Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 60

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 60
EFNAHAGSMAL NÝSKÖPUN Greinarhöfundur, Ivar Jónsson, er félagsfræð- ingur frá Háskóla Islands, fil. cand í vísinda- og tækni- kenningum frá háskólanum í Gautaborg, M.A. í félags- og stjórnmálavísindum frá háskólanum í Essex í Englandi og er að Ijúka doktorsgráðu í félagshag- fræði frá háskólanum í Sussex. )G EFNAHAGSSTEFNUR Forsendur iðnaðar- og efnahagstefnu á Vesturlönd- um hafa breyst í grundvallar- dráttum á síðustu tveim ára- tugum. I fyrsta lagi eru utan- ríkisviðskipti mun umfangsmeiri en áður var samfara frjálsari viðskiptum milli landa og opnun hagkerf- anna. í annan stað hafa fjölþjóðleg fyrirtæki vaxið mjög hratt á þessu tímabili og fjár- festingar þeirra eru mikilvægari en áður fyrir efnahagsþróun einstakra ríkja. í þriðja lagi hefur virk þátttaka ríkisvaldsins og náið samstarf þess við fyrirtækin í Jap- an og hinum nýiðnvæddu ríkjum SA-Asíu, skapað nýjar leikreglur samkeppninnar á alþjóðamörkuðum þar sem svonefnd „strúktúralísk samkeppni" er stöðugt mikilvægari, eða m.ö.o. samhæfing stjómkerfis, samskipta aðila vinnumark- aðarins og tækni- og skipulagsþróunar. í íjórða lagi gegnir launþegahreyfingin mun mikilvægara hlutverki í launaþróun á Vesturlöndum en áður var, um leið og dregið hefur úr samkeppni og hreyfanleika á vinnumarkaðinum. Og loks, í fimmta lagi, hefur rannsóknar- og þróunarstarf- semi orðið stöðugt mikilvægari fyrir sam- keppnisstöðu fyrirtækjanna, en um leið hlutfallslega kostnaðarsamari. Sumpart er það vegna þess að arðsemi tækninýjunga og tækniumbóta á grundvelli hinnar „gömlu“ tækni (þ.e. orkufrek færibanda- tækni, línuleg tækni efnaiðnaðarins o.s.frv.) fer minnkandi og sumpart vegna þess að ef fyrirtækjum tekst ekki að nýta sér hina nýju rísandi upplýsinga- og sjálf- virknitækni, kann samkeppnisstöðu þeirra í framtíðinni að vera alvarlega ógn- að en það krefst mikilla rannsókna og þró- unar. Þessar breyttu forsendur hafa leitt til þess að efnahags- og iðnaðarstefnur sem reistar eru á hefðbundnum, nýklassískum og keynesískum kenningum vita allir hvað þetta er sem þetta bera (Keynes, John 1883-1946 breskur hagfræðingur og tals- maður ríkisarfskipta í markaðsmálum) eru vanmáttugri en áður. Ástæðan er sú að með opnun hagkerfanna dregur úr áhrifa- mætti hefðbundinna stjómtækja á sviði skatta- og peningastefnu til að draga úr efnahagssveiflum. Keynesískar og nýk- lassískar efnahagskenningar eru fyrst og fremst byggðar á líkönum af lokuðum hag- kerfum og hafa því stöðugt minna gildi eftir því sem hagkerfin opnast. Þessar kenningar eru einnig reistar á líkönum af hagkerfum þar sem gert er ráð fyrir að fullkomin samkeppni ríki og full- komin markaðsskil en með auknum fjár- festingum fjölþjóðlegra fyrirtækja, sam- þjöppun auðmagns (þ.e. fjármagns og fjár- muna) á mörkuðunum og auknum erfiðleikum smárra fyrirtækja til þátttöku í samkeppninni, hefur dregið úr gildi kenn- inga sem reistar eru á kenningum um frjálsa samkeppni og um leið efnahags- stefnum sem leggja höfuðáherslu á óbein afskipti hins opinbera af efnahagslífinu. Auk þessa ber að nefna að keynesískar og nýklassískar kenningar fást ekki við að skýra hreyfiöfl tækniþróunarinnar sem hluta af efnahagskerfinu og efnahagsþró- uninni. í þessum kenningum er tæknin skoðuð sem utanaðkomandi þáttur, sem kenning- amar fást aðeins við innan ramma fram- leiðslufalla, þ.e. sem val milli samsetning- ar launa og fjármuna í framleiðslunni á til- teknum vörum. Á túnabilum eins og í dag þegar þrátefli ríkir í tækniþróuninni og fyrirtækin og ríkisstjómir eiga erfitt með að velja milli hnignandi arðsemi „gömlu" tækninnar og óvissrar arðsemi nýju tækn- innar, dregur úr gildi þessara kenninga og þeirra efnahagsstefnu sem á þeim er reist og óhjákvæmilega fæst ekki af alvöru við vandamál tækniþróunarinnar. Loks ber að nefna að kenningar sem þannig eru reistar á líkönum af fullkominni samkeppni og skýra ekki tækniþróunina á viðhlítandi hátt, hafa minna gildi gagnvart sérstökum vandamálum smáríkja, þar sem hrein samkeppni er ólíklegri á mörk- uðum og smá fyrirtæki eiga í meiri erfið- leikum með að taka þátt í kapphlaupinu um tæknina en stór fyrirtæki á stórum heima- mörkuðum. Rannsóknir t.d. R. Kaplinsky sýna að stór fyrirtæki og fjölþjóðleg hagn- ýta sér nýju tæknina í mun ríkari mæli en smá fyrirtæki. Vegna þessara breyttu forsenda og minnkandi gildi hefðbundinna hagfræði- kenninga og efnahagsstefna er nauðsyn- legt að byggja iðnaðar- og efnahagsstefnu á kenningum sem fást á raunsæjan hátt við hið nána samspil efnahagslegra, stjóm- 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.