Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 22
OPINBER REKSTUR
þungamiðja starfs Ríkisendurskoðun-
ar. I flestum tilfellum er um að ræða
almenna fjárhagsendurskoðun, þ.e.
eftirlit með því hvernig viðkomandi
stofnun hefur staðið að rekstri sínum
og hvort fjárvarsla er samkvæmt við-
urkenndum reglum.
Sumar ríkisstofnanir halda bókhald
sitt hjá ríkisbókhaldi og njóta
greiðsluþjónustu í gegnum ríkis-
féhirði. Aðrar sjá sjálfar um bókfærsl-
una, en senda reikningsskil á þar til
gerðum eyðublöðum til ríkisbókhalds
svo sem reglur mæla fyrir um. Fá-
gætt er að stofnanir eða sjóðir neiti að
inna þessar skyldur af hendi.
Viðkomandi stofnunum er einnig
ætlað að senda ársreikning sinn til
Ríkisendurskoðunar. Þar eru reikn-
ingar yfirfarnir og skoðaðir með tilliti
til fyrirmæla ijárlaga og annarra út-
gefinna fjárheimilda, svo sem auka-
ijárveitinga. Könnuð eru almenn
atriði sem lúta að bókhaldi og fjár-
vörslu. Þegar tilefni þykir til er kallað
eftir fylgiskjölum og öðrum gögnum
frá viðkomandi aðila og þau skoðuð til
hlítar. Ekki er einhlítt að eftir þeim
fyrirmælum sé farið og eiga þar eink-
um í hlut stofnanir sem ekki teljast
ríkisstofnanir þó þær séu fastur liður
á fjárlögum. Þar má nefna Fiskifélag-
ið, sem hefur ekki skilað ársreikningi
sínum þrátt fyrir tilmæli. Aðrar hálf-
opinberar stofnanir, svo sem Sam-
vinnuskólinn og Verslunarskólinn,
senda heldur ekki inn reikningsskil
sín. Þar er þó ekki um vanrækslu að
ræða, heldur hefur ekki verið leitað
eftir gögnum þeirra.
Þegar ástæða þykir til er tilteknum
starfsmanni Ríkisendurskoðunar falið
að kanna frekar reikninga viðkomandi
stofnunar. Hann kafar þá dýpra í mál-
ið, skoðar reikninga fyrri ára og les
sig í gegnum „málamöppu", þar sem
geymd eru gögn um fýrri viðskipti
Ríkisendurskoðunar við hlutaðeig-
andi. Því næst fer hann fram á að fá í
hendur fylgiskjöl og önnur gögn sem
máli þykja skipta eða, ef málið er þeim
mun viðameira, fer á staðinn og vinn-
ur verk sitt á þeim vettvangi. Að lok-
um er málið gert upp og gerðar þær
athugasemdir sem ástæða þykir til.
Þær eru yfirleitt sendar hlutaðeigandi
stofnun skriflega og henni gefinn
kostur á að svara þeim innan eins
mánaðar. Þegar svar hefur borist er
lagt mat á hvort í því felist fullnægj-
„RÍKISENDURSKOÐUN ER
NÚ SJÁLFSTÆÐ ST0FNUN“
— SEGIR HALLDÓR V. SIGURÐSSON
Halldór V. Sigurðsson er rík-
isendurskoðandi. Hann var
skipaður að nýju í þá stöðu með
gildistöku nýrra laga í ársbyrj-
un 1987, en hafði áður gegnt
henni frá 1. september 1969.
Hann þekkir því tímana tvenna
í starfi stofnunarinnar og var
spurður hvað það væri helst
sem hefði breyst, að hans mati,
með nýjum lögum um Ríkis-
endurskoðun.
„Það sem skiptir mestu máli er að
Ríkisendurskoðun er nú sjálfstæð
stofnun og óháð öllum valdþáttum.
Hún starfar að vísu á vegum Alþing-
is og forsetar þess skipa yfirmann
hennar, en að öðru leyti er hún sjálfs
sín herra. Ríkisendurskoðandi ræð-
ur yfir starfsliði og skipuleggur
starfið. Það má því segja að Ríkis-
endurskoðun geti gert það sem
henni sýnist, svo fremi að hún hafi
rétt fyrir sér.
Þegar Ríkisendurskoðun heyrði
undir fjármálaráðherra horfði málið
öðruvísi við. Þá voru störf okkar
unnin fyrir hönd ráðherra og við bár-
um ábyrgð gagnvart honum. Hann
gat einnig gefið okkur bein fyrirmæli
um starfið og við gættum þess sem
embættismenn að gera ekkert það
sem vann gegn stefnu hans eða gat
komið honum í klípu.
Meðfram þessu aukna sjálfstæði
hefur stofnunin tekið að sér ýmis ný
verkefni. Þar má nefna endurskoð-
un ríkisreiknings í samvinnu við yfir-
skoðunarmenn sem Alþingi kýs.
Nýlega kom út skýrsla um endurs-
koðun ríkisreiknings fyrir árið 1987,
sem er að mörgu leyti tímamóta-
plagg. Þetta er fyrsta skýrsla sinnar
tegundar og nýlunda hversu fljótt
þessar upplýsingar liggja fyrir. Yfir-
skoðunarmenn hafa gert athuga-
semdir við ríkisreikning svo sem
þeim er ætlað, en þarna er í fyrsta
sinn safnað saman rökstuddum
ábendingum um það sem aflaga hef-
ur farið í ríkisrekstrinum. Með
þessu móti fá alþingismenn betri
upplýsingar um notkun og nýtingu á
almannafé, sem þeir útdeila. Upp-
lýsingarnar liggja lílca fyrr frammi,
sem er heilmikill ávinningur.
Annað nýmæli sem við höfum
beitt okkur fyrir er svonefnd stjórn-
sýsluendurskoðun, sem felst í víð-
tækari skoðun á ríkisfyrirtækjum.
Þá er litið til þess hvernig viðkom-
andi stofnun gegnir því hlutverki
sem henni er ætlað lögum sam-
kvæmt, skoðuð stjómun og skipu-
lag, hvernig er háttað nýtingu á
mannafla og fé og fleira í þá veru.
Þetta er starfsemi sem sambærileg-
ar stofnanir erlendis leggja æ meiri
áherslu á. Eg sé fyrir mér að Ríkis-
endurskoðun taki að sér fleiri slík
verkefni í framtíðinni, án þess þó að
vanrækja fjárhagsendurskoðunina
sem einnig er mikilvæg.“
— Hvaða áhrif hefur aukin fjöl-
miðlaumræða á störf ykkar?
„Það er til góðs að umræða sé
meðal almennings um þá hluti sem
við fjöllum um, þ.e. nýtingu ogmeð-
ferð almannafjár. Hins vegar virðist
nokkuð tilviljanakennt hvaða mál
það eru sem fá umfjöllun í fjölmiðlum
og sú umræða er oft af litlu tilefni
22