fræðingar séu tregir til starfa á landsbyggðinni. Fram kemur að einungis 16% félaga í FVH séu ut- an höfúðborgarsvæðisins þó svo launakjör þeirra séutalin9-10%betriúti á Erfitt er að fá viðskiptafræðinga til starfa á lands- landi. byggðinni. Stöð 2 er að stórauka hlut sinn á íslenskum auglýs- ingamarkaði um þessar mundir. Viðskiptin virð- ast þeir taka frá Morgun- blaðinu og ríkissjónvarp- inu. I athugun sem Frjáls verslun hefur gert kemur fram að auglýsingamagn í Morgunblaðinu hefur minnkað um 10% í sept- ember október 1988 í samanburði við sama tíma í fyrra. Sighvatur Blöndahl fram- kvæmdastjóri markaðs- sviðs hjá Stöð 2 segir að 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.