Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 50
RAÐGJÖF
„Það vantar trúnaðar-
traust á milli stjórn-
málamanna og at-
vinnulífs. Þeir sem
stunda áætlanagerð
verða að geta treyst
orðum stjórnmála-
manna.“
ur fyrirtækja reyni í lengstu lög að komast
hjá gjaldþrotaskiptum. Það vill enginn sjá á
eftir umfangsmiklum rekstri og góðu
starfsfólki. Hins vegar má vera ljóst að því
fyrr sem horfst er í augu við vandann,
þeim mun minni skaða veldur hann ef til
gjaldþrots kemur. Með því móti er einnig
auðveldara fyrir nýja aðila að taka við og
byggja upp á nýtt ef aðstæður og áhugi eru
fyrir hendi. Áframhaldandi taprekstur fjár-
magnaður með lánsfé gerir aðeins illt
verra.“
ATVINNUÁSTAND OG BYGGÐASTEFNA
„Stjómmálamenn og stjórnendur fyrir-
tækja verða að gera sér grein fyrir því að
fyrirtæki eru ekki þannig upp byggð að
þau geti haldið uppi atvinnu sem á sér
engar forsendur,“ segir Reynir. „Það er
hlutverk stjómvalda og almannasjóða,
m.a. atvinnuleysistrygginga, að bregðast
við þeim vanda sem skapast við samdrátt í
atvinnulífinu. Fyrirtækin geta ekki staðið
undir duldu atvinnuleysi, það samrýmist
ekki hlutverki þeirra. Þetta hefur hins
vegar verið gert, bæði hjá einkafyrirtækj-
um og opinbemm aðilum þar sem víða
mætti komast af með færra fólk til að leysa
þau verkefni sem þar er sinnt.
Talið hefur verið að almenn samstaða
sé um að halda landinu öllu í byggð. Á
þessari forsendu hefur verið farið út í
verulegar fjárfestingar í opinberri þjón-
ustu og einnig hafa lánafyrirgreiðslur verið
veittar til einstaklinga og félagasamtaka til
uppbyggingar atvinnuvega víðs vegar um
landið.
Því miður hefur komið í ljós að forsend-
ur margra þessara fjárfestinga hafa ekki
staðist, t.d. hvað varðar veiðar og vinnslu
hefur hráefnisöflun verið ofmetin, mann-
aflinn er oft ófullnægjandi í þeim tilvikum
miðað við stærð fyrirtækja og því hefur í
auknum mæli þurft að byggja á erlendu
vinnuafli. Þetta hefur síðan kallað á aukið
íbúðarhúsnæði fyrir aðkomufólk þegar
álagið er sem mest. Með þessari aðferð
hafa einingamar orðið allt of margar og
dreifðar til þess að hægt sé að nýta þær á
hagkvæman hátt.
Þegar samdráttur verður getur
byggðastefnan snúist upp í átthagafjötra.
Litlar Iíkur em á að sjávarafli aukist á
næstu ámm. Þessa staðreynd verða
menn að sætta sig við og því er nauðsyn-
Iegt að endurskipuleggja starfsemina svo
hún geti skilað hámarksverðmætaaukn-
ingu og arðsemi. Þetta verður ekki gert
nema með aukinni framleiðni sem krefst
samruna fyrirtækja og fækkun veiði-
skipa.“
— Hefur skort á skipulögð vinnubrögð
hjá íslenskum fyrirtækjum að ykkar mati?
„Þeirri spumingu verður að svara ját-
andi,“ segir Gunnar. „Við sjáum þvímiður
of mörg dæmi þess að fyrirtæki em illa
stödd af því að einföldustu gmndvallar-
þáttum í rekstrinum er ekki sinnt. Auðvit-
að em til aðilar sem standa sig vel og halda
vel utan um sína rekstrarþætti. Við viljum
hins vegar að þessir aðilar verði í ríkari
mæli hafðir sem fyrirmynd annarra.
Hins vegar má ekki gleyma því að það
er fyrst í stöðugra starfsumhverfi sem
unnt er að gera meiri kröfur til stjómenda
fyrirtækja. Við núverandi aðstæður er of
margt sem gerir stjómendum erfitt fyrir
við rekstur fyrirtækja samkvæmt ýtmstu
kröfum og of margt sem stjórnendur geta
skýlt sér á bak við. Þegar almennar starfs-
aðstæður em til staðar er mun auðveldara
að beita þeim stjórntækjum sem nefnd
vom hér að ofan en hins vegar er meiri
þörf á að þeim sé beitt með skipulögðum
hætti þegar aðstæður em ótryggar og
þörf skjótra viðbragða."
— Hverja teljið þið framtíð íslenskrar
rekstrarráðgjafar vera?
„Framtíð íslenskra rekstrarráðgjafa
ræðst af reynslu þeirra og getu til að að-
stoða fyrirtæki til að ná bættum árangri.
Þrátt fyrir aukna tölvunotkun í fyrirtækj-
um, sem hefur yfirtekið ákveðna hluti, þá
em og verða þættir eins og stefnumörk-
un, stjómun, starfsmannahald, markaðs-
mál og kannanir stöðugt mikilvægari í upp-
byggingu og rekstri fyrirtækja.
Eftir því sem stöðugleiki umhverfisins
er minni þeim mun mikilvægara er að end-
urskoða framangreinda þætti reglulega og
afla upplýsinga um viðskiptavinina, við-
horf þeirra og óskir."
50