Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 61

Frjáls verslun - 01.08.1988, Síða 61
Japanir standa öðrum þjóðum fremur í efnahagslífinu. málalegra og félagslegra þátta í efnahags- og tækniþróuninni. Samkeppnishæfni fyrirtækja einstakra ríkja verður þannig að skoða í ljósi hugtaksins „strúkturalísk samkeppnishæfni" sem felur í sér að fyrir- tækjunum eru skapaðar ytri forsendur til hraðrar hagnýtingar nýrrar tækni, hvort heldur hún er í formi skipulagsnýjunga eða nýjunga í framleiðslutækni. Þessar forsendur fela ekki aðeins í sér stjómunarstefnur fyrirtækjanna, heldur einnig samhæfingu ytri þátta eins og t.d. samhæfingu samskiptakerfis aðila vinnu- markaðarins (industrial relations), hlut- verks ríkisvaldsins í nýsköpun, þróunar grunngerðar (infrastmcture) hagkerfis- ins, stjómkerfisins, menntakerfisins, rannsóknar- og þróunarstarfseminnar í tengslum við framleiðslu/markaðssetn- ingu fyrirtækjanna og síðast en ekki síst þróun iðnheilda (industrial complexes) þar sem samskipti framleiðenda og notenda framleiðslutækninnar eru náin og marg- falda nýsköpunarstarfsemina í hagkerfinu (dæmi um slíkt hér á landi er þróun fram- leiðslutækja fyrir fiskvinnslu og útveg). ÞRENNS KONAR ÞRÓUNARLEIÐIR Nú á dögum eru flestir sammála um að efnahagskreppan verði ekki eingöngu rak- in til olíukreppunnar á áttunda áratugnum. Vandamálið er djúptækara og tekur til minnkandi arðsemi á Vesturlöndum sem stafar af mettun markaða og harðnandi samkeppni í iðngreinum sem nýttu sér orkufreka færibandatækni til hins ýtrasta. Kreppueinkennin voru þegar komin fram í samdrætti í alþjóðaviðskiptum fyrir olíu- kreppuna 1974 og þegar leið á áttunda áratuginn áttu iðngreinar eins og bílaiðn- aðurinn, framleiðsla „hvítra“ heimilis- tækja, stál- og skipaiðnaðurinn og efnaiðn- aðurinn í miklum erfiðleikum. í grófum dráttum má segja að hægri- menn og vinstrimenn meðal stjórnmála- og fræðimanna séu sammála um að lausn kreppunnar felist í endurskipulagningu efnahagslífsins ásamt þróun og innleiðingu nýrrar tækni. Það sem menn greinir á um er hins vegar, hversu djúptæk þessi end- urskipulagning þarf að vera og hvaða leið ber að fara. I dag má greina þrjár megin- þróunarleiðir á Vesturlöndum sem eiga það sammerkt að bera mjög keim af sér- stæðum félagslegum og pólitískum að- stæðum í viðkomandi löndum. Hér er um að ræða engil-saxnesku leiðina, japönsku leiðina og þá norður-evrópsku. Markmið þessara ólíku þróunarleiða er hröð aðlögun að síbreytilegum aðstæðum á alþjóðamörkuðum en félagsleg og tækni- leg nýsköpun (social and technological innovations) í hagkerfinu er hér lykilatriði gagnvart bættri samkeppnishæfni fyrir- tækjanna. Yfirburðir japansks iðnaðar sýna þetta hvað skýrast og samkeppni í dag er flóknari en svo að nægilegt sé að skoða hana eingöngu í ljósi verðsam- keppni; við núverandi aðstæður er gæða- samkeppni og „strúktúralísk samkeppni" enn mikilvægari fyrir afkomu fyrirtækja og hagvöxt ríkja en áður var. Samspil innri og ytri þátta er þannig veigamest hvað varðar samkeppnishæfni, en þetta samspil er ólíkt eftir löndum og því er gjaman talað um „staðbundin ný- sköpunarkerfi“ (national systems of inno- vation), þegar nýsköpun og innleiðing nýrrar tækni í atvinnulífinu er skoðuð. A töflu 1 má sjá hvemig nýsköpunarkerfi Japana hefur hlutfallslega bætt frammi- stöðu þeirra samanborið við Bandaríkja- menn, þ.e. gagnvart uppfinningum í iðnaði eins og þær em skráðar veittum einka- leyfum í Bandaríkjunum (sem hyglir Bandaríkjamönnum í þessum saman- burði). Línurit 1 og tafla 2 sýna hvemig bandarískt efnahagsh'f hefur hlutfallslega dregist aftur úr samkeppnislöndum sfnum hvað varðar framleiðniaukningu. Rannsóknir á tengslum tækniþróunar og/eða nýsköpunar og hagvaxtar sýna að nýsköpunarviðleitni hefur mjög hvetjandi áhrif á hagvöxt 2 og 3 en ríkisstjórnir fara ólíkar leiðir að því marki að hraða endur- skipulagningu efnahagslífsins og auka nýs- köpun. Bandaríkjamenn og Bretar hafa gengið lengst í átt hefðbundinna nýklass- ískra kenninga og peningamagnskenn- inga, þó einkum Bretar. Hagstjómartil- raunir Thatchers og Reagans em vel þekktar og verður því ekki fjallað um þær sérstaklega hér. Við skulum skoða nýs- köpunarkerfi Japana og Svía sem dæmi um n-evrópsku leiðina. NÝSKÖPUNARKERFIJAPANA Verðhmnið á verðbréfamörkuðunum í október s.l. kom mörgum í opna skjöldu. Ójafnvægið á verðbréfamörkuðunum staf- ar af sveiflum í tiltrú á styrk bandarískra fyrirtækja samanborið við evrópsk og þó einkum japönsk fyrirtæki. Þessi óvissa mun ríkja þar til nýr efnahagslegur leiðtogi hefur tryggt sig í sessi og allt bendir til þess að Japanir muni taka yfir þetta hlut- verk. Astæðan er sú að japanska nýsköp- unarkerfið er mun skilvirkara en víðast annars staðar á Vesturlöndum og þeir færa sér mun hraðar í nyt hina nýju upp- lýsinga- og sjálfvirknitækni en keppinaut- ar þeirra. Skýringanna er að leita í samspili félagslegra og efnahagslegra þátta ekki síður en í tækninni sjálfri. Það er einmitt vegna þess hversu þróunin er í eðli sínu samfélagsleg sem hagfræðin nú á dögum er svo lítils megnug. Helstu ástæður þess að Japanir hagnýta sér hina nýju tækni miklu hraðar en sam- keppnislöndin eru vafalaust þessar: í fyrsta lagi höfðu þeir þegar á sjötta og sjöunda áratugnum tekið í sína þjónustu svokallaða lárétta stjómun sem, ólíkt hin- um ríkjandi skýra valdapýramída og ströngu sérhæfingu í vestrænum fyrir- tækjum, byggir á fjölhæfu starfsfólki og miklu upplýsingastreymi milli þess. Ástæðan var sú að Japanir lokuðu heima- markaðnum og fluttu inn tækni sem þeir þróuðu áfram og aðhæfðu japönskum að- stæðum. Um leið urðu þeir að brjóta niður deildarmúrana milli hönnunar, þróunar- starfssemi og markaðssetningar. Lárétt stjómun var því til þar þegar fyrir upp- lýsingatæknina. í annan stað hafði MITI, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, þegar á sjöunda ára- 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.