Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 81

Frjáls verslun - 01.08.1988, Side 81
og margar Apple tölvur eru tengdar við IBM System/36, auk þess sem þær eiga greiðan aðgang að viðurkenndum tölvu- netum, svo sem Novell og DECNET, svo eitthvað sé nefnt. Með öðrum orðum er samgangur milli tölva orðinn mun auðveldari en áður var auk þess sem einfalt er að senda skrár milli tölva og skiptast á gögnum og upp- lýsingum á tölvutæku formi. Að auki ei ódýrt að tengja tölvumar við net eða sín á milli því mikið af þeim búnaði sem til þarf er innbyggður í tölvuna." Ami segir að erfitt sé að gera sér grein fyrir samkeppninni milli Apple-tölva og PC-tölva. „Hér er um ákaflega ólíkar tölv- ur að ræða. Menn verða einfaldlega að gera það upp við sig hvora tegundina þeir velja. Þeir sem hafa lært á PC-tölvur og em orðnir vanir DOS-stýrikerfinu sætta sig við það. En þeir sem hafa kynnst Ap- ple-tölvunum vilja ekkert annað. Vinnu- umhverfi Apple-tölvanna er mun vingjam- legra en annarra tölva. Öll forrit em byggð upp á sama hátt og em einföld í notkun. Þar er ekki um að ræða skipanir sem þýða eitt íþessu forriti og annað í öðm, eins og í PC-tölvunum. Og þar sem öll forrit fyrir Apple-tölvur em byggð upp á sama hátt þurfa menn ekki að byrja á því að læra á forritið - og ekki má gleyma því að forrit og stýrikerfi tölvanna er á íslensku." Góð markaðshlutdeild Radiobúðarinnar kemur notendum Apple-tölvanna til góða. Ámi segir að Apple-verksmiðjumar taki í auknum mæli tillit til óska og þarfa ís- lenskra Apple-eigenda. „Margar breyt- ingar sem við þurftum að gera sjálfir á búnaði frá Apple varðandi prentaratengi eða breytingar á hugbúnaði, svo eitthvað sé nefnt, em þeir famir að gera fyrir okk- ur. Enda emm við með 25% af íslenska markaðinum meðan Appel í Danmörku er ekki nema með um 5% markaðshlutdeild. Reyndar er markaðsstaða Apple á Norðurlöndunum mjög góð og sterkari en til dæmis í Þýskalandi. Þetta varð til þess að markaðssviðið var stækkað. Norður- löndin em ekki lengur sérstakt markaðs- svið; Þýskaland og Austurríki hafa bæst við í þann markaðshóp." Radiobúðin hefur lagt mikla áherslu á góða markaðssetningu og hefur með mikl- um auglýsingum náð góðum árangri. Ámi var því inntur eftir því hvaða hópa þeir legðu áherslu á að ná til og hver væm helstu tromp Radiobúðarinnar nú í haust. Ámi segir að fyrsti markhópurinn hafi verið stúdentar og kennarar. „Síðan fór- um við að leggja aukna áherslu á „Desk Top Publising", og reyndum að ná til sem flestra sem unnu við útlitshönnun smærri verkefna. Þessir markhópar tóku vel því sem við buðum og gáfu okkur byr undir báða vængi. Að undanfömu höfum við svo lagt aukna áherslu á ríkisstofnanir og kennara og í því augnamiði gerðum við stóran samning við ríkið um sölu á fjölda tölva með vemlegum afslætti. Nú í haust hyggjumst við reyna að komast inn á markað þar sem PC-tölvumar hafa nánast verið einráðar en það er við skrifstofuhald og fyrirtækjarekstur. Nýju bókhalds-, við- skipta- og rekstrarforritin gera okkur auð- veldara fyrir á því sviði og helsta trompið okkar er ný Macintosh-tölva, Macintosh II. Ég leyfi mér að fullyrða að nýja tölvan sé öflugasta einkatölvan á markaðnum um þessar mundir. Hún er 25% hraðvirkari en gamla Makcintosh-tölvan í almennri vinnslu en allt upp í tvisvar sinnum hrað- virkari við ýmiss konar útreikninga og hentar því vel á skrifstofuna og við fyrir- tækjarekstur. Það sakar ekki að geta þess að lokum að nýja tölvan er með 68030 örgjafa og 68882 reikniörgjafa og þeir sem skilja þær ein- ingar átta sig á því hversu öflugar tölvur er um að ræða.“ 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.