Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 17
MÁL-
VERKÁ
MARK-
AÐI
• FRJÁLS VERSLUN KANNAR KAUP OG SÖLU
Á MÁLVERKUM OG GRAFÍK HÉR Á LANDI
ákaflega erfitt er að fá nokkra heildar-
mynd af umfangi viðskipta með
myndlist. Slíkum upplýsingum er
hvergi safnað saman á einn stað og
reyndar eru viðskiptaaðilar tregir til
að tjá sig um efnið. Opinberar tölur
um þessi viðskipti eru nánast engar til
og þeir sem til þekkja hafa sjaldnast
nægjanlega yfirsýn til þess að geta
lagt mat á markaðinn í heild. En lítum
nánar á söluleiðirnar og mismunandi
eðli þeirra.
UMBOÐSSALA
Með umboðssölu er átt við þau við-
skipti sem fara fram í gegnum þriðja
aðila án þess að seljandi og kaupandi
hafi beint samband sín á milli. Þessi
tegund viðskipta fer einkum fram hjá
galleríum og listmunahúsum. Fyrr á
árum voru einkum tvö fyrirtæki hér á
landi í fararbroddi umboðssölu, þ.e.
Listmunahús Knúts Bruun og Klaust-
urhólar, en urnsvif þessara fyrirtækja
hafa minnkað til muna. Gallerí Borg
hefur nú tekið forystu varðandi þenn-
an hluta markaðarins, en auk þess
hafa ný fyrirtæki á borð við Gallerí
Nýhöfn í Hafnarstræti fikrað sig
áfram inn á þennan markað.
Lítið er vitað um umsvif þessara
fyrirtækja annað en að Gallerí Borg
hefur vaxið afar hratt á síðustu miss-
erum og er nú langstærsti umboðssali
verka „gömlu meistaranna" og nýtur
vaxandi trausts sem ráðgefandi fyrir-
tæki varðandi listaverkakaup. Ovíst
er hver velta fyrirtækisins er ná-
kvæmlega, en hún hleypur á nokkr-
um tugum milljóna á ári. Samanlagt
gætu fyrirtæki á þessu sviði því velt
hátt í hundrað milljónum árlega.
SALA Á SÝNINGUM OG VINNUSTOFUM
Umfangsmesti þáttur viðskipta
með myndlist er væntanlega sú sala
sem fram fer á sölusýningum og beint
afvinnustofumlistamanna. Geysileg-
ur Qöldi sýninga er haldinn á ári hverju
og hefur farið vaxandi hin síðari ár. A
árunum 1985 og 1986 voru haldnar um
170 myndlistarsýningar hvort ár, þ.e.
sölusýningar eins listamanns eða
fleiri í senn. Afar misjafnt er hversu
mikið einstakir listamenn selja á
hverri sýningu og ógerningur að
nefna einhverja meðaltalstölu í því
sambandi. Vel þekktir listamenn geta
17