Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 57

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 57
BÆKUR IACOCCA MÆTTUR AFTUR TIL LEIKS MEÐ AÐRA BÓK Greinarhöfundur, Þórður Sverrisson er rekstrarhagfræðingur frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn. Hann starfar sem markaðsstjóri Verslunarbanka íslands hf Þá er Lee Iacocca mættur aft- ur til leiks með aðra bók sína „Talking Straight“ en sú fyrri, sem út kom árið 1984, seldist í 6.5 milljónum eintaka. Sú bók vakti feikna athygli enda fjallaði hún um frægan og umtalaðan brottrekstur Iacocca frá Ford bílaverksmiðjunum þar sem hann hafði starfað í marga ára- tugi og var orðinn næstæðsti maður fyrirtækisins á eftir hin- um skapstóra Henry Ford II. Ótrúleg en glæsileg var frásögn Iacocca af því er hann, 53 ára að aldri, tók við forstjórastólnum hjá Chrysler sem rambaði á barmi gjaldþrots. Iacocca og félögum tókst á undra- verðan hátt að snúa þróuninni við og stýra Chrysler út úr eríiðleikunum. Sú saga átti að sjálfsögðu stærsta þáttinn í því að gera Lee Iacocca að þeim fræga manni sem hann óneitan- lega er í dag. Á skömmum tíma varð hann einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi því alla fýsti að heyra í mannin- um sem var aðalhöfundurinn að einni glæsilegustu björgun stórfyrirtækis í sögunni. í fyrri bók sinni varð Iacocca, eðli málsins samkvæmt, tíðrætt um stjórnunarleg málefni þ.e. hluti bók- arinnar fór í að greina frá þeim stjórn- unaraðferðum sem hann beitti bæði hjá Ford og þó einkum hjá Chrysler. Þannig var sú bók mjög viðskiptalegs eðlis. í þessari nýju bók Iacocca er hins vegar annað upp á teningnum. Hér fjallar Iacocca jafnt um lífið og tilveruna sem og bein stjórunarleg málefni. Og ekki er annað hægt að segja en hann geri það með glæsibrag. Fersk- leikinn, gamansemin og hreinskilnin, allt er þetta til staðar á sama hátt og í fyrri bókinni. Iacocca er einnig af- slappaðri í frásögn sinni. Hann hefur stýrt stóru fyrirtæki í stormasömum veðrum á lygnan sjó og nálgast ævi- kvöld sitt. Reynslan hefur kennt hon- um margt bæði í stjómkænsku og innsýn í mannlegt eðli. Allt þetta ein- kennir bókina. En lítum aðeins nánar á skoðanir Iacocca. ÆSKAN OG ELLIN Iacocca hefur ákveðnar skoðanir á börnum og barnauppeldi. í hans huga er ekkert mikilvægara en að ala börn upp í góðum anda, kenna þeim góða siði og hjálpa þeim til að verða góðir þjóðfélagsþegnar. „Af öllum þeim erf- iðu verkefnum, sem ég hef unnið við á ævinni, hefur ekkert verið erfiðara né mikilvægara fyrir mig en starf mitt sem faðir“ segir Iacocca. „Börnin mín skiptu mig alltaf mestu máli. Ef ég hefði sigrað heiminn en bömin mín orðið mislukkuð, hefði ég álitið sjálfan mig hafa brugðist." Strax í þessum fyrsta hluta bókar- innar kemur á óvart hversu einlægur og hreinskilinn Iacocca er. Að vísu hefur hann alltaf komið sér beint að efninu en hér gefur hann lesendum innsýn í sínar dýpstu tilfinningar. Þetta gefur bókinni mjög persónulegt yfirbragð og sker sig að því leyti til frá örðum bókum svipaðs eðlis. Um leið og Iacocca fjallar um gildi heilbrigðar æsku gagnrýnir hann harðlega meðferð aldraðra í Banda- ríkjunum. Hann segir að alltof mikið sé litið á fullorðið fólk sem útbrunna starfskrafta og án getu til að sinna verkefnum. „Þetta hugarfar þarf að breytast, segir Iacocca. „í Japan er borin mikil virðing fyrir fullorðnu fólki. Viðhorf austurlandabúans er að því eldri sem menn eru þeim mun vitrari séu þeir.“ 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.