Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 71
ar. Bent er á að svæðið sé aðeins
rúman kílómetra frá Straumsvíkur-
höfn og um 3 kílómetra frá miðbæ
Hafnarfjarðar.
Reiknað er með að Hellnasvæðið
nægi til úthlutunar undir hvers konar
iðnað fram til aldamóta en það er hald
manna nú að uppbyggingu þess verði
lokið mun fyrr. í skipulaginu er lögð
áhersla á úrval mismunandi lóða-
stærða þar sem erfitt er að sjá fyrir
hvað varðar eftirspum og hvers kon-
ar fyrirtæki vilji nýta svæðið.
Eins og bæjarstjóri vék að hér fyrr
binda Hafnfirðingar miklar vonir við
öra þróun atvinnustarfsemi í Hellna-
hrauni og horfa þá ekki síst til stóriðju
og iðnaðar og þjónustu henni tengdri.
í aðalskipulagi bæjarins eru þessir
möguleikar reifaðir og m.a. bent á að í
hrauninu sé ákjósanlegt að koma fyrir
álsteypu, álvölsun, stálbræðslu, járn-
melmisiðnaði, magnesíumklór-
vinnslu, magnesíumálbræðslu, olíu-
hreinsunarstöð, títanframleiðslu, út-
flutningshöfn í tengslum við
hafnarmannvirki í Straumsvík og frí-
höfn á sömu slóðum.
Nauðsynlegur þáttur í stóriðju og
útflutningsiðnaði eru hafnarmann-
Suðurhöfnin í Hafnarfirði er virkt athafnasvæði og þar hefur risið öflugur
iðnaður tengdur hafnarstarfseminni.
FLUTTUST í FJÖRÐINN
Þorvaldur
Hallgrímsson fram-
kvæmdastjóri Hellu.
• Málmsteypan Hella hefur starfað í
nokkur ár að Kaplahrauni 5 í Hafnarfirði en
var þar áður við Síðumúlann í Reykjavík.
Fyrirtækið annast hvers konar ál- og kopar-
steypu og tekur að sér fjölbreytileg verk-
efni. Það sáum við blaðamenn er Þorvaldur
leiddi okkur inn í sal þar sem módel voru
geymd: hundruð smárra og stórra fyrir-
mynda að hverju því sem mönnum dettur í
hug að framleiða úr málmi.
Eins og áður sagði hefur málmsteypan
Hella verið um tíma í Hafnarfirði eða frá
ársbyrjun 1985. Sagði Þorvaldur mikinn
mun á því að reka starfsemina á einni hæð
og auk þess í húsi sem væri sérhannað fyrir
málmsteypu. Hann kvað mest af framleiðsl-
unni vera smiði eftir nýjum mótum en minna
af raðsmíði. Þó væri reynt að nota tímann á
milli sérpantana til að framleiða á lager og
sagði hann mikla sölu vera í sorprennulok-
um, festipollum fyrir báta og upphækkunar-
hringjum í bíla.
Hjá Málmsteypunni Hellu starfa nú 12
manns.
71