Frjáls verslun - 01.08.1988, Blaðsíða 68
»«í S/ ' /"íí' « 'í
IÐNAÐUR
Ingvi Ingason
framkvæmdastjóri
Rafha.
HÉR ER GOH AÐ VERA
• Rafha í Hafnarfirði er eitt elsta iðnfyrir-
tækið í bænum og markaði viss tímamót í
iðnsögu íslendinga. Þá hófst nútímaiðnaður
hér á landi þar sem framleiddur var fullunninn
iðnvarningur sem ekkert gaf eftir því sem
best gerðist erlendis.
Fyrirtækið tók til starfa árið 1937 og hefur
á þeim tíma framleitt eldavélar og önnur
heimilistæki sem hafa einhvern tímann þjón-
að á flestum heimilum landsins.
Að sögn Ingva Ingasonar, framkvæmd-
astjóra Rafha, eru helstu framleiðsluvörur
fyrirtækisins nú eldavélar, viftur, sérhæfð
tæki fyrir matvælaiðnað og mötuneyti auk
lampa og gluggaefnis. Fyrirtækið starfar í
dag á 6000 fermetrum og hafa 35 manns
atvinnu af rekstri þess.
Ingvi sagði að þau hjá Rafha litu fyrst og
fremst á fyrirtækið sem framleiðanda enda
þótt einnig væri talsvert af heimilistækjum
og innréttingum flutt til landsins og selt í
versluninni.
Það er greinilegt þegar gengið er um
ganga Rafha við Lækjargötuna í Hafnarfirði
að starfsemin hefur vaxið í gegnum tíðina.
Verksmiðjusvæðið er afar stórt og í mörg-
um byggingum sem tengjast innbyrðis. í
dag er verslun og skrifstofur í elsta hluta
sambygginganna og þar sáu blaðamenn
kunnuglega sjón: hina landsfrægu Rafha
eldavél sem allir kannast við enda framleidd
í tugþúsunda vís um áratuga skeið.
og átti sinn þátt í að í garð gekk búa hafa síðan haft atvinnu sína af
blómatími í bænum. Hundruð bæjar- Álverinu með einum eða öðrum
RAKARASTOFA
HÁRCREIÐSLUSTOFA
Herra og dömu:
Klippingar • Permanent
Strípulitanir • Djúpnæringai
Blástur • Hársnyrtivörur
Opið á laugardögum kl 9—12
Dalshrauni 13 - s 50507
hætti. Starfsmenn verksmiðjunnar
eru margir úr Hafnarfirði en það sem
þó hefur haft meira að segja er að iðn-
og þjónustufyrirtæki í bænum hafa
notið nábýlisins við þetta risastóra
fyrirtæki.
Nú eru uppi hugmyndir um að reisa
nýtt álver austan Reykjanesbrautar
og er ráð fyrir því gert að í tengslum
við það rísi næsta iðnaðarhverfi í
bænum. Verður nánar vikið að því
síðar.
Að sögn Guðmundar Áma Stefáns-
sonar eru einkum þrjú megin iðnaðar-
svæði í Hafnarfirði, en auk þess eru
fjölmörg fyrirtæki dreifð um eldri
bæjarhluta. Fyrst skal telja svæði á
Flatarhrauni, en það reis einmitt upp
úr hrauninu á árunum eftir 1970. Með
því hófst nýr kafli í sögu Hafnarfjarð-
arkaupstaðar. Næst má nefna svæði
austan Reykjanesbrautar, sk. Kap-
lakrikasvæði, en uppbygging þar
hófst um og eftir 1980. Má segja að
það sé senn fullbyggt þrátt fyrir
68