Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.01.1989, Qupperneq 40
AFMÆLI Fatastandar aiion ítölsk hönnun. Fáanlegír í mörgum lítum. Verið velkomín í sýningarsal okkar að Hesthálsi 2—4. HONNUNl • GÆÐI • ÞJÖNUSTÆ s KRISDÁN SIGGEIRSSON SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Hesthálsi 2-4 • sími 672110 svofelld áskorun: „Verslunarmenn hvarvetna á landinu! Fylkið ykkur um þingmannsefni Sjálfstæðisflokk sins!“ En lífið hélt áfram og mætir menn fóru að skrifa í blaðið. Ólafur Bjöms- son hagfræðingur var áberandi í skrif- um sínum og í 4.-5. tölublaði 1942 ritar maður að nafni Gylfi Þ. Gíslason dócent sína fyrstu en ekki síðustu grein í Frjálsa verslun. Fjallaði hún um hugtökin dýrtíð og gerfigróða þar sem hagfræðingurinn ungi varar kaupmenn og aðra við því að eyða þeim hluta „ágóða“ síns sem svarar til verðhækkunar venjulegra birgða. Spáði Gylfi verðlækkunum eftir að ófriðnum linnti og taldi vísara að þá hefðu kaupsýslumenn einhverja fjár- muni í sjóði til að mæta þeim áföllum. EINAR ÁSMUNDSSON H/ETTIR Árið 1943 komu aðeins út 4 hefti af Frjálsri verslun og í því síðasta til- kynnti Einar Ásmundsson að hann væri hættur sem ritstjóri blaðsins. Honum fórust m.a. svo orð í kveðju- grein sinni: „Ég hef haft ánægju af því að vinna fyrir Frjálsa verslun. Ritið hefur notið mikilla vinsælda meðal verslunarmanna og raunar langt út fyrir þann hóp. Hins vegar hafa þeir, sem ekki hafa talið sér neinn feng í útkomu ritsins, amast við því, og mun það vera afsakanlegt. Eitt sinn sendi formaður eins stjómmálaflokksins frá sér allþykkan bækling samnefndan ritinu til að andmæla því og skoðunum þess á verslunarmálunum. Fleira í þá átt hefur borið við svo sem ekki er óvenjulegt á þeirri skálmöld stjórn- málanna, sem staðið hefur og stendur enn hér í landinu." Bárður Jakobsson tók við ristjórn blaðsins af Einari og ritstýrði hann 10 tölublöðum sem út komu í 4 heftum á árinu 1944. Ekki verður vart mikilla breytinga á efni eða svip blaðsins frá því sem áður var. Fróðleiksmolar leynast innan um held- ur langar greinar og til dæmis er upplýst í einu heftanna að fólksbifreiðar í landinu í árslok 1943 hafi verið 1993 talsins, að í skipastólnum hafi verið 653 skip og gjaldþrotin það ár hafi orðið 8 talsins. AUGLÝSING Á ENSKU Tíðarandinn setti þó sitt mark á blaðið eins og gefur að skilja og til dæmis um engilsaxnesku áhrifin má nefna að í mars-apríl heftinu 1944 birt- ist auglýsing frá Parkerumboðinu á Islandi. Sú var að sjálfsögðu um sjálf- blekunginn ágæta og var honum líkt við skriðdreka: hvorugt mundi bregð- ast þegar mest á reyndi. En það sem vekur meira athygli er að auglýsingin sú ama var á ensku! Kannski til að vekja enn frekari athygli. Stríðsárin reyndust veltiár í við- skiptum. Peningavelta margfaldaðist og á einum stað í Frjálsri verslun seg- ir Baldur Pálmason verslunarmaður og síðar ritstjóri blaðsins: „. . . margir eru nú teknir að álasa Júdasi harðar fyrir að hafa hent silfur- peningunum en að hafa svikið Krist. Þetta er hættulegur aldarandi — sýki, sem ekki má verða landlæg til langdvalar. Hér verður verslunar- stéttin að vera á verði. Aldrei má hún láta málmhljóm myntarinnar sefa svo heyrn sína eða lit peningaseðlanna blinda svo augu sín, að hún skynji ekki köllun sína.“ Svo mörg voru þau orð. AÐ TAKA í HÖND BRYNJÓLFS... Á ársbyrjun 1945 var Jónas Árna- son ritstjóri Frjálsrar verslunar og í kjölfarið urðu nokkrar breytingar á blaðinu. Verulega létti yfir svip þess, meira bar á viðtölum og tilvitnunum í erindi og umsagnir manna en minna á löngum greinum. Nýsköpunarstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks hafði þá um sinn setið að völdum og blaðið var greinilega velviljað í hennar garð. Ritstjórinn hæðist að maddömmu Framsókn sem sat ein utan stjómar og segir: „Nei. Ófarnaður Framsóknar stafar af því að Tímamennirnir sáu ekki í tíma, hvert straumur tímans lá. Ur því að Winston Churchill var búinn að taka í hendina á Jósep Stalín í Theheran, var engin leið að hneykslast á því, að Ólafur Thors tæki í hönd Brynjólfs Bjarnasonar." 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.