Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 43

Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 43
ÁGOST SÝNISHORN AF FORSÍÐUM 1955 1958 1964 FI=tJ/VLS /ERZI.UIM 1967 ISjaldeyrlstekjurnar af hernunl 1988 FRJALS VERZLUN 1970 fijáls verzlun 1978 1986 Frjáls verslun BARISTUM KUNNANN MATVORUVERSIUNIN FCRtST A FSRRI HTNDUR LAUNIN A SKRIFSTOFUNNI blaðið hafði barist gegn frá upphafi, færi nú senn að ljúka. Þá höfðu stjóm- völd um þriggja ára skeið takmarkað innflutning verulega til að freista þess að jafna inn- og útflutning lands- manna. Blaðið segir í leiðara 5.-6. heftis 1950: „Skömmtunin hefur sýnt það sjálf að hún átti ekki tilverurétt, hana skorti eðlilegar forsendur, hún hefur farið út fyrir réttlætanlegt verksvið, leysti engan vanda og var því til- gangslaus. Dauðadóm sinn hefur hún svo innsiglað með því að skammta það sem ekki var til.“ Enn átti þó eftir að líða alllangur tími þar til frjáls innflutningur komst á, lengri tími en svartsýnustu kaup- sýslumenn á þessu herrans ári áttu von á. Meira um það síðar. GEGN SÖLUTURNUM! Ný söluaðferð — sennilega eftiröp- un útlendra verslunarhátta, tók að skjóta upp kollinum í upphafi 6. ára- tugarins. Söluturnar eða sjoppur urðu æ algengari í ýmsum myndum. Kom að því að bæjarstjóm Reykjavíkur gaf leyfi fyrir slíkri starfsemi og Frjáls verslun hafði sína skoðun á málinu: „Hér í blaðinu var á sínum tíma rætt rækilega um þessa vágesti og bent á að slíkt sölufyrirkomulag ætti ekki að leyfa, m.a. af heilbrigðis- ástæðum, svo og af því, að þeir rýra verslun smákaupmanna víða um bæ, sem þó greiða árlega og hafa greitt stórar fjárfúlgur í útsvörum til bæjar- sjóðs. Er hér um varhugaverða ráð- stöfun að ræða af hendi bæjaryfir- valdanna, sem kaupmenn og félög þeirra verða að mótmæla tafarlaust." FLUHÍNÝ HÚSAKYNNI Mikið var um flutninga verslana í Reykjavík í ný húsakynni á árunum eftir 1950. Verslunin Egill Jacobsen flutti í húsið nr. 9 við Austurstræti það ár og mun þá hafa myndast lengri biðröð við verslun en áður hafði sést í höfuðstaðnum. Ári síðar var mikið um flutninga og blaðið skýrir skilmerki- lega frá þeim. J. Þorláksson & Norðmann opnuðu bygginga- og heim- ilstækjaverslun í Bankastræti 11, Silkibúðin flutti að Laufásvegi 1, Véla- 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.