Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 53

Frjáls verslun - 01.08.1988, Page 53
ORYGGISMAL FYRIRTÆKIAISLANDI EKKINÓGU VEL VARIN „Fyrirtæki á íslandi eru alltof opin og óvarin og almenningur of grandalaus gagnvart ránum og innbrotum. Hér á landi er mjög lítið um skipulagða glæpi, þjófnaði eða innbrot og því ætti að vera auðvelt að halda smá- þjófunum úti og varna innrás í fyrirtæki með litlum tilkostn- aði,“ sögðu starfsmenn lögregl- unnar í Reykjavík, þeir Ómar Smári Armannsson og Jónas Hallsson og fulltrúi Rannsókn- arlögreglu ríkisins, Jónas Bjarnason. Þessir menn hafa allir starfað við forvarnir hjá lögreglunni og Frjáls verslun bað þá um að gefa eigendum fyrirtækja nokkur góð ráð til þess að verjast innbrotum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs eða á tímabilinu frá l.janúar til l.apríl voru 185 innbrot og þjófnaðir tilkynnt til lögreglunnar. Langflest þessara til- fella snertu verslanir og önnur fyrir- tæki eða samtals 121 tilfelli. Eigendur fyrirtækja þurfa því að vera vel á verði. En með fyrrgreindum tölum er ekki öll sagan sögð. Þjófnaðir eiga sér stað þótt ekki sé um innbrot að ræða og það yfirleitt um hábjartan dag. Al- gengast er að veskjum, peningum og ávísunum sé stolið og iðulega fer sá þjófnaður fram í fyrirtækjum. „Auðveldasta leiðin fyrir misindis- fólk til að komast yfir skjótfengna fjár- muni er að næla sér í tékka, falsa þá og selja. Bankakortin hafa engu breytt í þessu tilliti því yfirleitt ná Ómar Smári Ármannsson. TEXTI: KATRÍN BALDURSDÓTTIR MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON O.FL. 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.