Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 28
OPINBER REKSTUR Til viðbótar við kostnað vegna hlutastarfa sem ekki þurfa að vera hlutastörf eru fjarvistir starfsmanna miklar, sem leiðir til mikils kostnaðar vegna afleysinga. Þessi tvö atriði samanlögð verða til þess að hlutfall álagslauna miðað við föst laun varð 103% í stað 86%, eins og Fjárlaga- og hagsýslustofnun gerði ráð fyrir í fjárlagatillögum. Þær duldu launahækkanir sem felast í því fyrirkomulagi sem hér er nefnt munu tíðkast víða í heilbrigðiskerf- inu. Þetta er aðferð þessara stétta til að verða sér úti um þau laun sem þær telja sig þurfa. Ahugamönnum um kjaramál má benda á að nánast allir starfshópar njóta verulegra álagsgreiðslna. Sumir næstum tvöfalda Iaun sín, en aðrir bæta kannski 50% við fastakaupið með álagi. Dæmi: Heildarlaunagreiðslur 21 hjúkrunar- fræðings (14,5 stöðugildi) tfmabilið jan,- sept. voru 16.863.000 kr. Þar af voru álagsgreiðslur 8.270.000 kr. eða 49%. Meðalfastakaup á mánuði er þannig 45.465 hjá hjúkrunarfræðingum, en laun á mánuði með álagi 89.222 að meðaltali. Þetta er hækkun sem nemur 96%. Heildarlaunagreiðslur 34 sjúkraliða (21,2 stöðugildi) á þessum níu mánuðum eru 17.342.000 kr. Þar af eru álagsgreiðslur 7.891.000 kr. Þetta þýðir 30.885 kr. í með- alfastakaup, en heildarlaun með álagi nema um 45.500 kr. á mánuði. Það er hækkun sem nemur 47%. Meðalfastakaup 10 starfsmanna í eld- húsi (8,4 stöðugildi) er um 34.900 kr. á mánuði, en laun verða um 59.800 með álagsgreiðslum. Þetta er hækkun um 71%. STJÓRNUN Stjórnskipulag sjúkrahússins er í þessa veru: Stjómina skipa fimm manns, þrír tilnefndir af sveitarfélögum og tveir full- trúar starfsfólks. Undir stjóminni starfa þrír stjómendur, framkvæmdastjóri, yfir- læknir og hjúkmnarforstjóri. Framkvæmdastjóri annast einkum ijár- mál, bókhald og almennan rekstur. Yfir- læknir tekur ákvarðanir um innlagnir og útskrift sjúklinga, svo og læknismeðferð. Hjúkmnarforstjóri sér um mannahald, vaktaskipulag og stjómun hjúkrunarfólks, ásamt innkaupum á hjúkrunarvörum. Þessir þrír stjómendur njóta töluverðs sjálfstæðis varðandi ákvarðanir sfnar og gerðir, en enginn er í raun yfir annan sett- ur á hverju sviði. Nokkurs skoðanamunar gætir milli heilbrigðisstéttanna og fram- kvæmdastjóra varðandi það hvemig að rekstrinum skuli staðið. Heilbrigðisstarfs- fólk hefur tilhneigingu til þess að vilja auka þjónustu án fulls tillits til þess hvað hún kostar. Þeir sem bera ábyrgð á fjármálun- um velta meira fyrir sér hvernig sýna megi aðhald án þess að það bitni á nauðsynlegri þjónustu. Yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri geta tekið ákvarð- anir um útgjöld án þess að fram- kvæmdastjóri hafi þar nokkra umsögn. ÚR MÁLASKRÁ RÍKISENDURSKOÐUNAR Ríkisendurskoðun hefur komið víða við á undanförnum misserum. Um sumt af verkum hennar má lesa í nýútkominni skýrslu um ríkisreikning 1987, en annað hefur farið hljótt. Hér á eftir eru nefnd í stuttu máli nokkur ólík mál og stofnanir sem Ríkisendurskoð- un hefur haft til meðferðar. Bæjarfógetar og sýslumenn: Ríkis- endurskoðun hefur gert athugasemdir við resktur embætta bæjarfógeta og sýslumanna. Þau fara fram úr fjárheim- ildum, þó í mismiklum mæli sé. Einkum er þar um að ræða meiri yfirvinnu en ætlað var. Hún eykst frá fyrra ári um 6% hjá löggæslu, en 20% hjá yfirstjórn em- bættanna. Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að efla kostnaðareftirlit, sérstaklega hvað varðar mannahald. Sýslumaðurinn á Blönduósi: Ríkis- endurskoðun, sem einnig hefur eftirlit með skilum ríkistekna frá innheimtu- mönnum ríkissjóðs, hefur ítrekað gert Landakotsspítali kom mikið við sögu Ríkisendurskoðun. athugasemdir við skil sýslumannsins á Blönduósi á fé ríkissjóðs. Þrátt fyrir þetta heldur sýsiumaður uppteknum hætti og notar ríkisfé til ýmiss konar lánastarfsemi. Embætti forseta Islands: í skýrslu um ríkisreikning 1987 er gerð athugasemd við umframkostnað við rekstur embætt- is forseta íslands. í heild fer embættið 187% fram úr fjárlagaheimildum. Kostn- aður við opinberar heimsóknir er 123% umfram áætlun, risnukostnaður 95% umfram áætlun og kostnaður vegna veit- ingu fálkaorðunnar fer 366% fram úr áætlun fjárlaga. Fasteignir ríkisins: Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þá grein §ár- laga sem veitir framkvæmdavaldinu heim- ild til fasteignakaupa og lántöku þeim sam- fara. Þessar heimildir hafa verið án ijár- hæða og svo rúmai' að samtals veita þær leyfi til kaupa á húsnæði fýrir nánast allar ríkisstofnanir. Þessu atriði var breytt í fjárlögum ársins 1989 og mun verða gerð ítarlegri grein fyrir einstökum fast- eignakaupum í framtíðinni. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Ríkisend- urskoðun vann skýrslu um byggingu flugstöðvarinnar árið 1987. Ilelstu nið- urstöður hennar voru að kostnaður hefði farið um 871 milljón fram úr áætlun, byggingarnefnd skorti yfirsýn yfir verk- ið, gerð framkvæmda- og fjárhagsáætl- ana vantaði og byggingin hefði tekið verulegum breytingum á byggingartím- 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.