Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 37
verslunar umsögn er óhætt að full-
yrða að blaðið hafi sjaldan verið betra.
Greinar voru tiltölulega stuttar,
myndskreytingar verulegar, auglýs-
ingar innan um efni og efnið fjöl-
breytt. Blaðið var hins vegar unnið af
áhugamönnum og lítið fór fyrir viðtöl-
um og öðru sem minnir á nútíma
blaðamennsku. En það var bætt upp
með líflegum efnistökum og greinum
eftir fjölda manna: Björn Ólafsson,
Thor Thors, Vilhjálm Þ. Gíslason,
Pétur Ó. Johnson, Adolf Björnsson,
Konráð Gíslason, Pétur Ólafsson,
Hörð Bjarnason, Magnús Kjaran,
Birgi Kjaran, Hallgrím Benediktsson,
Jónas Kristjánsson, Garðar Gíslason,
Björn Kristjánsson, Sigurð Kristjáns-
son, Árna Jónsson frá Múla og Guð-
mund Einarsson frá Miðdal.
SAMKEPPNIUM AUGLÝSINGAR
Frjáls verslun hafði ekki einungis
áhyggjur af versnandi árferði í þess-
um efnum fyrir þjóðarbúið. Blaðið
sjálft barðist fyrir lífi sínu og til að
vekja aukinn áhuga auglýsenda var
efnt til samkeppni um bestu auglýs-
inguna í hverju hefti blaðsins. Fékk sá
auglýsandi, sem að mati dómnefndar
var með bestu auglýsinguna, hana
prentaða í næsta tölublaði á eftir, án
endurgjalds. Skömmu síðar lagðist
keppnin niður en hvað sem því olli
hafði hún orðið til þess að vekja at-
hygli á þessu vaxandi fyrirbrigði ís-
lenskra viðskipta. Mátti sjá þess
glöggt merki á síðum Frjálsrar versl-
unar síðar.
GEGN ÁTÖKUM Á VINNUMARKAÐI
þessu kalli en reyna að fá samninga
við vinnuveitendur sína á allt öðrum
grundvelli en gerist innan hinna svo-
nefndu alþýðusamtaka þar sem hnef-
inn er reiddur til ógnunar á meðan
samið er. Verslunarfólkið veit að
vinnuveitendur vilja taka fullt tillit til
þarfa þess og treystir því að samning-
ar takist."
Annars staðar á vinnumarkaðnum
kvað við talsvert annan tón. Kjara-
deilur voru algengar enda þyrsti
menn í kjarabætur eftir atvinnuleysi
undanfarinna ára og þar af leiðandi
lágar tekjur. Hér skal ekki lagður
dómur á hvaða aðferð í kjarabarátt-
unni reyndist best en flestir eru þó
sammmála um að „Blessað stríðið“
hafi reynst besta kjarabótin fyrir
flesta Mörlandana.
KAFLASKIPTIMEÐSTRÍÐI
Með þátttöku íslands í styrjöldinni í
maí 1940 urðu kaflaskipti í íslenskum
verslunarmálum og það kemur vel
fram í 5. tölublaði Frjálsrar verslunar
en þar birtist eftirfarandi hugleiðing,
sennilega eftir ritstjórann Einar Ás-
mundsson:
„Við höfum misst viðskiptalöndin
hvert af öðru. Fyrst Pólland, þá
Þýskaland, síðan Danmörku og Nor-
eg og loks Holland og Belgíu. Þótt
Svíar séu enn utan við styrjöldina, er
land þeirra þannig sett, að ekki getur
orðið um mikil viðskipti við þá að
ræða eins og nú horfir. En í þessum
löndum öllum höfum við misst mark-
aði fyrir helming af framleiðslu-
vöru landsmanna. Jafn-
framt hefur verið tekið
fyrir vörukaup frá þess-
um löndum. En innflutn-
ingurinn frá þeim var síð-
astliðið ár um 60% af
heildarinnflutningi til lands-
ins.“
Thor Thors alþingismaður
skrifar grein í sama hefti um
aukin viðskipti við S-Ameríku
þar sem „búa vaskar þjóðir og
batnandi" eins og komist er að orði
í pistlinum „Frá borði ritstjórans."
Þar segir einnig frá komu verslunar-
erindreka til landsins frá Bretlandi og
Bandaríkjunum og þess beðið með
óþreyju hvort það geti leitt af sér auk-
in viðskipti við þau lönd.
Eins og áður er að vikið var VR á
þessum tíma einnig félag atvinnurek-
enda. Málflutningur Frjálsrar versl-
unar bar keim af þessu og dæmi um
það er leiðari frá því í júlí 1940, en þar
segir m.a.:
„Þeir sem á undanförnum árum
hafa gert mest af því að æsa menn
upp til verkfalla og spilla sambúð
vinnuveitenda og starfsfólks nota nú
tækifærið og hrópa til verslunar-
manna: Komið til okkar því innan al-
þýðusamtakanna munið þið fá kjara-
bætur!
En verslunar- og skrifstofufólk
mun ekki hlýða
DÖKKBRÚNT Á MIÐVIKUDÖGUM...
Áhrifa vegna komu verslunarfull-
trúanna frá Ameríku og Bretlandi og
tíðra vesturfara innlendra kaupsýslu-
manna í upphafi stríðsins fór brátt að
gæta á síðum Frjálsrar verslunar.
Auglýsingarnar tala sínu máli. Til
dæmis auglýsti Ólafur Gíslason & Co
hf: „Við útvegum flestar vörur frá
Ameríku" og Sig. Þ. Skjaldberg aug-
lýsti: „Ávallt fyrirliggjandi vörur frá
Ameríku, svo sem strásykur, mola-
sykur, hveiti, haframjöl.Einnig
er hugsanlegt að
37