Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 29

Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 29
Þessi ágreiningur er að mörgu leyti eðlilegur, en vandi skapast vegna þess að ekki er skorið úr um hann. Þetta Ieiðir til togstreitu sem veldur verulegum erfið- leikum í starfseminni. Þannig geta t.d. yfirlæknir og hjúkrunarforstjóri tekið ákvarðanir sem leiða til útgjaldaauka, án þess að framkvæmdastjórinn hafi þar nokkra umsögn. Ríkisendurskoðun hrósar stjórn sjúkra- hússins fyrir að vera vel upplýst og með- vituð um vandamál í rekstrinum. Hins vegar skortir á að tekið sé af skarið í málum á borð við þau sem hér voru rakin. EIGNARAÐILD — RÍKIOG SVEITARFÉLÖG Sjúkrahús Suðurlands er að 85 hundr- aðshlutum í eigu ríkisins, en nærliggjandi sveitarfélög og sýslur eiga 15%. Eins og að ofan greinir á ríkisvaldið þó engan full- trúa í stjórn stofnunarinnar, en sveitar- félögin þrjá og starfsmenn tvo. Um þessa skiptingu er kveðið á í lögum Unnið að rannsókn á Selfossi. anum án þess að fjárveitingavaldinu væri skýrt frá kostnaðarauka vegna þess. Úrskurði Ríkisendurskoðunar vegna ársins 1985 hefur ekki verið fullnægt. Athugasemdum vegna ársins 1986 hefur ekki verið svarað, þrátt fyrir ítrekanir. Háskóli íslands: í skýrslu um ríkis- reikning 1987 segir að styrkja þurfi fjár- málalega yfirstjórn Háskólans og eftir- litsþáttum í starfsemi hans sé víða áfátt. Af 250 milljóna tekjum Happdrættis Há- skólans var 195 milljónum varið til fram- kvæmda, en afgangi ráðstafað vegna annarra gjalda. Þetta samrýmist ekki lagaákvæðum. Landakotsspítali: í sérstakri skýrslu um St. Jósefsspítala við Landakot eru alvarlegar athugasemdir gerðar við rekstur sjúkrahússins. Rekstrarhalla má rekja til of hárra launagreiðslna, þenslu í öðrum útgjöldum og kostnaðarsamra fjárfestinga án heimilda í fjárlögum. Heimildarlausir kaupleigusamningar voru ekki bókfærðir sem skuldbinding sjúkrahússins, heldur afborganir bókað- ar jafnóðum sem rekstrarkostnaður. Ýmiss konar eftirliti var ábótavant, t.d. með rekstri lyfjabúrs og matsölu til starfsmanna. Viðskipti sjúkrahússins og Læknastöðvarinnar hf. vegna leigu hús- næðis voru með óeðlilegum hætti og lyf- sala milli þessara aðila var óheimil sam- kvæmt lögum. Innheimta gjalda fyrir Lögmannafélag íslands: Þingfestingargjald árið 1987 var kr. 750. Þar af var raunverulegt þing- festingargjald kr. 500, en málagjald til Lögmannafélags íslands kr. 250. Þessi gjaldtaka ríkisins fyrir Lögmannafélagið á sér enga stoð í lögum, að mati Ríkis- endurskoðunar. Sjóefnavinnslan: Við sölu sjóefna- vinnslunnar haustið 1987 tók ríkissjóður á sig skuidbindingar sem námu tæpum 500 milljónum. Á móti komu tvö skulda- bréf, annað að þarhæð 70.000, en hitt að fjárhæð 150.000. Síðara bréfið hefur engan lokagjalddaga og ber ekki raun- vexti. Ríkisendui'skoðun telur að endur- greiðsla þess sé ótrygg. Einnig vill hún fá úr því skorið hvort unnt sé að selja hlutabréf ríkissjóðs í fyrirtækjum án heimildar frá Alþingi. Framkvæmda- valdið hefur hingað til litið á hlutafé sem lausafé og því ekki talið sig þurfa heimild- ir Alþingis til sölu þess. Þjóðleikhúsið: í árslok 1987 skuldaði Þjóðleikhúsið ríkissjóði tæpar 130 mill- jónir króna. Ríkisendurskoðun telur að leikhúsið verði aldrei fært um að greiða þessa skuld. Taka verði á fjármálum stofnunarinnar með tilliti til þessa svo unnt sé að gera raunhæfar áætlanir varðandi rekstur hennar. Þróunarsamvinnustofnun íslands: Kostnaður umfram fjárlög 1987 varð um 16 milljónir króna. Endurbætur á r/s Feng kostuðu rúmlega 20 milljónir í stað áætlaðra 5-6. Tilboða í verkið var ekki leitað. um heilbrigðisþjónustu. Síðan þau voru sett hefur hins vegar þróunin verið sú að æ fleiri sjúkrahús hafa verið sett á föst flárlög í stað daggjaldakerfis. í Ijósi þessa telur Ríkisendurskoðun eðlilegt að heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið eigi full- trúa í stjóm stofnunarinnar. Við núverandi aðstæður hefur ríkið, stærsti eignaraðil- inn, ekki tækifæri til að fylgjast með rekstrinum eða tjá sig um hann. Ein afleið- ing þessa gæti verið sú að sveitarfélög hafi tilhneigingu til að láta ríkið bera meira af kostnaði en réttmætt er. Á Selfossi háttar þannig til að heilsugæslan, sem sveitarfé- lagið rekur, er í sama húsi og sjúkrahúsið og sama stjóm er yfír báðum þessum stofnunum. Starfsemi þeirra blandast nokkuð og borið hefur á því að sjúkrahúsið hafi verið látið inna af hendi þjónustu og bera kostnað sem heilsugæslan ætti með réttu að gera. Dæmi um þetta má finna í tengslum við mæðravemd, sem er dæmigerð fyrir forvamarstarf sem heilsugæslustöðvum er ætlað að sinna. Vinna rannsóknastofu sjúkrahússins vegna mæðraverndar hefur þannig t.d. ekki verið reiknuð heilsu- gæslustöðinni til gjalda. Einnig hefur sjúkrahúsið veitt heilsugæslustöðinni lán til greiðslu launa vegna skorts hennar á rekstrarfé. Þessi skuld nam í árslok 1987 um 1.7 milljónum króna. FELLIHURÐIR FYRIR IÐNAÐAR- HÚSNÆÐI - Með og án glugga - 10 litir - Ókeypis kostnaðaráætlun VERÐIÐ ER HAGSTÆTT GARÐASMIÐJAN GALAX SF. LYNGÁSI 15 210 GARÐABÆ SlMI 91-53511 GÆÐI TJR STÁLI

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.