Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 45
enda blaðið óvenju stórt eða 102 síð-
ur.
í næsta hefti tímaritsins er tilkynnt
um ráðningar tveggja manna í ábyrgð-
arstöður: Sverrir Hermannsson
nýútskrifaður viðskiptafræðingur
réðst til Vinnuveitendasambands ís-
lands og Guðmundur H. Garðarsson,
síðar formaður VR gerðist starfsmað-
ur Iðnaðarmálastofnunar Islands.
LAXNESSí FRJÁLSRIVERSLUN
Halldór Laxness rithöfundur var
ekki oft á síðum Frjálsrar verslunar
en þess er þó minnst með teikningu
eftir Halldór Pétursson þegar hann
fékk Nóbelsverðlaunin árið 1955.
Undir teikningu af skáldinu stendur í
anda viðskiptanna: „Nú þurfum við
Hemingway ekki að fá lánaða peninga
hvor hjá öðrum lengur.“
HLÉÍTVÖÁR
Með árinu 1955 lauk ritstjórnarferli
þeirra Gunnars Magnússonar og
Njáls Símonarsonar, sem höfðu tekið
við ritinu síðla árs 1950. Um leið hætti
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
útgáfunni og tvö ár liðu þar til merki
þess var reist við að nýju.
í ársbyrjun 1958 var Frjáls verslun
Útgáfufélag hf. stofnað og Pétur Pét-
ursson kaupmaður ráðinn ritstjóri að
Frjálsri verslun. Að félaginu stóðu
einstaklingar úr Verslunarráði ís-
lands, VR, Félagi íslenskra iðnrek-
enda, Félagi stórkaupmanna og Sam-
bandi smásöluverslana. Fyrsta hefti
hins nýendurreista blaðs kom út í apr-
íl sama ár og breytti verulega um svip
frá því sem áður hafði verið. Fjölgaði
mjög greinum um efnahagsmál eftir
menn eins og Jóhannes Nordal, Ólaf
Björnsson, Birgi Kjaran, Jónas Har-
alz, Barða Friðriksson, Pétur Bene-
diktsson, Magna Guðmundsson,
Benjamín Eiríksson og Valdimar
Kristinsson er tók við ritstjórn árið
1959. Þá víkkaði blaðið grundvöll sinn
að því leytinu að farið var að fjalla um
iðnað og aðrar greinar atvinnulífsins.
Einnig var tekin upp sú nýbreytni að
prenta fylgirit um afmörkuð mál með
blaðinu.
VIÐREISN AÐ VÖLDUM
Frjáls verslun fagnar því mjög í 1.
hefti 1960 að ríkisstjórn Ólafs Thors
er sest að völdum. Segir í leiðara á
þessa leið:
„Það má með sanni segja, að ís-
lenska þjóðin hefur undanfarið staðið
á krossgötum. Framundan voru tvær
aðalleiðir. Önnur stefridi í áttina til
eðlilegs frelsis og jafnvægis í efna-
hagslífinu. Hin var leið áframhaldandi
hafta, hallarekstrar útflutningsat-
vinnuveganna og árlegra „efnahags-
ráðstafana" með öllu því, sem þeim
hefur fylgt. Núverandi ríkisstjóm hef-
ur markað stefnuna, hún hefur ákveð-
ið að velja fyrrnefndu leiðina. Ekki er
það af því að hún sé svo auðfarin,
heldur af því að hana verður að fara,
ef þjóðinni á að vegna vel í framtíð-
inni.“
FYRSTU LITMYNDIRNAR
Prenttækni fór fram á þessum ár-
um og í 6. hefti Frjálsrar verslunar
1960 birtast fyrstu litmyndirnar í
tímaritinu. Þær voru af tveimur verk-
um Guðmundar Thorsteinssonar,
Muggs, en þá hafði nýverið komið út
ævisaga hans skráð af Bimi Th.
Bjömssyni listfræðingi. Myndimar
voru: Kristur birtist lærisveinunum á
leið til Emmaus og Við stekkinn.
Þessi tímamót urðu í jólablaði þess
árs, en þá hafði Frjáls verslun um
nokkurra ára skeið birt ýmiss konar
menningarlegt efni eftir því sem þótti
hæfa tilefninu.
Úrklippa úr Alþýðublaðinu þegar
Frjáls verslun tók illþyrmilega á
Eggert G. Þorsteinssyni fyrir að
hafa fellt ríkisstjórnarfrumvarp um
frjálst verðlag undir lok Viðreisnar.
BÍLABANKI OPNAÐUR!
Frjáls verslun skýrir frá því í 1.
hefti ársins 1963 að Verslunarbankinn
hafi opnað útibú í Hekluhúsinu við
Laugaveg, sem þá var nýbyggt. Sú
nýbreytni var tekin upp þar að við-
skiptavinir gátu fengið afgreiðslu án
þess að þurfa að stíga út úr bifreiðum
sínum. Þess í stað fóru viðskiptin
fram í gegnum opinn glugga hverrar
bifreiðar. „Slíkir bílabankar hafa tíðk-
ast erlendis og átt vaxandi vinsældum
að fagna,“ segir í blaðinu. Þessi nýj-
ung í bankamálum virðist hins vegar
ekki hafa átt upp á pallborð landans
því einhverra hluta vegna lagðist bíla-
banki Verslunarbankans brátt af.
Með þessu hefti taka við ritstjórn
blaðsins þeir Gunnar Bergmann og
Styrmir Gunnarsson, núverandi rit-
stjóri Morgunblaðsins. Þeir helga eitt
hefti ársins íslenskum ferðaiðnaði og
ræða m.a. við Þorvald Guðmundsson
forstjóra, Hörð Sigurgestsson hótel-
stjóra Hótel Garðs, sem stúdentar
ráku, Óttar Möller forstjóra Eim-
skips, Örn 0. Johnson forstjóra Flug-
félags íslands og fleiri. Þar kemur
m.a. fram að ferðaskrifstofur í einka-
eign eru allmargar og nefnir blaðið
Ferðaskrifstofu Zoega, Sögu, Sunnu,
Útsýn og Lönd og leiðir. Auk þess er
svo minnst á „einokunarrisann“
Ferðaskrifstofu ríkisins í miður vin-
samlegum tón.
frjá/s
verz/un
100
STÆRSTU
FYRIRTÆKIN
Á ÍSLANDI
1981
1 Samband islenskra samvinnufélaga
2 Sölumiðstoð hraöfrysfihúsanna
3 Landsbanki íslands
4 Sölusamband islenskra fiskframleiðenda
5 Oliufélagið h.f.
Listi yfir 100 stærstu fyrirtæki
landsins fór að birtast í Frjálsri
verslun og jók hann mjög hróður
blaðsins:
45