Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 44

Frjáls verslun - 01.01.1989, Page 44
og raftækjaverslunin settist að í Bankastræti 11 og Skóverslun Þórðar Péturssonar í Aðalstræti 16. Verslun Hans Petersen var komið fyrir í Bankastræti 4, Bókabúð KRON í Bankastræti 2 og Hatta- og skermabúðinni á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Frjáls verslun ýtti mjög undir áhuga verslunar- manna á snyrtilegum frágangi verslana sinna og gildi gluggaútstillinga. Slík sölumennska tíðkaðist aðeins í „betri“ búðunum á árunum fyrir stríð en fór mjög vaxandi er líða tók á seinni hluta aldarinnar. FRJflLS VERSLUN100 ÁRA Árið 1955 má segja að tímamót séu í tvennum skilningi. Verslunarfrelsis í eina öld er rækilega minnst í blaðinu og tímaritið sjálft fékk nýja forsíðu í tilefni afmælisins. Þá var kastað fyrir róða ágætri hönnun Halldórs Péturs- sonar frá 1939 og nýtískulegra yfir- bragð sett á tímaritið. í þessu afmælisriti er frjálsrar verslunar minnst með margvíslegum hætti. M.a. skrifar Birgir Kjaran, síð- ar ritstjóri blaðsins ítarlega grein um frelsi í viðskiptamálum, Þorkell Jó- hannesson háskólarektor um það hvenær verslunareinokun hófst á ís- landi og dr. Bjöm Bjömsson skrifar um baráttuna fyrir verslunarfrelsi. Margar aðrar greinar voru í blaðinu, 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.