Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 35

Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 35
AFMÆLI FLETT í GEGNUM FIMMTÍU ÁR • FRIÁLS VERSLUN FYLLIR FIMMTA ÁRATUGINN VERZLUNARMANNAF ELAG REYKJAVIKUR mjah i»:«) Vrrzlunin i vlAjum •tjórmnái- anna. Bjðrn Ólafsson. •k Skóli og stctt. ★ Vióskipti filendinga við Bandarikín. Thor Thore. ★ Upphaf frjáUrar verzlunar. Vilhj. 1>. Gfs'ason. ★ Heimifriegir kaupsýslumenn: I. Frank Woolworth. k Frá borði rititjóran*. ★ Heimtpólitík og viðskipti. ★ Félagsstarfsemi V. R. ★ Skrifstofuta-kni nútimans. ★ Um vcrzlunarbréf. Vcrzlunarmannahútið * Forsíða af fyrstu Frjálsri verslun. Það hefur stundum verið haft á orði að ekki sé hægt að gefa út prentgrip á íslensku öðru vísi en að í honum finn- ist ein eða fleiri prentvillur. Og ef fall er fararheill í því sambandi á það sannarlega við um útgáfu Frjálsrar versl- unar því á titilsíðu 1. tölu- blaðsins fyrir réttri hálfri öld er prentað skírum stöfum ár- talið 1938. Hið rétta er hins vegar að 1. tbl Frjálsrar versl- unar kom út í janúarmánuði 1939. Síðan þá hefur útgáfa þessa tímarits lengst af stað- ið með blóma þótt á stundum hafi skollið á hret, sem betur fer þó án tiltakanlegra áfalla. Hér á næstu síðum ætlum við að stikla á stóru um útgáfu Frjálsrar verslunar í hálfa öld: fletta blaðinu og tengja skrif þess atburðum líðandi stundar. Krydd í frásögnina verða TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON svo úrklippur og myndir frá ferlinum sem sýna ef til vill betur en margt annað hversu miklar breytingar hafa orðið á blaðinu — og raunar tímarita- útgáfu almennt. HUGAÐ AÐ ÚTGÁFU1935 Það var fyrir forgöngu Verslunar- mannafélags Reykjavíkur sem Frjáls verslun komst á laggimar. Gerðist það í kjölfar eflingar félagsins undir formennsku Egils Guttormssonar á árunum 1935-1938. Menn höfðu lengi rætt um nauðsyn þess að félagið þyrfti að eignast sitt eigið málgagn og á fundi 26. janúar 1938 var kosin nefnd manna til að undirbúa útgáfuna. Lagði hún til að félagsstjórn hæfi út- gáfu „tímarits fyrir félagið svo fljótt sem verða má, að minnsta kosti 16 bls. í líku broti og tímaritið Óðinn, er komi út einu sinni í hverjum mánuði, ef það reynist að fáanlegur sé fyrir hæfilegt gjald ritstjóri fyrir ritið, er félagsstjómin telur vel hæfan til starf- ans.“ Um þessa tillögu urðu fjörugar um- ræður og vildu sumir ganga lengra: gefa út tímarit er kæmi út oftar á ári hverju og að leitað yrði samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn um útgáfu slíks blaðs. Var raunar leitað hófanna um slílrt en áhugi þar á bæ reyndist ekki fyrir hendi. Eyddu menn árinu 1938 til skrafs og ráðagerða en með því að Friðþjófur 0. Johnson var kosinn for- maður VR í árslok komst loks skriður á blaðamálið. Af hálfu félagsins voru kosnir í ritneflid þeir Bjöm Ólafsson, Pétur Ólafsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Ritstjóri var ráðinn Einar Ásmundsson. STEFNAN TEKIN Hafa be í huga að á þessum tíma var Verslunar- mannafélag Reykjavíkur 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.