Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 59

Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 59
öllum starfsmönnum fyrirtækisins. Allt veltur þetta á starfsmönnunum sjálfum. Þú getur ekki keypt gæði; það er eitthvað sem þú verður að skapa í gegnum starfsfólkið. Þegar allt kemur til alls þá er það á gæðun- um sem samkeppnisstaða okkar velt- ur.“ ÉG ER ÞEIRRAR SKOÐUNAR... Eins og minnst var á hér að framan hefur Lee Iacocca skoðanir á öllu milli himins og jarðar og er óhræddur við að segja þær. Lítum að lokum á nokk- ur dæmi: Nýríku uppamir í Wall Street eru gagnrýndir harðlega. Verðbréfa- vangaveltur eru ekki að skapi Iacocca. Að baki þeirra býr engin framleiðni, engin sköpun verðmæta eða fjölgun atvinnufyrirtækja. Iacocca er einnig öskuillur yfir árás- um fjársterkra einstaklinga á fyrir- tæki sem þurfa að eyða stórfé í að verjast átökunum og skilur þau eftir mun veikbyggðari. Datt manni nú óneitanlega í hug persónan Gekko í mynd Olivers Stone, „Wall Street." Ákæruæði Bandaríkjamanna fær sinn skammt. Allir eru að kæra alla í von um greiðslu skaðabóta. Þetta skapar vinnu fyrir lögfræðingana. „í Japan,“ segir Iacocca, „er aðeins einn lögmaður á hverja 9.600 íbúa en í USA er einn lögmaður á hverja 360. “ Ronald Reagan hefur ekki orðið ánægður við lestur bókarinnar. En samkvæmt ummælum Iacocca eru litlar líkur á að forsetinn lesi bókina. Hann telur Ronald Reagan óhæfan stjórnanda sem eigi t.a.m. afskaplega erfitt með að einbeita sér að ákveðnum málum og vilji helst lifa í einhverri draumaveröld þar sem allir eru ánægðir. Iacocca tekur víða mjög djúpt í árinni í gagnrýni sinni á forset- anum en hins vegar kann hann vel við manninn Ronald Reagan. Lækkandi standard í menntakerf- inu er Iacocca áhyggjuefni. Mennta- kerfið sé undirstaða framtíðarinnar og lykillinn að sterkri þjóð. Iacocca telur það válega staðreynd að 27 millj- ónir Bandaríkjamanna séu í raun ólæsir. Og fleira mætti telja til af beinsk- eittum skoðunum Lee Iacocca svo / þessari nýju bók sinni fjallar Iacocca jafnt um lífid og tilveruna og bein stjórnunarleg málefni. sem hlutverk fjölmiðla, hallimi á ríkis- búskapnum, viðskiptin við Japani, vandamál bænda, hvað hann gerði ef hann væri forseti Bandaríkjanna, hvað tekur við er hann hættir hjá Chrysler o.s.frv., o.s.frv. L0KA0RÐ Það ætti því að vera ljóst öllum þeim, sem lesa þessa umsögn, að Lee Iacocca lætur gamminn geysa í bókinni. Á 320 blaðsíðum er varla að finna dauðan punkt í frásögninni og bókin er því mjög skemmtileg aflestr- ar. Að sjálfsögðu eru ekki allir sam- mála skoðunum Iacocca en það er ljóst að honum er sama. Hann hefur litríkt mál og beitir andstæðum á lýs- andi hátt sem e.t.v. fer fyrir brjóstið á einhverjum. Hann lítur heldur ekki á sig sem einhvem fræðimann um stjómun, heldur jarðbundinn fram- kvæmdastjóra og sterkan leiðtoga. Sem sagt; skemmtileg, fróðleg og athyglisverð bók eftir sterkan pers- ónuleika sem segir nákvæmlega það sem honum býr í brjósti. LAGER- INNRÉTTINGAR m (n pjl , V ffe Hr* - L; -1 verslanir og vörugeymslur - Góðar í bílskúrinn og geymsluna - Sterkar og stílhreinar - Auðveldar í uppsetningu - Ókeypis kostnaðaráætlun VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF LYNGÁSI 15 210 GARÐABÆ SÍMI 91-53511 GÆÐI TJR STÁXJ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.