Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 41

Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 41
Umfjöllun um iðnaðarmál var lítil í Frjálsri verslun en hér er þó kynn- ingardálkur um Kassagerð Reykja- víkur. Smáauglýsingar settu svip á Frjálsa verslun á 6. áratugnum. Þorvaldur í Síld og fisk var kynntur í sérstökum dálki um athafnamenn og frjálst framtak árið 1961. NÝR UPPGANGSTÍMIHEFST Eftir samdrátt í útgáfunni á árunum 1944 og 1945 hófst nýr uppgangskafli í sögu blaðsins. Segir í fyrsta tölublaði ársins 1946 að „talsverð vandræði hafa verið á um útgáfu þess, nú síð- ustu árin, og hefur til þess borið fleira en eitt sem ekki verður rakið hér.“ Fyrirheit voru gefin um að blaðið ætti að stækka uin þriðjung en einnig voru boðaðar hækkanir á áskriftarverði. Má telja táknrænt fyrir dýrtíð stríðs- áranna að nú skyldi árgangurinn kosta 20 kr en til samanburðar kostuðu allir 7. árgangarnir á undan samtals 60 kr! Er hér var komið töldust hafa verið gefnar út 1300 bls. af Frjálsri verslun. Og þeim átti eftir að fjölga. í kjölfar nýrra viðskiptasambanda eftir stríð birtust nú auglýsingar um vörumerki sem menn voru að berja augum fyrsta skipti. T.d. telst okkur til að sú fyrsta frá Coca Cola hafi birst í 2. hefti 1946. í anda málvöndunar veigruðu menn sér við að nota hið enska heiti þessa fræga drykkjar en buðu upp á „Einn KÓKA — ljúffengt og hressandi." Frjáls verslun efldist mjög undir ritstjórn Baldurs Pálmasonar, sem tók við í ársbyrjun 1946. Hann annað- ist ritstjórn blaðsins út árið 1949 og leysti það verk vel af hendi. ENGIN JÓLATRÉ í ÁR Tveimur árum eftir styrjöldina var FRIÐRIK AUGLÝSTI MEST Þegar 10 ára afmælis útgáf- unnar var Blaðlð vakti snemma athygli á ríkisstjóra nokkrum í Kal- iforníu og spáði því að frami hans innan stjórnkerfis Bandaríkjanna ætti eftir að verða rnikill! gjaldeyrissjóður stríðsgróðans upp- urinn og stjórnvöld gripu til óvinsælla ráðstafana: innflutningshafta. Sér- stök viðskiptanefnd var sett á laggirn- ar til að veita leyfi fyrir þeim innflutn- ingi sem hún taldi nauðsynlegan. Kvað svo ramrnt að skömmtuninni að innflutningur á jólatrjám var bannaður fyrir jólin 1947. Frjáls verslun barðist gegn höftunum og gerði sér mat úr þessari ákvörðun: „Varla verður annað sagt en að jól- in verði fátækleg að þessu sinni fyrir blessuð börnin, þegar þetta hátíðar- tákn vantar, því að jólatrén gera heimilin hlýlegri og skemmti- legri um jólin, og ekki veitti hvað síst af því nú, þegar allskonar jólagóðgæti er ófáanlegt og nauðsynjar skornar við nögl.“ Ríkisstjórn Stefáns Jó- hanns Stefánssonar réð fyrir landsstjóminni á þess- um tíma og henni var ef til vill vorkunn í stöðunni: hugtakið erlendar skuldir hafði ekki verið fundið upp ennþá! minnst lítillega í blaðinu kom fram að af 320 auglýsendum í Frjálsri verslun frá upphafi hafði Friðrik Bertelsen & Co auglýst langmest eða á 65 síðum. Þar næst kom O. Johnson & Kaaber með rúmlega 50 auglýsingasíður og í þriðja sæti Garðar Gíslason með 44 síður. Þá hafði Indriði Bogason skrif- stofustjóri hjá VR séð um þennan þátt blaðsins allan tímann — að sjálfsögðu í sjálfboðavinnu eins og aðrir sem unnu að blaðinu utan ritstjóra, sem munu hafa þegið ofurlitla umbun fyrir verk sín. SKÖMMTUNIN AÐ HVERFA Á miðju ári 1950 glæðast vonir rit- stjórnar Frjálsrar verslunar um að sem 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.